Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 3
Séra Stefán Lárusson, Núpi: Jólahug leiði ng Matt: 2. 9. Ennþá einu sinni nálgast stjama jólanna með birtu sína og helgiblæ. Hversu mörgu sinni hefur hún skinið yfir kynslóð- um jarðar og fært þeim ómælandi birtu og fögnuð? Hversu mörgum hefur hún vísað veginn — eins og vitringunum aust- urlenzku forðum —, veginn til hans, sem á í sér fólgna upp- sprettu allrar þeirrar gleði og birtu, sem jólunum er tengd? Og þó hefur ekki á það skort á hverri tíð, að einhverjir hafi ekki viljað skyggja á jóiastjörnuna, byrgja fyrir skin hennar og birtu. Heródes er enganveginn sá eini, er það vildi. Margir hafa síðan tekið upp merki hans hvað það snertir. Hvar- vetna þar sem andi Heródesar ræður ríkjum, hvort heldur er í glæstum og skarti hlöðnum salarkynnum eður ei, þar er skini jólastjörnunnar bægt frá, þar er jólabarninu óheimil dvalar- vist, þar á fögnuður og helgiblær jólanna ekkert griðland. Reynsla kynslóðanna ber þessari sannreynd óhrekjanlegt vitni. Sú reynsla segir oss og, hvað þessir arftakar Heródesar hafa gefið íólkinu í stað jólanna. Hvort mun sú birta hafia reynst með öllu fölskvalaus, hvort mun sú gleði með öllu beizkjulaus, fögnuðurinn án harma og vonbrigða, hinn fyrirheitni friður óglatanlegur? Þessu geta þeir ótvírætt svarað, er hafa lifað böl og rótleysi tveggja heimsstyrjalda á einum og sama aldar- helmingi, þeir sem hafa orðið vottar þess, hversu guðvana efn- ishyggja hefur leitast við að byggja út kristnum áhrifum jafnvel í heilum þjóðlöndum og vísast orðið drjúgum ágengt. Og þó hefur aldrei tekizt að byrgja skin jólastjörnunnar. Birta hennar hefur meir að segja borist inn fyrir fangelsismúra harðstjóranna. Myrkur og dapurleik fangaklefans megnaði hún jafnvel að hrekja á brott. Löngum varð einasta von fómar- lambanna jólabarninu tengd, vonin um lokasigur hins góða í alheimi fyrir tilstuðlan Drottins Jesú Krists. í gegnum sorta og reyk styrjalda barst birtan frá stjörnu jólanna, hversu oft varð hún harmilostnum og þjáðum hin einasta líkn og von? íslenzka þjóðin hefur, svo er Guði fyrir að þakka, nánast eng- in kynni haft af ófriðarböli. Og hin síðustu árin höfum vér langflest lifað í tiltölulega ríkulegri velsæld, hvað efnisleg gæði áhrærir. Um það er aðeins gott eitt að segja, ef skynsamlegs hófs er gætt í meðlætinu. Eitt atriði í sambandi við jólahald vort hefur vakið ugg í brjóstum sumra. Það er, hversu mjög ýms annarleg öfl, svo sem t.d. kaupmennska, hafa náð sterku tangarhaldi á jóla- haldi voru. Samfara því kann sú hætta að vofa yfir, að ýmis- konar tildur og sýndarmennska villi mönnum svo sýn, að glæst- ar og gljáandi umbúðir feli sjálfan kjamann, þ. e. hann, er gaf oss jólin, Drottin Jesúm Krist. Þrátt fyrir miklar annir og umsvif, þessa dagana m. a. við undirbúning komu hinnar blessuðu hátíðar, þá er oss öllum nauðsyn að eiga friðlýstan og vígðan reit í sálum vorum, sem jólabarninu einu er helgað- ur. Hið innra með oss verður einnig að vera í samræmi við anda jólanna, hinnar miklu hátíðar friðarins og ljóssins. Ef vér gætum þess vel, að birta jólastjörnunnar sé ekki úti- lokuð úr sálum vorum og híbýlum mun oss borgið, þá munum vér fylgja henni líkt og vitringarnir forðum, að jötunni, til barnsins, hans, sem á máttinn undursamlega til að gera líf vor allra farsælt á framtíðarvegum. I Jesú nafni. Cjle¥)ile<j heilúý jól.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.