Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 2
Hef lært að vera þakklátur fyrir það sem mér liefur lilotnast - segir Guðmtmdur Halldórsson á Kvíslarhóli á Tjöniesi ÞAÐ VAR í fyrravor að ég uncUrritaður, ósamt þeim Braga Sigur- jónssyni, Guðmundi Hákonarsyrii og Gunnari Steindórssyni, renndum rétt sem snöggvast í hlaðið á Kvíslarhóii á Tjörnesi. Fjór- ir kratar er voru að koma úr ferðalagi frá Þórshöfn og Raufarhöfn. Það verður að viðurkennast rjð ég var dauðþreyttur maður, því að’ slæmt færi hafði gert förina stranga og erfiða. En ég varð nú að játa það að taka í sterklega liönd bóndans á Kvíslarlióli, var ósköp gott þreytfum rnanni. Hress og karlmannlegur gerði liann hlé á önnum sínum í fjárhúsum til að spjalla við okkur ferðalangana. Ég falaði viðtal við Guðmund, er hann tók vel. Rúmt ár er liðið síðan, en Guðmundur er sanit eigi gleyminn. Sl. þriðjr-.lag vatt liann sér inn til mín og sagðist vera reiðubúinn. Við vorum að vísu báðir í hörkuönnum og því er viðtalið eigi eins vel úr garði gert og ef tóm hefði gefizt til betra. Ég læt fyrstu spurninguna flakka. Hvernig finnst þér útlit vera, t. d. í sambandi við búskap? Hvað búskap viðvíkur tel ég horfur mjög ísyggilegar. Það skal að vísu fram tekið að ég lifi ekki á landbúnaði nema að mjög litlu leyti. Hins ég það í kringum mig að atstaða bænda er mjög slæm. Kemur þar fyrst til óvenju slæmt ferði, svo sem kal í túnum og mikill tilkostnaður við fóðrun búpenings. Auk þess tel ég þjóðfélagið vanmeti störf bænda stéttarinnar og þýðingu sveit- anna bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Munt þú álíta að sökum þessa ástands muni bændur hyggja á flótta úr sveitum? Ekki á Tjörnesi þar sem ég þekki bezt til. Hvorttveggja er að Tjörnesingar eru að öðrum þræði sjómenn og hins vegar að . atvinnuhorfur í þéttbýlinu virð • ast ekki vera glæsilegar, sem stendur. Finnst þér skilningur stjórn- valda á menningarlcgu mikil- vægi sveitalífs of lítill? Því miður verð ég að viður- kenna það að mér finnst að at- vinnuleg og menningarleg arf- leifð þjóðarinnar hafi verið van ■ rækt, sérstaklega sl. umbrotaár, má í því sambandi benda á að víða hefur byggð eyðzt eða dreg izt saman, þar sem aðstaða til lífsframfæris hefur verið sæmi- ■leg og jafnvel ágæt. Má í því sambandi nefna það sveitarfé- lag, sem hefur haft með hæstu meðaltekjum á hvern vinnandi, þegar litið er á landið í heild, er nú komið í eyði að fullu. Á ég þar við Flatey á Skjálfanda, skal þó ekki vanmetin hin myndarlega hafnai-gerð, sem þar hefir ótt sér stað og er nú nýlokið. En hafnargerðin kom bara of seint. Hvaða aðra atvinnu stundar þú en landbúnað? Ég hefi um alllangt skeið feng izt við verkun og sölu á gró- sleppuhrognum. Einnig á ég. nú 11 lesta þilfarsbát og opin vél- bát, sem ég held til róðra. Hvernig er þá afkoman af þessari atvinnugrein? Mjög misjöfn frá ári til árs hvað hrognunum viðvíkur, er það einu sinni svo að útflutn- ingsverðið er mjög hlaupandi, og fer það mjög eftir framboði svo og ástæðum, sem við fáum ekki ráðið við. Útgerðin gengur mjög erfiðlega, sérstaklega vegha hins mikla verðfalls á Guðmundur llalldórsson. höfuðútflutningsafurðum okkar, svo pg vegna hinnar erfiðu veðráttu.. Hvnð finnst þér Guðmundur, cigum við að flýja okkar gömlu atvinnuvegi og gerast verk- smiðjufólk? Ég er út af fyrir sig ekki and- vígur verksmiðjuiðnaði, þar sem hann fellur inn í okkar þjóð félagsform t. d. þar sem litlar verksmiðjur styddu að byggð sem fyrir væri, án þess að trufla okkar gömlu og góðu atvinnu- vegi. Hins vegar teldi ég óhyggi legt að reisa stór iðjuver sem byggðust á verulegum eða mikl um fólksflutningum milli lands- hluta. Ég trúi ekki öðru en að miklu fleira fólk gæti haft fram færi sitt á landbúnaði og sjávar útvegi svo og hlunnindum, en nú er. Ég leyfi mér í þessu sam bandi að vitna í orð hr. alþingis manns Bjartmars Guðmunds- sonar, sem sagði að ekki væri ástæða til að kvarta þótt nokkr- ar smjörskökur gengu af í góð- æri. En hver var nú ástæðan fyrir þvi að þú fluttir frá Húsavík út á Tjörnes? Þegar það skeði hafði okkur hjónunum oi'ðið fjögurra barna auðið. Það var ásetningur okk- ar að leitast við, að veita þeim eins heilbrigt uppeldi og okkur væri fært. Við vorum sammála um að uppeldi barna, þar sem þau eiga kost að umgangast dýr og ósnortna náttúru væri þeim heilbrigðara en gatan. Ertu þá ánægður að hafa tekið þessa ákvörðun, eða sérðu eftir því? Nei, síður en svo að ég sjái eftir því, þegar á heildina er lit- ið er ég ánægður með það sem mér hefur hlotnazt. Hér lýkur þessu hraða sam- tali okkar Guðmundar. Ég þakka honum innlitið til AM og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar og bið svo að heilsa á Tjörnes. s. j. Páll A. Pálsson Ijósmyndari tók þessa skemmtilegu mynd. 6. landsmót SÍL DAGANA 29.—30. júní sl. var 6. landsmót SÍL haldið á Siglu- firði, og sóttu mótið 11 lúðra- sveitir. Flestar lúðrasveitirnai' komu til Siglufjarðar á föstu- dagskvöld. Á laugardagsmor-gun var hald in samæfing allra sveitanna í hinni stóru mjölskemmu S. R. og hefur samæfing aldrei verið haldin áður í svo stóru húsi. KI. 14 setti formaður SÍL, Bræðslusílc! Iiækkar um 7 aura Ríkisstjórnm heitir fyrirgreiðslu. VERÐLAGSRÁÐ sjávarút- vegsins sendi frá sér svo- hljóðandi fréttatilkynningu síð- degis í gær: „Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv arútvegsins ákvað á fundi sín- um í morgun, að lágmarksverð á síld til bræðslu veiddri norðan lands og austan á tímabilinu 1. júní til 15. okt. 1968 skuli vera kr. 1.28 á kíló. Er það 7 aurum hærra verð en á sama tímabili 1967, þegar verðið var kr. 1.21. Almennt samkomulag var í nefndinni um þessa verðákvörð un. í nefndinni áttu sæti, Guð- mundur Jörundsson og Jén Sig urðsson, fulltr. síklarseljenda, Sigurður Jónsson og Valgarð J. Ólafsson, fulltr. síldarkaupenda, auk oddamanns, Jónasar H. Haralz, forstjóra Efna'hagsstofn unarinnar. Verðlagsráð hefur enníremur ákveðið að heimilt skuli að greiða kr. 0.22 lægra fyrir hvert kíló sildar, sem tekin er úr veiði skipi í fiutningaskip utan hafna.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar. í fréttaauka í ríkisútvarpinu ígærkvöldi skýrði Eggert G. Þor steinsson sjávarútvegsmálai'áð- herra frá ákvörðuninni á verði bræðslusíldai'. Þar segir hann m. a.: „Vegna áframhaldandi verð- falls afurðanna og aukins fram- leiðslukostnaðar innanlands, sem að nokkru stafar af gengis- breytingunni, og að nokkru af launahækkunum á sl. vetri, eru ekki horfur á því að afkoma síld veiða og síldarbræðslu verði öllu betri á þessu ári en hún var á sl. ári, nema annað tveggja komi til veruleg hækkun afurða verðs eða mikill síldarafli á til- tölulega nálægum miðum. Þessa áhættu hafa hvorki útvegsmenn né síldarverksmiðjur talið sér fært að taka, ekki sizt með reynslu sl. árs í huga, án þess að til komi loforð um aðstoð í einhverri mynd af hálfu ríkis- valdsins, ef illa færi. Af þessum sökum hefur ríkisstjórnin í sam bandi við ákvörðun verðs á bræðslusíld lýst því yfir, að hún muni á næsta hausti beita sér fyrir þeim aðgerðum, sem nauð synlegar kunna að reynast til þess að auðvelda síldveiðibátum að standa í skilum með greiðsiu vaxta og afborgana af stofnlán- um með öðrum hætti en nýjum lánum eða frestun afborgana. Á hliðstæðan hátt hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir, að hún muni á næsta hausti beita sér fyrir þeim aðgerðum, sem nauð synlegar kunna að reynast til þess að auðvelda síldarverk- smiðjum er að nokkru marki vinna síld veidda norðanlands og austan á þessu ári, að standa í skilum með greiðslu á vaxta og afborgana af stofnlánum". Þá skýrði ráðherrann einnig frá því að verðákvörðunin væri miðuð við það verð á síldarlýsi sem var í lok maímánaðar, en, síðan hefur verðið lækkað nckk uð. Hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggia til við Alþingi að síid- ariðnaðnum verði bættur sá mis munur, en hann mun nema um 39 milljónum króna. Stígur Herlufsen, landsmótið við barnaskólann en strax á eft- ir ték kynnir mótsins, Júlíus Júlíusson, við stjórn í stað Jóns Múia Árnasonar, sem af óvið- ráðanlegum ástæðum gat ekki komið eins og ráðgert hafði ver ið. Lúðrasveit Siglufjarðar lék þá eitt lag: í þriðja veldi, eftir stjórnandann, Geirharð Schmidt Valtýsson. Þá hófst leikur lúðrasveitanna og léku þær í þessari röð: Lúðra sveit Akureyrar, stjórnandi Jan Kisa, Lúðrasveit Vestmanna- eyja, stjórnandi Martin Hunger, Lúðrasveit verkalýðsins, Rvík, stjórnandi Ólafur Kristjánsson, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, stjórn andi Hans Ploder Franzson, Lúðrasveitin Svanur, Rvík, stjórandi Jón Sigurðsson, Lúðra sveit Sandgerðis og Liiðrasveit Keflavíkur, sem léku saman, stjórnandi Lárus Sveinsson, Lúðrasveit Húsavíkur, stjórn- andi Revnir Jónasson, Lúðra- sveit Selfoss, stjórnandi Ásgeir Sigurðsson, Lúðrasveit Nes- kaupstaðai', stjórnandi Haraldur Guðmundsson, og að lokum léku allar lúðrasveitirnar sam- an nokkur lcg undir stjórn Geir harðs Schmidt Valtýssonar, Jan Kisa, Jóns Sigurðssonar og Karls Ó. Runólfssonar. Alls munu um 290 menn hafa skipað þessa Lúðrasveit íslands 1968. Um kvöldið voru allir lúðra- sveitarmenn og fylgdarlið þeirra í boði Lúðrasveitar Siglufjarðar á músikskemmtun, sem lúðra- sveitin hélt í Nýja bíói. Skemmtun þessi heppnaðist mjög vel. Aðalfundur SÍL var haldinn á sunnud. í sam'bandsstjórn voru kosnir: form. Reynir Guðnason, (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.