Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 32

Ægir - 01.05.1999, Page 32
Dönskum sjómönnum finnast lögin ranglát Danskir sjómenn gagnrýna lög um fiskveiðar og fiskvinnslu, sem þeir telja of ströng og vilja fá skýrari ákvæði unr refsingar fyrir brot þegar lögunum verður breytt. Danska ríkisstjórnin ætlar að setja ýmis lagaákvæði undir sama hatt. Samkvæmt gildandi lögum geta stjórnvöld svipt skip veiðileyfi allt að fimrn árurn fyrir brot á þeim. Samtök danskra sjómanna og útgerðarmanna, Dan- nrarks Fiskeriforening (DF), þrýsta á ríkisstjórnina að breyta refsiákvæðum laganna þannig að ekki verði heimilt að svipta skip öllum veiðileyfum nánast með geðþóttaákvörðunum stjórn- valda. Samtökin benda á að það sé harla lítils virði að geta skotið málum til dómstóla eftir á því hafi skip ekki verið á veiðum þann tíma sem málsmeðferðin tekur, eitt til tvö ár, þá sé grundvellinum kippt undan frekari útgerð þess. Samtökin vilja að skilgreind sé ákveðin refsing fyrir brot á lögum um veiðar hverrar fiski- tegundar í stað þess að svipta skip umsvifalaust leyfi til allra veiða. REVTINGUR 32 Mcm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.