Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 13

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 13
HUGUR Umfrjálsan vilja 11 komna sjálfstjóm) samræmist því sem þeir telja skynsamlegt (þ.e. gildismati þeirra). Þetta er aftur á móti rangt að þvf leyti að menn hafa yfirleitt ekki fullkomna sjálfstjórn. Skynsemin hefur ekki mátt í hlutfalli við myndugleika. Við rekumst hvarvetna á vanmátt hennar: Það er enginn skortur á dæmum um fólk sem brestur kjark, dugnað og þolinmæði til að gera það sem það veit að er sjálfu því og öðrum fyrir bestu. Að láta stjórnast af skynsemi er það sama og að láta stjórnast af rökum, skynsamlegu gildismati og réttri sýn á veruleikann. Menn taka skynsamlega afstöðu ef þeir eru tilbúnir að breyta henni þegar þeim er bent á ný rök eða nýjar staðreyndir eða veilur í gildismati sínu. Sá sem lætur stjórnast af rökum tekur tali. En séu ástæður manna óskynsamlegar er undir hælinn lagt hvaða áhrif rök hafa á þá. I ljósi þessa ætti það ekki að vera neitt undrunarefni hvað skynsemin má sín stundum lítils, að minnsta kosti eru fæstir neitt hissa á því að röklausar hneigðir (eins og geðvonska, hefnigimi og meðaumkun) og ytri þrýstingur (eins og félagslegur þrýstingur, tíska, hótanir og áróður) hafi stundum meiri áhrif en skynsamlegar ástæður og rök. En er frelsið þá fólgið í því að skynsamleg rök fái sigrast á ytri þrýstingi og röklausum hneigðum? Já og nei. Það er vissulega talið til marks um góða sjálfstjórn að geta hagað sér skynsamlega við erfið skilyrði. En með þessu er ekki sagt að það sé neitt varið í að heyja sífellda baráttu. Best er að vera heill og hreinn, þannig að hvatirnar styðji viljann, og búa í siðuðu samfélagi þar sem aðstæðurnar hvetja menn til þess að haga sér skynsamlega, eða eins og viljinn býður. Þetta má ekki skilja svo að frjáls vilji sé fólginn í því einu að val manns stjómist af rökum eða því sem virðist vera rétt og skynsam- legt. Menn ráða ekki sjálfír vilja sínum nema þeir ráði sjálfir hvað þeim virðist rétt og skynsamlegt. Menn ráða sér ekki sjálfir þótt þeir ráði vali sínu og breyti ævinlega í samræmi við það sem þeir telja best ef vilji þeirra stjórnast af annarlegum ástæðum, t.d. ef einhver getur stjórnað hvað þeir telja best með lyfjagjöf, heilaþvotti eða þvílíkum aðferðum eða ef eigin hagsmunir, ytri þrýstingur eða erfiðar kringumstæður brengla gildismat þeirra og veruleikaskyn. En hvað er að ráða sjálfur vilja sínum? Það er það sama og að móta sjálfur gildismat sitt. Ekki getur verið um það að ræða að menn móti eigið gildismat á annan hátt en þann að þeir reyni að bæta það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.