Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 12

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 12
12 SKUTULL Jóh. Gunnar Ölafsson, bæjarfógeti: Bæjarstjórn ísafjarðar fjrrir hálfri öld - 1910 - Magnús Torfason. Fyrir fimmtíu árum var bæjar- stjóm ísafjarðar skipuð 6 mönn- um, kosnum leynilega við almenn- ar kosningar af þeim bæjarbúum, sem voru 25 ára að aldri og borg- uðu 4 krónur í bein bæjargjöld. Bæjarfulltrúar voru kosnir til sex ára og skyldi helmingur þeirra fara frá eftir 3 ár. Bæjarfógeti átti einnig sæti í bæjarstjórn og hafði þar forsæti og atkvæðisrétt. Auk þess átti sóknarprestur sæti í bæjarstjóm, þegar fjallað var um fræðslumál- efni, og tók það sæti seinna for- maður skólanefndar. Upphaflega var bæjarstjórn sett á stofn á ísafirði með tilskipun frá 26. janúar 1866 og vom þar ákvæði um skipun hennar og starfssvið. Þá áttu bæjarfulltrúarnir að vera 5 og var kjörtímabil þeirra 5 ár, og auk þess átti bæjarfógeti sæti í bæjarstjóm. Síðan vom bæjarstjórnarlögin endurskoðuð og sett ný lög um bæjarstjórn í ísafjarðarkaupstað 8. október 1883, og var þá tölun- um breytt eins og að ofan greinir. Þau lög tóku gildi 1. janúar 1885 og vom enn gildandi 1910, nema hvað 10. nóvember 1903 vom sett lög um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjóma í kaupstöðum og fyrirskipuð lista- kosning. Áður hafði kosningin far- ið fnam í heyranda hljóði þannig að kjósandinn lýsti því yfir, ann- aðhvort munnlega fyrir kjör- stjóminni, eða á ólokuðum seðli, hvem hann vildi kjósa. Þessi skipun hélzt þangað til sett voru lög nr. 50, 3. nóvember 1915 um breyting á lögum 8. okt. 1883 um bæjarstjórn í Isafjarðar- kaupstað, sem gengu í gildi 1. jan. 1916. Tala bæjarfulltrúa var þá hækkuð í 9 og var kjörtímabilið ákveðið 3 ár og átti að kjósa þriðjung fulltrúanna í einu. Um þessar mundir vom engir varafulltrúar kosnir. Það var ekki fyrri en með lögum nr. 59, 14. júní 1929, að ákveðið var, að kjósa skyldi varafull- trúa í bæjarstjórn um leið og aðalfuHtrúar voru kosnir. Á þessum ámm, um 1910, var naumast um skiptingu eftir stjórn- málaflokkum að ræða að því er kom til bæjarmálefna. 1 landsmál- um vom Sjálfstæðisflokkurinn og Heimastjómarflokkurinn á önd- verðu meiði. Stefnumál þeirra mörkuðust af afstöðunni til Dana. Þó var tekið að brydda á andstöðu borgaranna og alþýðuflokks- manna, eins og það var nefnt, um þessar mundir, en flokkaskipting var þá ekki komin í fast horf. 1 vikublaðinu Degi, sem Guðmundur Guðmundsson skáld stjórnaði, var í tilefni af kosningum í niðurjöfn- unamefnd árið 1909 rætt um það, að auðsætt væri, að alþýðuflokk- urinn í bænum mætti ekki láta kosninguna afskiptalausa. Mælti blaðið með mönnum, sem einarð- lega hefðu haldið uppi merki al- þýðuflokksins og verið ömggir bakhjarlar smælingjanna. Gerði Vestri, vikublað, sem einnig kom út um sömu mundir, mikið spott að afrekum þeirra alþýðuflokks- manna. En ekki leið á löngu að ákveðin flokkaskipting myndaðist í bæjar- málefnum. Hinsvegar var það algengt, að félagasamtök komu sér saman um framboð. T. d. var Magnús Ólafs- son, prentsmiðjustjóri, í framboði af hálfu Templara, þegar hann var kosinn í bæjarstjórn árið 1903. Einnig mun Iðnaðarmannafélag Isafjarðar hafa staðið iað fram- boðum í bæjarstjóm. Verður nú vikið að og sagt frá þeim mönnum, sem skipuðu bæj- arstjórn ísafjarðar árið 1910, en þeir voru sex, eins og áður segir, auk bæjarfógeta. Að vísu urðu bæjarfuUtrúamir 7 þetta ár, því Jón Laxdal, verzlunarstjóri, flutti burtu á árinu, en Ingvar Vigfús- son, blikksmiður, var kosinn í hans stað. Bæjarfulltrúarnir vom þessir: Magnús Torfason, bæjarfógeti. Oddviti bæjarstjómar 1904— 1921. F. 12. 5. 1868. D. 14. 8. 1948. Foreldrar: Torfi Magnússon, verzlunarmaður og veitingamaður í Vestmannaeyjum og Reykjavík og Jóhanna Sigríður Margrét Jó- hannsdóttir. Kona 1895: Thora Petrine Cam- illa Stefánsdóttir Bjarnarsonar sýslumanns. Þau skildu. Börn: 1. Jóhanna Dagmar, lyf- sali, gift Óskari Einarssyni, lækni. 2. Brynjólfur, tryggingafulltrúi. Magnús lauk lögfræðisprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1894 og var sama árið settur sýslu- maður í Rangárvallasýslu. Hann var skipaður sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isa- firði frá 1. ágúst 1904 og sýslu- maður í Ámessýslu frá 1. júní 1921, en fékk lausn frá embætti ár- ið 1936. Magnús var alþingismað- ur Rangæinga 1900—1902, ísfirð- inga 1916—1919, Árnesinga 1923 —1934 og landskjörinn alþingis- maður 1934—1937. Hann var for- seti sameinaðs Alþingis 1927—: 1929 og átti sæti í bankaráði Út- vegsbankans 1936—1943. Meðan Magnús var á ísafirði lét hann mikið að sér kveða í mál- efnum bæjarins. Hann þótti harð- ur í horn að taka, ef svo bar und- ir, enda stórbrotinn. Hann var reglusamur um embættisstörf og mikill starfsmaður. Mikill styr stóð ætíð um hann í opinberum málum og mun hann verða lengi minnis- stæður. Ámi Gíslason, yfirfiskimatsmaður. BæjarfuUtrúi 16. 2. 1905—1915. F. 14. 5. 1868. D. 9. 7. 1952. Foreldrar: Gísli Jónsson, for- maður, smiður og bóndi að Eiði, Kálfavík o. v. og Solveig Þorleifs- dóttir. Kona 1889: Kristín Sigurðar- dóttir frá Hörgshlíð. Börn: 1. Steinunn d. 1890, 2. Solveig, kona Karls Petersens, stórkaupmanns, 3. Gísli Þorsteinn ísfjörð, vélstjóri, 4. Kristín Berg- Árni Gíslason. þóra, kona Matthíasar Sveinsson- ar, kaupmanns, 5. Ingólfur, for- stjóri. Árni byrjaði ungur að stunda sjó. Átján ára gamall gerðist hann formaður og var við formennsku í 24 ár. 1 nóvember 1902 setti hann vél í sexæring sinn og Sofusar J. Nielsen, verzlunarstjóra. Var það fyrsta vélin, sem sett var með árangri í fiskibát á íslandi. Ámi fluttist árið 1890 til ísafjarðar og gerðist þá fiskimiatsmaður hjá Hæstakaupstaðarverzlun á sumr- um, en stundaði sjóinn vetur, vor og haust. Hann var 1. desember 1912 skipaður yfirfiskimatsmaður í Vesturlandsumdæmi. Tvisvar fór hann til Spánar og Italíu til þess að kynna sér óskir fiskkaupenda og kröfur um fiskimat. Hann lét af störfum í árslok 1938. Árni hafði mikil afskipti af atvinnumál- um Isafjarðar og átti þátt í og var í stjórn margra atvinnufyrirtækja. Hann gekk í góðtemplararegluna 1898 og starfaði mikið í henni. Árni skrifaði minningar sínar og nefndi Gullkistuna. Árni var mikill atorkumaður og áhugasamur um almenn félagsmál. Séra Guðmundur Guðmundsson, forstjóri. Bæjarfulltrúi 4. 1. 1909—1918. F. 7. 7. 1859. D. 2. 1. 1935. Foreldrar: Guðmundur Eiríks- son bóndason á Litlu-Giljá í Húma- vatnssýslu og Kristjana Jónsdótt- ir. Kona 1889: Rebekka Jónsdóttir Sigurðssonar á Gautlöndum. Börn: 1. Jón, endurskoðandi, 2. Steingrímur, prentsmiðjustjóri, 3.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.