Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 84

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 84
82 Hlutur ímyndunar í þekkingu HUGUR skynjun og þeir setja sér það verkefni, hvor á sinn hátt, að gera grein fyrir hvemig við getum þá fengið einhverja hugmynd um samhengi í veruleikanum. Báðir telja þeir að ímyndunarafl skipti þar einhverju máli, en með ólíkum hætti. Til þess að ég geri mér grein fyrir að hundurinn sem ég sé nú er hinn sami og ég sá fyrir stundu þarf ég að tengja saman skynjun mína nú og fyrri skynjun mína. Til að sjá að mismunandi einstaklingar eiga eitthvað sameiginlegt og mynda þessvegna eina tegund svo að þeir falla undir eitt hugtak þarf ég að tengja saman hinar mörgu hugmyndir mínar um hina mismunandi einstaklinga. En skynjun mín á mörgum einstaklingum getur hafa orðið við mjög ólíkar aðstæður á mismunandi tímum og skynjanir eru í sjálfum sér sundurlausar. Til að koma á tengslum milli þeirra þarf einhvern annan hæfileika en skynjunina (eitthvað annað en hæfileikann til að skoða eins og Kant myndi segja) og það er ímyndunaraflið, því það er hæfileiki til að færa til hugmyndir og raða þeim upp á nýtt eða, eins og Kant segir, gera sér hugmynd um hlut jafnvel þótt hann sé ekki nærri. Hume telur að ímyndunaraflið tengi saman hugmyndir með þrennskonar hætti: Við tengjum saman hugmyndir um það sem er líkt, það sem liggur saman og við tengjum saman hugmyndir orsakar og afleiðingar. Þannig tengjum við hugmyndir um hinn bláa himin og um bláan fána. Ef við hugsum um herbergi í húsi tengjum við það hugmynd um næsta herbergi í húsinu. Og ef við sjáum eld tengjum við þá skynjun hugmyndinni um hita (orsakatengsl).11 Eftir því sem Hume segir höfum við engar hugmyndir um samhengi í heiminum fyrir utan það samhengi sem ímyndunaraflið skapar meðal hugmynda. Þannig er í stórum dráttum kenning Humes um hug- myndatengsl. Hugmyndatengsl geta verið sterk eða lausleg eins og verkast vill og þessvegna eru hugmyndir okkar um samhengi mis- jafnlega ákveðnar. En strangt til tekið vitum við ekkert um samhengi f heiminum, við trúum bara á það og þessi trú byggir ekki á rökum heldur á ímyndunaraflinu. Kant tekur undir þessa lýsingu í helstu atriðum. Hann er sammála Hume um það, að til að geta gert sér einhverja samhangandi mynd af heiminum þurfi að vera til einhverjar reglur um hvernig hugmyndir 11 Hume ræðir síðan ítarlega um orsakatengsl eins og frægt er og kemur ímynd- unaraflið þar mjög við sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.