Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 5

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 5
SKUTULL 5 V arst þú ekki lítil, Hanna mín, þegar þú komst hingað til Ameríku ,spurði ég. — Nei, svaraði hún. Svo lét hún saumaskapinn síga niður á kjöltu sína og horfði á mig stórum, al- varlegum augum. — Nei, ég var stór stúlka, — átta ára gömul. — Átta ára! Og það finnst þér vera stór stúlka? — Já, það finnst mér, sagði Banna. En það er nú vegna þess, að þegar lítið bam fæddist í hús- inu heima í gamla landinu, þá varð átta ára stúlka allt í einu stór. Það voru engin önnur ráð, — hver hefði annars átt að hjálpa mömmu? — Já, auðvitað skil ég það. — En komstu ekki hingað með foreldrum þínum, sagði ég í von um að fá Hönnu til þess að segja mér sögu sína. — Nei, -— pabbi og mamma vom þá dáin. Frænka sótti mig. Það kostaði 28 dollara, — en hún gerði það nú samt. — Þú átt þó ekki við, að mað- ur hafi getað farið til Noregs og til baka aftur fyrir eina 28 doll- ara? Jú, í þá daga var það hægt. Þá fékk maður að hafa með sér nest- ispoka, skilurðu. Það var nú samt ekki svo mikil þörf á því. Og Hanna dró sig saman í herðunum til þess að gefa orðum sínum fyllri þýðingu. — Frúin veit, að matar- lystin er ekki á marga fiska á sjónum. — Já, hamingjan hjálpi mér, sagði ég, og gerði ósjálfrátt sömu hreyfingu og Hanna, og síðan hlógum við báðar. — Ég gæti sagt frúnni, hvernig það atvikaðist, að ég kom hing- að, — en . . . Hanna þagnaði eins og til þess að leita að viðeigandi orðum. — En það er sorgleg saga, ef ég má taka þannig til orða. — Segðu mér hana samt sem áður. — Frásagnargáfan er nú ekki mikil, en ég skal segja söguna eft- ir beztu getu, — méira getur eng- inn heimtað. — Pabbi var fiskimaður og oft- ast langdvölum að heiman. Stund- um kom hann ekki heim vikum saman, þegar vont var veður. Hanna þagnaði ofuralitla stund, síðan hélt hún áfram og talaði lægra, næstum afsakandi: — Mamma var mjög falleg. — Við vorum fjögur systkinin. — Olga sex ára, Hilda fjögra ára og Jens, — já, Jens var bara smá- barn á öðru árinu. — Við bjuggum í húsi nálægt sjónum. Það var Íítið hús. En rétt við húsið var stór skemma með steingólfi. Þar hafði einhvem tírna verið birgðageymsla. Hurðin var í tvennu lagi, og ef maður opnaði efri hurðina, þá sýndust dymar vera gluggi. Þarna rétt hjá var höfn, þótt hún væri nú ekki lengur notuð. Hún hafði verið byggð í sambandi við náimu, sem hætt var að starf- rækja. En á sumrin komu stór ferða- mannaskip með hópa af ferðafólki, sem fór i land og gekk upp í fjöll- Þegar in. Mamma seldi því kaffi og kök- ur. En það var ekki þess vegna, sem við bjuggum í þessu afskekkta húsi. Það var vegna hafnarinnar, skilurðu. Hennar vegna gat pabbi komið heim frá fiskiveiðunum, án þess að þurfa að ganga langar leiðir. Frúin skilur, að það voru ekki góðir vegir þarna norður frá í þá daga, sérstaklega á veturna í snjóum og byljum. Þá gat færðin orðið erfið og stundum beinlínis hættuleg. Maður gat skyndilega hrapað niður í gjá eða spmngu, sem hulin var fönninni. Einu sinni seint um haust sagði pabbi: — „Hvemig verður það nú í vetur?“ „Það veit ég ekki“, svar- aði mamma, „en við reynum, það sem við getum og látum svo sjá til.“ Og síðan fór pabbi að heiman á bátnum, en mamma ofkældi sig og fékk hósta. Hún fékk í lungun. Hún varð veikari og veikari. Að síðustu gat hún ekki staðið á fót- unum, hún var svo máttfarin. Þá lagðist hún fyrir á legubekkinn í eldhúsinu og kenndi mér að vinna húsverkin og annast um litlu syst- kinin. — En hvað höfðuð þið til að borða, og hvernig gátuð þið hitað húsið ? — Við áttum nóg af brenni og svo áttum við þurrkaðan fisk og hrísgrjón í grauta. Og einn dag sagði mamma: „Ilanna mín, nú ert þú orðin stór stúlka, og ég þarf að segja þér dá- lítið. Það getur orðið langt, þar til pabbi þinn kemur heim. Veturinn er að byrja, og ég mun eiga skammt eftir ólifað.“ „Hanna“, sagði hún, „þú verður að lofa mér því að verða ekki hrædd, þó að ég verið hvít eins og snjórinn og hætti að tala nokkurt orð framar. Systkinin gætu orðið hrædd, þau eru svo lítil, og ég vil ekki hræða litlu börnin mín.“ — Já, og svo sagði hún mér, hvað ég ætti að gera. — Ég átti að loka augunum á henni, kross- leggja hendurnar og binda þær saman, og að lokum átti ég að loka skemmudyrunum. — Skemmudyrunum ? — Já. Hanna var aftur tekin til að sauma, og hún saumaði svo hratt, að ég bjóst við, að hún mirndi slíta þráðinn . Svo hélt hún áfram. Röddin var lægri en áður: — Það liðu nokkrir dagar, og Hanna eitt kvöld bað mamma mig að ná í bezta náttkjólinn sinn, og ég hjálpaði henni í hann. Síðan kyssti hún litlu systurnar, án þess að vekja .þær. Því næst settist hún á pallinn hjá eldavél- inni og bað mig að leggja Jens litla í kjöltu sína. Hún reyndi að róa með hann og syngja yíir hon- um lítið vers. En hún var svo máttfarin, að ég varð að taka drenginn aftur. Svo batt hún yfir mig sjial, og svo stóð hún upp og studdi sig þungt á axlir mínar, — og síðan gengum við út í skemmuna. Mamma stóð berfætt á köldu steingólfinu, — bara í náttkjóln- um einum. Það var fallegasti nátt- kjóllinn hennar með knipplingum í hálsinn og á ermunum. Næst segir hún mér að leggja straubrettið yfir tvo stóla, hún skyldi reyna að hjálpa mér ofurlít- ið, því að brettið var svo stórt og þungt. En þá byrjaði hún að hósta. Og hún varð að grípa í dyrastaf- inn til þess að hníga ekki í gólfið. Þarna stóð hún andartak og horfði yfir veginn og upp eftir f jallinu hvítu og kuldalegu í tungl- skininu. Það var blóð á vörunum á henni, og hún þurrkaði það af sér með snjó. Einhvern veginn komum við svo brettinu upp á stólana, og ég breiddi lak yfir það og lét kodda á annan endann. Svo lagðist mamma á brettið, en ég breiddi annað lak yfir hana. „Mamma", sagði ég, „nú ætla ég að ná í eitthvað hlýtt og breiða yfir þig.“ „Nei“, sagði hún og talaði svo lágt, að ég varð að leggja eyrað við munninn á henni til þess að heyra, það sem hún sagði. „Ég varð að fara hingað út, meðan ég hafði þrek til, og nú vil ég fara fljótt á burtu. Það gengur fljótar, ef mér er kalt.“ „Hanna, — Hanna, — stóra stúlkan mín,“ segir hún. „Ef þú vissir bai’a, hvað ég treysti mikið á þig!“ — Svo settist ég hjá mömmu og hélt í höndina á henni. Eftir stutta stund var hún orðin köld. Ég reyndi að nudda hana og strjúka, en hún varð bara kaldari og kald- ari. Þá setti ég munninn við lófa hennar og andaði í hann, — það var einnig þýðingarlaust, — henni hitnaði ekki aftur. Þá tók ég sunudagsvasaklútinn hans pabba og breiddi hann yfir andlitið á henni, lagði'hendurnar í kross á brjóstinu og batt yfir þær með svuntulinda. Ég fór síðan inn í húsið og vermdi mig dálitla stund við elda- vélina. Þegar mér var farið að hlýna, tók ég hárgreiðuna og fór út til mömmu aftur, Ég settist hjá henni og greiddi hárið hennar og fléttaði það í tvær stórar fléttur, alveg eins og ég hafði gert á hverjum degi, með an hún var veik. Hún hafði svo fallegt hár, hún mamma. Það var þykkt og svo var lítil sítt, að hún gat setið á því. Það var koparlitur á því, — fast að því að vera rautt. Og svo lokaði ég skemmunni og smaug undir sængina hjá litlu systkinunum til þess geta vermt þau. Daginn eftir sagði ég við litlu börnin, að mamma hefði fai'ið í ferðalag. Þau grétu dálítið, aumingjarn- ir, en þögnuðu þó fljótlega. Mamma hafði legið svo lengi á legubekknum í stofunni, til þess að þau skyldu ekki sakna hennar eins mikið, þegar hún væi’i farin. — Já, ég lagaði mat, annaðist litlu systkinin og lék við þau, — og þannig liðu nokkrir dagar. Það hafði kólnað í veði’i ennþá meii’a, og oftast nær var hi’íðarveður og bylur, svo að enginn átti leið þama um. Þegar börnin voru sofnuð á kvöldin, smaug ég út í skemmu til þess að athuga, hvort allt væri eins og það átti að vera hjá mömmu. Stundum var tunglskin, en oftast vai’ð ég að kveikja ljós. Hanna hafði sagt frá þessu öllu án blæbrigða í röddinni, — næst- um vélrænt. En nú lækkaði hún i’óminn, og i’öddin varð persónu- legri: — Enn þann dag í dag fæ ég sting í hjartað, þegar ég sé kveikt á kerti. Hún sat þögul andartak og stai'ði fram undan sér. Síðan hélt hún áfram: — Og svo batnaði veðx'ið ofur-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.