Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 44

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 44
42 Tvœr kreddur raunhyggjumanna HUGUR 4. Túlkunarreglur í fyrstu virtist eðlilegast að skilgreina rökhæfingar með tilvísun til skilnings máls. Við frekari úrvinnslu reyndist tilvísun til skilnings fela í sér tilvísun til samheita eða skilgreininga. En skilgreiningar reyndust vera mýraljós, og samheiti reyndust vera best skilin með hjálp fyrirfram tilvísunar til rökhæfinganna sjálfra. Enn á ný stöndum við því frammi fyrir vandanum við rökhæfingar. Ég veit ekki hvort staðhæfingin „Allt sem er grænt hefur rúmtak“ er rökhæfing. Er óvissa mín í þessu dæmi til marks um takmarkaðan skilning, að ég geri mér takmarkaða grein fyrir „skilningi" orðanna „grænt“ og „rúmtak“? Ég held ekki. Vandkvæðin felast ekki í „grænt" eða „rúmtak“, heldur í orðinu „rökhæfing". Oft er gefið í skyn að vandinn við að greina rökhæfingar frá raun- hæfingum í mæltu máli stafi af því hve mælt mál er ónákvæmt og að greinarmunurinn sé skýr þegar við höfum nákvæmt gervimál með greinargóðum „túlkunarreglum". Þarna er hins vegar ruglingur á ferðinni eins og ég mun reyna að sýna. Hugmyndinni um rökhæfingar sem við erum að kljást við er ætlað að fela í sér vensl staðhæfinga og tungumála: staðhæfing S er sögð vera rökhæfing í máli M, og vandinn er að fá vit í þessi vensl almennt, það er, fyrir breyturnar „S“ og „Aí“. Ekki er svo að sjá að þetta sé minna vandamál varðandi gervimál en fyrir raunveruleg. Vandinn við að fá vit í ummælin „S er rökhæfing í M“ þar sem „S“ og „A/“ eru breytur, er jafn illviðráðanlegur þó svo við takmörkum gildissvið breytunnar ,M“ við gervimál. Leyfið mér nú að sýna fram á þetta atriði. Það liggur beint við að Ieita til skrifa Carnaps um gervimál og túlkunarreglur. Túlkunarreglumar hans eru með ýmsu sniði, og til að geta sýnt fram á það sem ég ætla mér verð ég að greina á milli þeirra. Til að byrja með skulum við gera ráð fyrir gervimáli M„ með túlkun- arreglum sem felast í beinni tilgreiningu allra rökhæfinga í M„ með þrepaskilgreiningum eða á annan hátt. Reglumar segja okkur að til- teknar staðhæfingar og aðeins þær, séu rökhæfingar í M„. Nú, hér er vandinn einfaldlega sá að reglumar hafa að geyma orðið „rökhæfing" sem við skiljum ekki. Við skiljum hvaða orðasambönd reglurnar telja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.