Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 28
186 D VÖL aður. Hendur hans báru vott um stranga vinnu. Hann gat ekki rétt alveg úr þeim, svo að það leit út fyrir, að hann hefði erfiðað mikið um dagana. Ennþá var hann fíl- hraustur, þótt hann væri hvítur fyrir hærum. Eftir hálfsmánaðartíma fór Lavst Eiríksson að stunda vinnu. — Það sýndi sig, að hann var vel liðtækur til allra verka, ef aðeins menn gátu fengið hann til þess að vera ekki stöðugt að endurbæta, og bollaleggja um áhöld öll og að- ferðir. Ekkert var eins og það átti að vera, og ekkert fannst honum ganga nógu vel. Hann lét hestana brokka, þegar hann ók út mykj- unni, ef honum var leyft það. Gneistarnir hrukku af tinnustein- unum, þegar hann var að plægja. Hreyfingar hans voru eins og hann kæmi úr eldsvoða og væri að sækja ljósmóður. Menn hlógu íbyggnir að honum. Hann var kaldranaleg- ur og stuttur í spuna, þó að eng- inn legði neitt misjafnt til hans, og menn hentu líka gaman að því. Menn hermdu eftir hvefsni hans. Það var lengi siður að hreyta út á milli tannanna „naw“, þegar menn voru spurðir um eitthvað og vildu vera fyndnir. Hann varð enn þögulli, þegar hann fann, að hann var álitinn sérvitringur. Gætið fólk bar samt virðingu fyr- ir gullnemanum. Auðséð var, að hann hafði lært meira í Vestur- heimi en hann lét uppi. Eitt sinn átti að fella stórt og gamalt tré á bæ einum. Gullneminn var stadd- ur þar af tilviljun. Hann tók öx- ina, sem auðvitað var ekki nógu góð, en þá var sjón að sjá hann! Augun tindruðu. Hann gekk um- hverfis tréð og beitti öxinni eins og skilmingamaður, sem skipt.ir um stöðu og leitar lags. Það var furðulegt að sjá, hvernig hann handlék öxi. Hann var laginn og hafði tamið sér alls konar listir, þar sem hann hafði verið. Ný að- ferð, sem hann kenndi fólki við að hnýta saman reipi, hélzt við í sveitinni, og var sá hnútur nefnd- ur „gullnemahnútur“. Það var venjulegt hálfbragð. Hann var góður veiðimaður og skaut mikið af öndum úti á firðinum. Sagt var, að hann ginnti þær nær með því að garga eins og önd, og það þótti mörgum ískyggilegt. Hann átti kynlegt úr, sem sýndi bæði mán- uðina og dagana í árinu. Enginn skildi, hvernig hægt væri að láta klukku ganga svo lengi. Þegar gullneminn hafði veriö nokkra mánuði heima, fór hann að grafa upp kalkleir. Frá fyrstu tíð höfðu það aðeins verið djarfir náungar, sem gáfu sig í það. Kalk-- leirsgrafari var álitinn harðjaxl í fyllsta mæli. Kalkleirinn er tekinn upp á tvennan hátt: annað hvort í opn- um gröfum, sem allt af er hætt við að falli saman, eða í lokuðum göngum, en það álíta kunnugir ör- uggara. Þá er aðeins gerð dálítil hola niður í leirlagið. Niðri í henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.