Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 47

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 47
ásrafall, skilvindur, ræsiloftsþjöppur, dælur, ræsiloftskerfi, viðvörunarkerfi, olíu-, sjó-, ballast-, kælivatns-, neyslu-, hita- og spilliolíukerfi, ásamt öllum lögnum. Ný hliðarskrúfa í skpinu að aftan er 800 hestafla, rafknúin og af gerðinni Ul- stein. Umboðsaðili hérlendis er Héðinn smiðja. Stýri er af gerðinni Becker og er nýtt en stýrisvélin er frá ‘98 af gerðinni Scan- steering. Vindubúnaðinum gjörbylt Setja varð í skipið til muna öflugra vindukerfi. Togvindurnar eru af gerðinni Rapp Hydema og þola 86 tonna átak á tóma tromlu. Aðal flottrollstromla er frá Karmoy og er hún 50 tonna en varatrom- la er frá Rapp og er 30 tonna. Þá eru kap- alvindur, bakstroffuvindur og nýjar glussadælur við vindubúnaðinn einnig frá Rapp. Dælurými í framskipi var stækkað vegna viðameiri vindubúnaðar, sem og kerfisgeymir. Umboðsaðili fyrir SKIPASTÓLLINN Karmoy flottrollsvinduna er AGV hf. en Rapp búnaðurinn er frá Gróttu ehf. Þá eru vökvalagnir og tengi í vindukerfinu frá Landvélum hf. Að breytingunum loknum var skipið málað í heildsinni með Hempels skipa- málningu frá Slippfélaginu málningar- verksmiðju. Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU er Grétar Rögnvarsson, fýrsti stýrimaður er Hjálmar Ingvarsson en yfirvélstjóri er Hallgrímur Kristinsson. „Öflugra skip en áður" - segir Grétar Rögnvaldsson, skipstjóri „Skipið hefur komið mjög vel út hjá okkur í fyrstu túrum og við höfum ein- göngu verið á flottrolli vió loðnuveió- arnar," sagói Grétar Rögnarsson, skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni SU þegar Ægir náði tali af honum í þ'órða túr ársins 2000. Á feió heim frá PóIIandi kom ðón Kjartansson við í Egersund í Noregi og tók þar tvö ný flottroll, annaó stórt fyr- ir kolmunnaveiðarnar og hitt minna fyr- ir loðnuveiðar. Grétar segir að allur bún- aður skipsins hafi unnið eins og tit var ætlast og miklu muni að hafa svo öfluga aðalvél í skipinu sem raun ber vitni. „Vindukerfið er allt nýtt og öflugt og það spilar mjög vel saman við aóalvél- ina. Útkoman er góður togkraftur og öfl- ugra skip. Við komum til meó að vera á flottrollsveiðum eins lengi og hægt er en líkast til skiptum við yfir á nótina þegar lengra kemur fram á veturinn," segir Grétar. Umdeilt þykir mörgum að leyfa flottrollsveiðar á Loðnu en Grétar segir æ fleiri þeirra skoðunar að þær hafi engin áhrif á nótaveiðarnar. „Þeim fjölgar alltaf skipunum sem skipta yfir á flottrollið og ég held aó þessar veiðar skipti engu máli, ekki aó minnsta kosti í stóru Loðnunni og ekki þegar loðna er dreifó um stórt svæði. Ég hef þess vegna ekki áhyggjur af áhrifum af flottrollsveióinni," segir Grétar. Að jafnaði segist Grétar toga í um 3 klukkustundir og aflinn er allt frá 100 upp í 400 tonn i hverju holi. „Veióarnar ganga best yfir hábjartan daginn en á nóttunni kemur loðnan of ofarlega í sjó fyrir okkur. Þá gefur hún sig aftur á móti betur fyrir nótaskipin." Séð yfir skut Jóns Kjartanssonar SU, sem endurnýjaður var að mestu leyti. Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með endurbætur skipsins! NAUTA skipasmíðastöðin í Póllandi hefur endurbyggt tugi íslenskra skipa og hefur öðlast sérþekkingu á íslenskum fiskiskipum. VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ HAGSTÆTT VERÐ! VÉ LASALAN Ánanaust 1 • Reykjavík • Simi 552 6122 • Fax 562 3810 LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ UMBOÐSMANNI

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.