Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 24

Ægir - 01.05.1999, Page 24
Sextugur sjómannadagur REVTINGUR Kanadískir smáútgerðarmenn ásaka stjórnvöld Eigendur lítilla útgerðarfyrir- tækja á austur- og vesturströnd Kanada ásaka stjórnvöld um að hygla stóru útgerðarfyrirtækjunum við úthlutun veiðileyfa. Þeir segja að yfirvöld séu markvissl að útiloka veiðar smábátaflotans, sem þó séu ekki fiskistofnunum hættulegar, öfugt við veiðar stóru skipanna. Stjórnvöld hafna ásökunum þess- um algerlega og segja þær tilfinn- ingamál en ekki byggðar á neinum haldbærum rökum. E1 Nino enn Útgerðarfélagið Pesquera Coloso í Chile hefur dregið veru- lega saman reksturinn vegna aflaleysis, sagt upp 750 af 3000 starfsmönnum og bundið mörg skipa sinna við bryggjur. Þá hefur fyrirtækið lokað að minnsta kosti tímabundið verksmiðju sem fram- leiðir rétti úr ansjósum. Lengi hafði verið erfitt að fá hráefni til vinnsl- unnar vegna minnkandi fiski- gengdar úti fyrir ströndum Chile af völdum E1 Nino. Árið 1998 er talið hið erfiðasta í sögu sjávarútvegs og fiskvinnslu í landinu. jómannadagsráð Reykjavíkur fagnaði pví í fyrra að 60 ár voru liðin síðan fyrst var haldið upp á sjó- mannadaginn í Reykjavík, þ.e. áiið 1938. Ári síðar var sjómannadagur- inn fyrst haldinn hátíðlegur á Akur- eyri og þar er því fagnað sextugsaf- mœli sjómannadagsins í ár. Að vanda er mikið um dýrðir á Ak- ureyri um sjómannadagsheigina og ei- lítið meira viðhaft í tilefni af afmæl- inu. Efnt verður til útihátíðarhalda, kappróðurs, skemmtisiglinga og ann- arra hefðbundinna dagskrárliða. Þá verður hápunkturinn stórskemmtun í íþróttahöllinni á Akureyri á laugar- dagskvöld fyrir sjómannadag en þessi skemmtun hefur undanfarin ár verið haldin að kvöldi sjómannadags. Með tilfærslunni er ætlunin að fá fleiri bæj- arbúa til þátttöku í skemmtuninni. FYLGIST NÁKVÆMLEGA MEÐ AT in UTL AFGASMÆLIR Fylgist nákvæmlega með. Getur komið viðgerðir á vél. MDvélar hf. SMIÐJUVEGUR 28, Pósthóll 597 - 200 Kópavogi - Sími: 567 2800 - Fax: 567 2806 FYLGIST NAKVÆMLEGA MEÐ 24 MGiU

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.