Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 11

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 11
SKUTULL 11 Billy Rose: ^íðustu HemenduiHÍl 1 þeim hluta Austur-Evrópu, sem Ferenc Hrdlyka, kennari, átti heima í, var litið upp til hans sem eins snjallasta uppeldisfræðings síns tíma. Þegar S.S.-menn Hitlers ruddust inn í föðurland hans árið 1941 fluttu þeir hann í fangabúðir og fanganúmer var brennimerkt á handlegg hans. Hugsjúkir vinir hans og starfsbræður í Ameríku og Evrópu óttuðust, að þeir mundu aldrei fá að sjá hann framar. En Hrdlyka var bjargað, her- sveitir Bandamanna fundu hann, er þær árið 1945 náðu Dachau- fangabúðunum á sitt vald. Þegar fréttin barst til amerískra vina hans heppnaðist þeim að fá því áorkað, að hann fengi að flytjast til Bandaríkjanna. Fáum mánuðum eftir frelsunina úr fangabúðum nazistanna stóð þessi aldni skólamaður á þilfari eins hinna stóru Atlantshafsskipa og sá skýjakljúfa New York- borg- ar nálgast. Allir gömlu vinirnir hans og kunningjarnir frá árunum fyrir styrjöldina stóðu á hafnarbakkan- um til þess að bjóða hann vilkom- inn, meðal þeirra var öldruð syst- ir hans, en á friðsælu heimili henn- ar átti hann að dveljast það sem hann ætti eftir ólifað. Djúpt snortinn þakkaði Hrdlyka á ágætri ensku fyrir þessar inni- legu móttökur, síðan ók hann ásamt með systur sinni til nýja heimkynnisins, er var í einu af út- hverfum New York. Daginn eftir fékk Hrdlyka sér hressingargöngu til skemmtigarðs, sem var þar í grenndinni. Hópur ungra drengja fór þá að hrópa á eftir honum, er þeir sáu útlend- ingslegan klæðaburð hans og hvíta skeggið. „Sjáið hann, Pólverjann," hróp- aði einn strákanna. „Hvað ert þú að flækjast hérna í garðinum okk- ar, bjánalegi Pólverjinn þinn?“ Gamli maðurinn brosti til drengjanna, síðan settist hann á bekk, tók útskorna reykjapípu upp úr vasa sínum og kveikti í henni. Er hann hafði setið þarna stundar- kom og virt fyrir sér leiki barn- anna, reis hann á fætur og gekk hægum skrefum út úr garðinum. Börnin fylgdu honum strax eftir og gerðu gys að sérkennilegu höf- uðfati hans og óstyrku göngulagi. Þegar gamli kennarinn birtist daginn eftir í skemmtigarðinum brosti hann til barnanna eins og ekkert hefði í skorizt. Þau hróp- uðu ókvæðisorð á eftir honum eins og áður, en þau áttu bágt með iað skilja það, hvers vegna gamli mað- urinn hélt áfram að brosa til þeirra. Og þannig leið einn dagurinn af öðrum. En fljótlega hættu börnin að hrópa á eftir þessum merkilega útlendingi, sem aðeins brosti vin- gjiarnlega til þeirra, og þessu lauk þannig, að þau byrjuðu að brosa feimnislega til hans. Einn daginn kom gamli maður- inn ekki í garðinn. Margir dagar liðu án þess að hann kæmi, og bömin fóru að spyrjast fyrir um hann í hverfinu. Loksins fengu þau vitneskju um, hvar hann bjó, og hringdu þar dyrabjöllunni. Systir hans kom til dyra. Hún var í sorgarklæðum. „Bróðir minn lézt fyrir tveim dögum,“ sagði hún börnunum. „Við sáum hann ætíð í skemmti- garðinum", sagði einn drengjanna. „í fyrstunni gerðum við grín að honum.“ „Af hverju hélduð þið því ekki áfram?“ spurði systir hans. „Það veit ég ekki,“ svaraði drengurinn. „Okkur var farið að þykja vænt um hann.“ Gamla konan brosti með sjálfri sér þegar hún lokaði dyrunum. Hún vissi, að bróðir hennar hafði kennt þessum börnum dá- lítið, sem þau mundu aldrei gleyma. Og ef til vill fór bezt á því, að þau fengju ekki að vita, að sá lærdómur var örugglega sprott- inn af hreinni tilviljun. Því síðan böðlar nazistanna mis- þyrmdu Ferenc Hrdlyka hafði hann verið algjörlega heyrnarlaus. HátiOagnOsþj ónnstur Isaf jörður: Aðafangadagskvöld kl. 8. Jóladagur* kl. 1,30. Jóladagur kl. 2,30 Sjúkrahúsið. Annan jólad. kl. 11 Elliheimilið. Gamlárskvöld kl. 8. Hnífsdalur: Aðfangadagskvöld kl. 6. Jóladagur kl. 4. Gamlárskvöld kl. 6. Suðavík: Annan jóladag kl. 2. Ögur: Nýársdagur kl. 2. * Munið breyttan messutíma á jóladag í ísafjarðarkirkju. Islenzk baðstofa. Hjálpræðisherinn, Isafirði Jóla- og nýársdagskrá 1960—’61. Sunnudaginn 18. des. kl. 8,30: Samkoma. Fyrstu tónar jólanna sungnir. Kveikt á jólatrénu. Jóladaginn kl. 8,30: Hátíðarsamkoma (jólafórn). Annan í jólum kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Þriðjudaginn 27. des. kl. 4: Jólatréshátíð í Skutulsfirði. (Fyrir börn og fullorðna). Fimmtudaginn 29. des. kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Nýársdaginn 1. jan. kl. 8,30: Hátíðarsamkoma. Þriðjudaginn 3. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Hnífsdal. (Fyrir böm og fuilorðna). Miðvikudaginn 4. jan. kl. 8,30: Jólafagnaður Heimilasambands- ins. Fimmtudaginn 5. jan. kl. 3: Jólatréshátíð fyrir aldrað fólk. Föstudaginn 6. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Bolungavík fyr- ir fullorðna. Laugardaginn 7. jan. kl. 8,30: Síðasta jólatréshátíðin fyrir al- menning. Sunnudaginn 8. jan. kl. 8,30: Hjálpræðissamkoma. Deildarstjórinn, brigader Frithjof Nilsen, kemur í heimsókn til ísa- fjarðar um áramótin og stjórnar og tialar á jólatréshátíðunum þessa daga. Verið hjartanlega velkomin á þessar hátíðarsamkomur! Jól fyrir bömin 1960—’61. Annan í jólum kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (efri bær). Miðvikudaginn 28. des. kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (neðri bær). Föstudaginn 30. des. kl. 2: Jólatréshátíð fyrir kærleiks- bandið og drengjaklúbbinn. Sunnudaginn 1. jan. kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 4 Sunnu- dagaskóli í Hnífsdal. Mánudaginn 2. jan. kl. 2: Almenn jólatréshátíð fyrir börn (efri bær). Þriðjudaginn 3. jan. kl. 2: Almenn jólatréshátíð fyrir börn (neðri bær). Föstudaginn 6. jan. kl. 4: Jólatréshátíð í Bolungavík fyrir börn. Laugardaginn 7. jan. kl. 2: Síðasta jólatréshátíðin fyrir börn. Sunudaginn 8. jan. kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 4 Sunnu- dagaskóli í Hnífsdal. Aðgangur kr. 3,00 að öllum jóla- tréshátíðunum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.