Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 35

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ráða „leiser"-mælitæki þar sem afstaða milli einstakra hluta er mæld með fyllstu nákvæmni. Af þessu má sjá að við leggjum mikið upp úr að nýta nýj- ustu tækni til að þjónusta okkar við- skiptamenn," segir Magnús. Starfsþjálfun erlendis Framtak er þjónustuaðili fyrir véla- framleiðandann MAK í Þýskalandi og hefur fyrirtækið sent starfsmenn til þjálfunar í verksmiðjunum ytra. Auk þess hafa starfsmenn verið sendir til þjálfunar hjá Yanmar í Japan, MAN B&W í Danmörku og Turbo UK í Bret- landi. Þá segir Magnús að Framtak og fyrirtækið Naust Marine í Garðabæ hafi með sér samvinnu í verkefnum og sér þá Framtak um niðursetningu og þjónustu á Ibercisa spilum sem Naust Marine hefur umboð fyrir. Þrír af starfsmönnum Framtaks við höfuðstöðvar fyrírtcekisins. Frá vinstri: Guðmundur M. Jónsson, Kristján Hermannsson og Magnús Aadnegaard. Þeir tveir fyrmefhdu eru báðir starfsmenn á sölu- og markaðsdeild Framtaks Tvö verkstæði í eitt Á dieselverkstæði Framtaks sameinast tvö verkstæði sem fyrirtækið hefur keypt, þ.e. Bogi sem keypt var árið 1994 og dieselverkstæði Blossa hf. sem keypt var fyrir skömmu. „Þarna er samankomin mikil þekk- ing og reynsla til viðgerða á spíssum, olíuverkum og túrbínum af öllum stærum og gerðum," segir Magnús Plötuverkstæði í uppbyggingu Unnið er að uppbyggingu plötuverk- stæðis Framtaks í nýrri álmu að Drangahrauni 1, húsnæði sem fyrir- tækið keypti nýverið. Þar verður kom- ið fyrir nýjum tækjabúnaði, svo sem klippum og beygjuvél fyrir plötustál og í húsnæðinu verður einnig komið fyrir öflugum hlaupaköttum. „Við höfum sölu- og markaðsdeild- ina líka í nýstandsettu húsi að Dranga- hrauni 1 en þeirri deild fyrirtækisins er ætlað að útvega varahluti og annan vélbúnað fyrir skip, auk þess sem lögð er áhersla á sölu á rekstrar- og efnavör- um fyrir skip og til iðnaðar. Þetta eru vörur frá UNIservice en við seljum líka þilfars- og bílkrana frá MKG í Þýska- landi og hafa þegar verið seldir um 60 kranar af þeirri gerð í skip hér á landi. Dótturfyrirtæki á Dalvík Síðastliðinn vetur keypti Framtak meirihluta í Vélaverkstæði Dalvíkur af Kaupfélagi Eyfirðinga. Þar er rekin verslun og Magnús segir að á verk- stæðinu séu framkvæmdar viðgerðir á bílum og vinnuvélum, auk þess sem þjónusta við skip og báta er snar þátt- ur í starfseminni. ÁGIR 35 Hauktir Snorrason

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.