Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 6
LEIÐARI Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Ægir í breyttri mynd Ægir er eitt af elstu tímaritum landsins. Þetta tölublað er hið fyrsta í 93. árgangi blaðsins. Ægir á því langa og viðburðaríka sögu. Ekki fer hjá því að tímarit breytist í eina eða aðra veru á svo löngum tíma. Enda hefur svo farið að efnisval og útlit Ægis hefur oft verið breytt í útgáfusögu blaðsins. Lesendur Ægis hafa tekið eftir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á efnistökum Ægis undanfarin ár. Þurrar greinar með miklu talnaefni hafa að nokkru leyti vikið fyrir greinum úr daglega lífinu, en þó hefur þess verið gætt að greinar blaðsins séu fræðandi og höfði til þeirra sem starfa í sjávarútvegi eða hafa á at- vinnugreininni áhuga. Tölur um afla á einstökum fisk- tegundum og skiptingu veiðinnar eftir landshlutum hafa undanfarin ár fylgt blaðinu í sérblaði, Utvegstöl- um. Ægir hefur hins vegar verið tiltölulega íhaldssamt blað að útliti. Brot blaðsins hefur verið óbreytt um margra ára skeið og hefur það því stungið í stúf við önnur tímarit, sem hafa aðlagað sig að stöðluðum blaðsíðu- stærðum, sem auglýsingar og umbrotsfor- rit miða við. Aðstandendur Ægis hafa nú ákveðið að breyta til. Gerðar hafa verið tvær veiga- miklar breytingar. I fyrsta lagi hefur blaðsíðustærð ver- ið færð í stærðina A 4, sem er sú blaðsíðustærð, sem nú er oftast notuð. I öðru lagi hefur verið ákveðið að fella niður útgáfu Útvegstalna. Ástæða þess er sú að Fiskifélagið ann- ast ekki lengur söfn- un og úrvinnslu þeir- ra talna sem að baki Ut- vegstölum liggja. Fiski- stofa og Hagstofa Islands vinna nú þau verk sem Fiskifélagið vann áður á þessu sviði og þær tölur sem í Utvegstölum hafa birst eru nú aðgengilegar á heimasíðu Hagstofunnar. Því þykir ekki lengur ástæða til þess að gefa þær sérstaklega út með Ægi með þeim kostnaði sem því fylgir. Við þessar breytingar eykst efni Ægis um nálega þriðjung og blaðið verður einnig aðgengilegra fyrir auglýsendur en áður. Það er því von aðstandenda blaðsins að lesendur og auglýsendur taki þessum breytingum vel. Það er metnaðarfullt verkefni að gefa út vandað og fjölbreytt tímarit á borð við Ægi, sem gefið er út 11 sinnum á ári. Til þess að svo megi verða þurfa bæði les- endur blaðsins og auglýsendur að vera áhugasamir og sýna blaðinu tryggð. Áskriftaverð Ægis hefur haldist óbreytt undanfarin ár þrátt fyrir aukin kostnað við út- gáfuna. Ætlunin er að halda áskriftaverði óbreyttu um sinn þótt ljóst sé að einhver kostnaðarauki felist í þeim breytingum sem hafa hér verið kynntar. Ægir mun því áfram verða ódýr og öflugur miðill fyrir þá sem fylgj- ast vilja með í sjávarútvegi hérlendis sem erlendis. Byggðakvo kallar á bras Björgólfur Jóhannsso forstjóri Sildarvinnslunn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.