Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 28
SJÁVARÚTVEGSDEILD HA 10 ÁRA Menntahefðin hefur ekki veríð til staðar - segir Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, á tíu ára afmæli deildarínnar „Þegar ég lít til baka og yfir starf deildarinnar á þessum tíu árum tel ég að þróun hen- nar sé mjög nærri þeim hugmyndum sem lagt var upp með. Héðan fer fólk til starfa í sjávarútvegi eftir að hafa hlotið góða almenna menntun í greininni, enda þó ekki sé til neinn algildur mælikvaði um hvað sé góð menntun. Nema þá að sjávarútvegsfræð- ingar eru eftirsóttir til starfa, bæði í sjávarútvegi og eins í ýmsum fyrirtækjum sem starfa á hliðarlínu greinarinnar," segir Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akureyri. Tíu ára afmæli deildarinnar var snemma í janúar og ræddi Ægir ræddi við Jón af því tilefni. Nemandi i sjávar- útvegsdeild HA fær leiðsögn hjá Steingrími Jónssyni. Þegar kennsla hófst í sjávarútvegsfræðum við Há- skólann á Akureyri í janúar 1990 voru skráðir nem- endur tólf talsins. Fjöldi nemenda hefur verið nokk- uð rokkandi í gegnum árin, í vetur eru nemendur á fyrsta ári níu, en flestir urðu nýnemar haustið 1994, eða rúmlega fjörutíu. A bilinu 50 til 80% þeirra sem innritast ná að ljúka náminu, sem tekur alls fjögur ár. Brautskráðir sjávarútvegsfræðingar í dag eru 56. Jón Þórðarson segir að deildin gæti tekið til náms mun fleiri en innrita sig, fjörutíu nemendur á ári væri vel viðráðanlegur fjöldi. Jón segir jafnframt að því sé ekki að leyna, nú þeg- ar hann metur tíu ára starf sjávarútvegsdeildarinnar og árangur hennar, að margt hefði mátt fara öðruvísi þó heildin sé góð. „Ég hefði viljað ríflegri fjárveiting- ar, fleiri til að sinna kennslu og liðveislu fleiri sér- fræðinga. Við höfum ekki farið mikið út í rannsókn- arstarf. Almennr talað er efling þess bráðnauðsynleg fyrir fslenskan sjávarútveg, til dæmis á þáttum eins og veiðitækni og skipatækni. Á mörgum öðrum svið- um hefur rannsóknarstarfi hins vegar verið sinnt vel, til dæmis af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Starf þeirra hefur skilað fslenskum sjávarútvegi miklu, en sér- fræðingar við útibú þessara stofnana hafa jafnframt kennsluskyldu við sjávarútvegsdeildina - auk þess sem ýmsir aðrir sérfræðingar eru hér stundakennarar." Mikil tengsl við fyrirtækin I námi við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru raungreinar grunnurinn; þ.e. stærðfræði, efna- fræði, eðlisfræði og tölfræði. Rekstrargreinar eru um þriðjungur námsins, en síðan koma greinar eins og lífræn efnafræði, lífefnafræði, matvælafræði, efna- fræði, skipatækni, fiskifræði og veiðitækni. Nám í faggreinum verða nemendur að nokkru leyti að vinna í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki og þar segir Jón að myndist mikilsverð tengsl nemenda við atvinnu- greinina. „Margir af nemendum okkar hafa reyndar ákveðinn bakgrunn áður en þeir koma hingað, hafa unnið í fiski eða eiga fjölskyldutengsl við sjávarút- vegsfyrirtæki. Auk þess eru samskipti nemenda á námstímanum mikill lærdómur. Þá er æskilegt að í náinni framtíð verði boðið upp á framhaldsnám við deildina, þó engin stefna hafi í dag verið mótuð um á hvaða sviði það ætti að vera.” Jón Þórðarson segir að hann sakni þess nokkuð að atvinnurekendur í sjávarútvegi skipti sér ekki meira af starfi deildarinnar - og raunar hafi afskipti atvinnu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.