Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði, beturþekktur semAlli ríki, byggði Hraðfrystihús Eskifiarðar upp til stórveldis og hefur nú komið á fót styrktarsjóði fyrir unga námsmenn frá Eskifirði: „Það er unga T'ytð efast eng- JT inn um að Að- alsteinn fónsson, eða Alli ríki, eins og hann hefur lengi verið kallað- ur, er upphafs- ntaður þess mikla veldis sent Hrað- frystihús Eski- fjarðar er í dag. Það er óhœtt að tala um veldi því markaðsverð fyrir- tœkisins er um fjórir milljarðar króna oggerast þau ekki öllu stöndugri í tœp- lega þúsund mantta byggðarlögunt eitts og Eskfjörður var fyrir sattiein- ingu sveitarfélaganna á Austfjörðum. Aðalsteini verður enttþá heitt í hattisi að tala utn það tttál, ettda var hatttt eindreginn andstœðingur sameining- ar. Þótt Aðalsteinn stjórni ekki lengur daglegum rekstri fyrirtækisins þá er áhuginn ennþá til staðar. Hann hefur enn sem fyrr samband við skipin kvölds og morgna og hann á það sam- eiginlegt með Hvíta húsinu og Kreml að hann hefur beinan síma inn á skrif- stofu helstu samstarfsmanna sinna. Þeir kalla þennan síma gjarnan, rauða símann. Harður á móti sameiningu Blaðamaður Ægis fór í bíltúr með Aðalsteini inn á Reyðarfjörð, nokkuð fólkið sem er ríkt en ekki ég sem Aðalsteinn gerir nánast daglega með einhverjum af samstarfsmönnum sínum þar sem hann er nánast hættur að keyra sjálfur vegna daprar sjónar. „Ég er Reyðfirðingur," sagði Alli. „Þegar ég fæddist var Eskifjarðarbær bara smábær. Ég er í raun og veru Reyðfirðingur en verð samt auðvitað aldrei annað en Eskfirðingur." Þegar þarna var komið í samtalinu varð sameining sveitarfélaganna á Austfjörðum ofarlega á baugi. „Það var auðvitað ekkert annað sem rak kommana hingað yfir en að þá vant- aði meira lífsrými. Ég hef oft líkt þess- ari frekju við stefnu Hitlers þegar hann réðst inn í Austurríki. Það hefur ekkert áunnist við þessa sameiningu. Skilaðu fyrir mig til Smára Geirssonar á Neskaupstað að ef hann hafi meint eitthvað með þessu sameiningartali þá eigi hann að fara í framboð til Al- þingis og vinna að okkar málum þar. Okkur vantar góð- an talsmann á þing." Sjálfstæðis- flokkurinn gerði mig að sjálfstæðis- manni Og nú stoppaði ekkert Alla. „Ég var enginn sjálf- stæðismaður. Það var Sjálfstæð- isflokkurinn sem gerði mig að sjálf- stæðismanni. Þeir hjálpuðu mér og trúðu mér. Ég var ekki hátt skrifaður í þessu byggðarlagi þegar ég var ungur, þáði jafnvel af sveit. Annars var Lúðvík Jósefsson al- veg einstakur maður og okkur var vel til vina. Skemmtilegasti þingmaður og ráðherra sem ég hef hitt er hins vegar Svavar Gestsson. En ég er ekki mikið pólitískur." - Ertu ríkur, Alli? „Nei ég er ekki ríkur maður. Sjötíu og sjö ára gamall maður er ekki ríkur maður. Hann á alltof lítið eftir af æv- inni. Þú ert rík og unga fólkið er ríkt. u Texti: Elma Guðmundsdóttir Mm 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.