Hugur - 01.01.2002, Side 109

Hugur - 01.01.2002, Side 109
Frelsi sem bann gegn þröngvun Hugur stefnumótunar þar sem meginatriðið er að útiloka geðþóttaákvarðanir valdhafa. Engilsaxneska hefðin, sem Thomas Hobbes hefur haft svo mikil áhrif á (jafnvel John Rawls segir að Leviathan sé best bóka um stjórnskipun), telur hvaða inngrip laga og þar með stjórnvalda sem er vera sama eðlis. Allt inngrip (í hinum bókstaflega skilningi Hobbes: Hindrun athafnar) er frelsisskerðing. Ur þessum jarðvegi er sprottið markmiðið um lág- marksríkisvald. Ur því að öll lög skerða frelsi er eina leiðin að hafa sem fæst lög og heimila inngrip í sem fæst viðfangsefni einstaklinga. Pettit hafnar þessu, en telur lýðræðislegt, rökbundið inngrip réttarrík- is fyllilega geta samrýmst frelsi einstaklinga. Þannig nálgast hann, án þess þó að geta þess sjálfur í bókinni, meginlandshugmyndina um rétt- arríkið (þ. Rechtsstaat) en fjarlægist engilsaxnesku hugmyndina (e. rule of law). Þannig fer að skipta máli hvernig ríkið er, hvernig ríkisvaldi er framfylgt fremur en hvar það megi athafna sig og hvar ekki. Leiðar- hnoða Pettits er að koma skuli í veg fyrir geðþóttavald. Vopnaður frels- ishugtakinu bann gegn drottnun verður hann fær um að gefa umfjöllun um hefðbundnar stofnanir ríkisins, dómstóla, ríkisstjórnir og þing ferskt inntak. Ennfremur gerir þetta hugtak honum kleift að leggja til fram- sækna stefnumótun í málefnum sem hefðbundið ríkisvald á vesturlönd- um hefur átt bágt með að bregðast við, s.s. kvenfrelsi og umhverfisvernd. Kenning Pettits er vandlega römmuð af innan þess stjórnkerfis sem öll Evrópa hefur sameinast um með aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu og oft er kennt við frjálslyndisstefnu og stjórnarskrárbundið lýðræði. Stríði hugmyndanna sem Isaiah Berlin skrifaði inn í er lokið að svo miklu leyti sem það varðaði stjórnarfar. Þar er ekki lengur um tvo póla að velja en valið þar með talsvert flóknara og fjölþættara. Veikleiki bók- ar Philips Pettits er að í henni reynir hann að ná utan um flestar hug- myndastefnur sem nú eru uppi í stjórnmálaheimspeki. Fyrir vikið dreif- ist röksemdafærslan og veikist. Hitt er annað að endurskoðun hinnar viðteknu og hefðbundu hugmyndar um „vestrænt“ frelsi var tímabær þegar Quentin Skinner hóf hana á áttunda áratugnum með því að draga fram mikilvægi lýðveldishefðarinnar fyrir þróun engilsaxneskrar stjórn- málaheimspeki. Og þótt Skinner og Pettit séu ekki alveg á einu máli, fínnst mér ljóst að framlag Pettits með bókinni Republicanism er örv- andi, uppbyggilegt og gagnlegt þeim sem áhuga hafa á nýjum hugmynd- um í stjórnspeki. 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.