Skutull

Volume

Skutull - 24.12.1960, Page 3

Skutull - 24.12.1960, Page 3
iis m. J Ó L Það var svo lítill ys, ekkert glingur, glys né skraut, í gömlu skýli hjarðmanna frá Betlehem — það sinni, er kona ól þar barnið sitt V blessaða, við þraut, — eins og börnin hafa fæðst í veröldinni. Allt varð unaðsbjart, svo að undrun greip þá menn, sem einir vöktu og gættu starfa sinna.-------- — Þannig koma jólin til allra í heimi enn, sem eru á verði og störf sín trúir vinna. En himininn er gjöfull. Það glóði stjarna björt, og geislum sínum stráði yfir heiminn, svo dýrðarskær varð Austurlanda-nóttin skuggasvört. — Og nú barst englasöngurinn um geiminn. í gegnum vitsins hroka ei getur skinið sól, og guðdómur með reikningslist aldrei verður skilinn. í hreysi jafnt og hallir koma helg og blessuð jól, ef hugurinn er barnslegur og þráir jólaylinn. Sveirin Gunnlaugsson.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.