Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 35
D VÖL 193 og hve dimmir sem dagarnir verða. Bærinn Brekka stendur viö Bitrufjörð að vestanverðu. Þar er næðingasamt í norðanátt og brimsúgur, því að þetta er fyrir opnum Húnaflóa. Á Brekku er víð- sýnt til suðurs, austurs og norðurs, en í vesturátt takmarkast útsýnið af brún þeirri, er bærinn stendur undir og er áframhald af Bitru- hálsi, sem endar út á Ennishöfða og skilur á milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar. En að sunnanverðu er það Víkurhöfði, sem skilur milli Hrútafjarðar og Bitru. Sumum þykir fallegt á Brekku, en um það eru þó skiptar skoð- anir. Vornætur eru þar fallegar í góðu veðri, þegar sól er í hafi. Þeir, sem hafa alizt upp á Brekku og vakað þar yfir túninu að vor- inu, munu ekki gleyma þeirri sjón, þegar sólin rís úr hafi, né lágnætt- iskyrðinni, þegar allt hlustar og bíður eftir andardrætti lífsins: sólaruppkomunni. Þetta eru æskustöðvar Ólafar. Þar mótast hún bæði af heimili sínu og náttúrunni. Hafstormarn- ir og brimið herða hugann, geisl- ar miðnætursólarinnar milda og friða skapið, og lognsléttur sjór eykur ró og jafnvægi sálarlífsins. Ég hefi getið þess, að Brekku- börnin voru mannvænleg og sum með afbrigðum. En einn bróðirinn var þeim ólíkur; hann var aum- ingi eða fáviti, sem kallað er. Hann hét Gissur. Um orsakir til þess, að þannig var, vissu menn ekki, nema hvað fólk ímyndaði sér, að hann hefði verið umskiptingur. Fyrr á tímum var oft talað um það. Sumir sögðu, að hann hefði ekki mátt heita þessu nafni. Sá, sem hann hét eftir, hefði lagt 'bann við að láta hann heita eftir sér. En svo voru aðrir, sem sögðu, að hann hefði orðið svona eftir veikindi, þegar hann var lítið barn. Gissur gat unnið flesta algenga útivinnu við tilsögn annarra, en ekki gat hann lært neitt bóklegt, nema „Faðir vor“, og með það var hann fermd- ur, þá kominn yfir fermingarald- ur. Naumast er hægt að hugsa sér meiri andstæður en þessi tvö syst- kyni, Ólöfu og Gissur. Eitt var þeim þó sameiginlegt. Þau voru bæði há vexti. Svo var það ekki annað. Hún, glæsileg stúlka, andlitsbjört og dökkhærð, með bogadregnar auga- brúnir yfir hýrum og fallegum augum, en hann með slappa, ein- kennilega andlitsdrætti, sljó augu og flóttaleg og allar líkamshreyf- ingar fálmkenndar og stirðar. Séra Brandur Tómasson fermdi þau Ólöfu og Gissur, og mér hefir verið sagt, að þau hafi bæði veriö fermd í sama sinn. Inntakið í fermingarræðunni voru þessi orð hins forna spá- manns: „Skyldi leirkerið segja við þann, sem bjó það til: Því gerðir þú mig svona?“ Það var eðlilegt, að presturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.