Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 7
Frétfir frá tíunda söngmóti Heklu sambands norðlenzkra karlakóra Hart ár en þó trú á landið TÍUNDA söngmót Söngfélags- ins Heklu — sambands norð- lenzkra karlakóra, var haldið dagana 22. og 23. júní sl. í söngmótinu tóku þátt 9 af 11 karlakórum, sem í samband- inu eru: Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps, söngstjórar Jón Tryggvason og Gestur Guð- mundsson, Karlakórinn Feykir, söngstjóri Árni Ingimundarson, Karlakór Akureyrar, söngstjóri Guðmundur Jóhannsson, Karla kór Dalvíkur, söngstjóri Gestur Hjörleifsson, Karlakórinn Geys ir, söngstjóri Jan Kisa, Karla- kórinn Heimir, söngstjóri Jón Björnsson, Karlakór Mývatns- sveitar, söngstjóri Örn Friðriks son, Karlakór Reykdæla, söng- stjóri Þóroddur Jónasson og Karlakórinn Þrymur, söng- stjóri Sigurður Sigurjónsson. Söngmenn í þátttökukórun- um eru samtals um 330. Mótinu stjórnaði Áskell Jónsson söng- kennari, Akureyri, sem er for- maður Söngfélagsins Heklu. Söngmótið hófst með samsöng í Félagsheimilinu á Húsavík kl. 14, laugardaginn 22. júní. Að samsöngnum loknum var öllum söngmönnum innan Vaðlaheið- ar boðið til kvöldverðar á heim ilum söngbræðra sinna á Húsa- vík, í Reykjadal og Mývatns- sveit. Kl. 21 um kvöldið var svo samsöngur að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Að honum lokn- um héldu allir söngmenn til síns heima. Á sunnudaginn 23. júní hófst mótið að nýju kl. 16, með kaffi- samsæti fyrir söngmenn og kon ur þeirra í félagsheimilinu Mið- garði í Skagafirði, í boði skag- firzku kóranna Heimis og Feyk is. Sátu hófið hátt á fjórða hundrað manns. Kl. 21 um kvöldið var síðan samsöngur að Miðgarði. Á hverjum hinna þi'iggja sam söngva söng hver af þátttöku- kórunum nokkur lög undir stjórn söngstjóra sinna, og tvö lög allir sameiginlega, eða sam- tals yfir 300 manns, undir stjórn Jónasar Helgasonai', Jóns Björnssonar og Páls H. Jóns- sonar. Auk þess söng sameinað- ur kór Karlakórs Mývatnssveit ar, Reykdæla og Þryms þrjú lög undir stjórn Þórodds Jónasson- ar og Sigurðai' Sigurjónssonar, við undirleik séra Arnar Frið- rikssonar. Hver samsöngur tók nálega tvo og hálfan kl.tíma. Heiðurssöngstjórar mótsins voru Jónas Helgason og séra Friði'ik A. Friðriksson, sem ekki gat mætt vegna anna. Aðsókn að samsöngvunum var mjög góð, og munu hafa sótt þá alla nokkuð á annað þúsund áheyrendur alls. Söngn- um var alls staðar mjög vel fagnað. Að morgni fyrra mótsdagsins var alhvít jörð um allt Norður- land, og á sunnudaginn snjóaði í Skagafirði allan daginn, þótt ekki festi fyrr en um kvöldið. Söngfélagið Hekla var stofnað j árið 1934 og var þetta 10. söng- mót félagsins. Auk söngmót- anna hefur Hekla beitt sér fyrir söngkennslu á félagssvæðinu, sem er Norðlendingafjórðung- ur hinn forni. Þá sungu félags- kórarnir inn á plötu sem Hljóm plötuútgáfa Fálkans gaf út 1966 í tilefni af 30 ára afmæli Heklu. Núverandi stjórn Söngfélags- ins Heklu skipa: Áskell Jónsson formaður, Þráinn Þórisson rit- ari, Árni Jóhannesson gjaldkeri og meðstjórnendur Guðmundur Gunnarsson, Jón Tryggvason og Páll H. Jónsson. (Frá stjórn Söngfélagsins Heklu.) AÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að á undanförnum árum hafa hlotizt mörg slys við notkun dráttarvéla, og má áreiðanlega rekja mörg slys- anna til vankunnáttu í notkun þeirra. Nú hefur Framkvæmdanefnd hægri umferðar í samvinnu við Slysavarnafélag íslands gefið út bækling, þar sem á skýran og einfaldan hátt er bent á helztu atriði, sem hafa þarf í huga við notkun dráttarvéla. Bæklinginn prýða 14 litmyndir, til skýring- ar, og hefur Leifur Þorsteins- son tekið þær allar af dráttar- vélum af hinum ýmsu tegund- um í vinnu. Bæklingi þessum verður nú á næstunni dreift til allra sveita býla á landinu, en nú fer ein- mitt sá tími í hönd, þegar drátt- Nýkomið ÓDÝRAR DÖMU- GOLFTREYJIJR 6 LITIR STUTTERMA DÖMUPEYSUR í MJÖG FJÖL- BREYTTU ÚRVALI VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21 Á ER AM fer í sumarleyfi er útlit ískyggilegt til lands og sjávar, grasleysi í sveitum og óvissa um síldveiðar á þessu sumri, og þar við bætist verð- fall á mörkuðum erlendis. En þó óvissa sé framundan um afkomu- þjóðarinnar mun íslenzk þjóð eigi glata trú sinni á landið. í svip hins seintekna bónda og - 6. landsmót SÍL (Framhald af blaðsíðu 2). Rvík, ritari Jónas Magnússon, Selfossi og gjaldkeri Ragnar Eðvaldsson, Rvík. Bæjarstjórn Siglufjarðar bauð þátttakendum til kaffidrykkju að Hótel Höfn. Þar ávarpaði Stefán Friðbjarnarson, bæjarstj. gestina og síðan fluttu margir ávörp og hamingjuóskir til Siglu fjarðarbæjai' og-þakkir, og einn ig var Lúðrasveit Siglufjarðar þökkuð skipulagning mótsins og henni færðar skilnaðargjafir. Að síðustu mælti Stígur Her- lufsen nok'kur ávarpsorð og sagði 6. landsmóti SÍL slitið. Veðrið vai' svo gott sem helzt varð á kosið föstud. og laugard. en hvessti og rigndi á sunnud. Almannarómur er að þetta hafi verið mjög .skeinmtilegt og velheppnað mót, lúðrasvéitirnar fluttu mörg og fjölbreytt verk- efni af vandvirkni og gpðum leik. arvélar eru mest notaðar, og mai'gir nýliðai' byrja að stjórna þeim. Ættu allir stjórnendur dráttarvóla að kynna sér efni bæklingsins „Dráttarvélar og ökutæki". sagnfáa verkamanns og sjó- mannsins er nú aflar björg í bú ríkir alvara og festa, en engin uppgjöf. Engin mun hyggja á flótta úr landi þótt mótbyrs kenni, svo sem staðreynd var á harðindaárunum fyrir síðustut aldamót. Þjóðin hefur öðlazt trú á land sitt og mun eigi hopa af hólmi þótt svalan blási. f þeirri vissu sendir AM öllum þeim er nú vinna hörðum höndum til sjávar og sveita í trú á landið, sínar beztu velfarnaðaróskir. AM veit að allir munu verða samtaka um að afsanna að ís- landsóhamingju- verði allt að vopni. Því vill AM segja, heilir hildar til og heilir hildi frá. - AM árnar lieilla (Framhald af blaðsíðu 1). 1942 með hæstu einkunn sem þar hefur verið gefin á verzl- unarprófi. Síðan vann hún skrif stofustörf í Reykjavík nokkur ár, þangað til hún giftist. Börn þeirra Halldóru og Kristjáns eru fjögur: Ólöf 21 árs stúdent, gift Stefáni Erni Stef- ánssyni stúdent, Þórarinn 18 ára í 5. bekk menntaskóla, Sig- rún 14 ára í unglingaskóla og Ingólfur 7 ára í barnaskóla. - ÆskuLleiðtogavika (Framhald af blaðsíðu 8). voru til fyrii'myndar og gest- gjöfum okkai' eigum við mikla skuld að gjalda. Samferðafólki mínu þakka ég mjög ánægjulegt samstarf og að lokum skila ég hér með kveðju frá Vasterás til Akureyrar og sérstakri kveðju frá því fólki sem hér var á æsku lýðsleiðtogamótinu 1966 og eign aðist þá kunningja hér í bænum. Tryggvi Þorsteinsson. Mikið og failegt úrval af handa konum á öllum aldri. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Ú. K. E. - DALVÍK VEITINGASTOFA: Sími 61208 Kaffi og smurt brauð, kökur, öl, tóbak o. fl. Hægt að fá mat, ef pantað er með fyrirvara. BIFREIÐ A VERKSTÆÐI: Allar viðgerðir, smyr, hleður og bætir. Til félagsmanna KEA Vinsamlegast skilið arðmiðum fyrir það sem af er þessu ári hið fyrsta, annað hvort í aðalskrifstofu vora eða í eitthvert af verzlunarútibúunum í bænúm. Arðmiðunum ber að skila í lokuðu umslagi, er sé greinilega merkt félagsnúmeri viðkomandi félags- manns og heimilisfangi. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AÐVÖRUN til sauðfjáreigenda á Akureyri! Skv. 60. grein lögreglusamþykktar Akureyrar eru all- ir, sem sauðfé eiga skyldir til að reka það á afrétt eigi síðar en 15. júní ár hvert, nema fjallskilastjórn geri þar undantekningu á. LÖGREGLUSTJÓRINN. - ÞJÓÐIN VALDI KRISTJÁN... (Franlhald af blaðsíðu 1). SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Gunnar Thoroddsen..........3161 atkv. eða 34.9% Kristján Eldjárn .......... 5820 atkv. eða 64.3% Á kjörskrá voru 9787. Af þeim greiddu atkvæði 9056 eða 92.5%, Auðir seðlar voru 54 og ógildir 21. I AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Gunnar Thoroddsen.......... 1099 atkv. eða 19.0% Kristján Eldjárn........... 4655 atkv. eða 80.5% Á kjörskrá voru 6288. Af þeim greiddu atkvæði 5782 eða 92%. Auðir seðlar voru 20 og ógildir 8. I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA: Gunnar Thoroddsen.......... 2697 atkv. eða 23.9% Kristján Eldjárn........... 8528 atkv. eða 75.5% Á kjörskrá voru 12160. Af þeim greiddu atkvæði 11299 eða 92.9%. Auðir seðlar voru 48 og ógildir 26. :| NORÐURL ANDSKJÖRDÆMI VESTRA: Gunnar Thoroddsen.......... 1709 atkv. eða 32.7% Kristján Eldjárn........... 3486 atkv. eðá 66.6% Á kjörskrá voru 5754. Af þeim greiddu atkvæði 5231 eða 90.9%. Auðir seðlar voru 33 og ógildir 3. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI: Gunnar Thoroddsen.......... 1796 atkv. eða 35.1v% Kristján Eldjárn........... 3284 atkv. eða 64.2% Á kjörskrá voru 5622. Af þeim greiddu atkvæði 5118 eða 91%. Auðir seðlar voru 25 og ógildir 13. I VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Gunnar Thoroddsen.......... 2168 atkv. eða 32.5% Kristján Eldjárn........... 4455 atkv. eða 66.8% Á kjörskrá voru 7177. Af iþeim greiddu atkvæði 6668 eða 92.9%. Auðir seðlar voru 27 og ógildir 18. Dráffarvélar eru

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.