Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 20
178 DVÖL dimm. Maður sér spölkorn frá sér. En ég er orðinn of þreyttur til þess, að mig langi í nokkurn eltingaleik við þá. Ég geng dálítinn spöl og sezt á stein. Nú sofa ferðafélagarnir svefni hinna réttlátu. Hvernig ætli að þeim yrði við, ef ég væri farinn með hestana, þegar þau vakna? Þokan þynnist og ég sé óravegu. Geysileg hraunbreiða blasir við, og stakt fjall langt í burtu. Getur ver- ið, að það sé Sellandafjall? Eða hef- ir Askja þessa ómælisvídd? Ég tími ekki að vekja Tryggva; hann er far- inn að eldast, og honum veitir ekki af hvíldinni þessa stuttu stund. Svo hverfur allt í þokuna aftur. Nú koma þau út úr tjaldinu. Þok- unni er að létta á ný, og aftur sést niður yfir hraunið. Það er ekki leng- ur nokkur vafi. Þetta er Sellanda- fjall, sem stendur þarna langt á- lengdar, eins og tollheimtumaður. Bláfjall sést nokkuð til hægri, og fleiri Mývatnssveitarfjöll. Það er ekki neinum efa bundið, að við er- um vestan í Dyngjufjöllum. Eftir nálega tveggja tíma hvíld, höldum við af stað. Það er óviðun- andi að snúa heim, án þess að gera tilraun til þess að komast í Öskju. Við leggjum upp á fjöllin, sunnan við Jónsskarð, það er nú sennilega stytzta leiðin. Fjöllin eru dálítið öldótt, en færðin sæmileg og veðrið ágætt. Þó ekki sólskin, en nokkuð bjart. Við erum stödd á austurbrún fjallanna. Brekkan sýnist ekki næsta há, en nokkuð brött. Hér fer eins og alltaf, þegar lýsa skal því, sem stórfenglegt er og áhrifaríkt. Orðin megna ekki neitt. Þau verða eins og máttlaus og dauð. í megin- dráttum er Askja eins og gömul smjöraskja í lögun og snýr frá norðri til suðurs. Af fjallabrúninni sýnist botninn ein flatneskja,þakin svörtu, gróðurlausu hrauni. Fjöllin í kring eru dálítið hnjúkótt — eins og risar á verði. Þorvaldstind, við suðurenda Öskju, ber einna hæst. Austur með honum gengur Öskju- vatn og nær alla leið austur að fjöllunum. Það er einkennilegt og allstórt. í því er kolsvört, einmana- leg ey, sem myndaðist við gosið 1922. Við höfum farið af baki og stönd- um hugfangin. En við fáum ekki að sjá þetta nema í svip. Þokuveggur- inn er kominn að norðurenda Öskju, jafn snemma og við á fjalla- brúnina. Tjaldið er dregið fyrir eins og í leikhúsi, hlífðarlaust og rólega. Eftir á að gizka fimm mínútur er allt horfið. Við stöndum á fjalla- brúninni, umvafin þokunni í svöl- um norðankaldanum. Fyrirheitna landið fengum við aðeins að sjá eitt augnablik, en ekki að stíga þangað fæti, fremur en Móses forðum, hvort sem það hefir nú verið fyrir sömu sök. Hestarnir eru greiðari i spori til baka. Þegar við komum vestur á brúnina, skín sólin gegnum þokuna. Útsýnið til norðvesturs er dásam- legt. Allt er sveipað einkennilega fagurblárri töframóðu, sem ég hefi aldrei séð neitt líka annars staðar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.