Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 3

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 3
iis m. J Ó L Það var svo lítill ys, ekkert glingur, glys né skraut, í gömlu skýli hjarðmanna frá Betlehem — það sinni, er kona ól þar barnið sitt V blessaða, við þraut, — eins og börnin hafa fæðst í veröldinni. Allt varð unaðsbjart, svo að undrun greip þá menn, sem einir vöktu og gættu starfa sinna.-------- — Þannig koma jólin til allra í heimi enn, sem eru á verði og störf sín trúir vinna. En himininn er gjöfull. Það glóði stjarna björt, og geislum sínum stráði yfir heiminn, svo dýrðarskær varð Austurlanda-nóttin skuggasvört. — Og nú barst englasöngurinn um geiminn. í gegnum vitsins hroka ei getur skinið sól, og guðdómur með reikningslist aldrei verður skilinn. í hreysi jafnt og hallir koma helg og blessuð jól, ef hugurinn er barnslegur og þráir jólaylinn. Sveirin Gunnlaugsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.