Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 8
8 Jón Gunnar Stefánsson: Flateyri við Onnndarfjðrð Jón G. Stefánsson önundarfjörður. önundarfjörður er í Vestur-lsa- fjarðarsýslu miðri. í sýslunni eru auk hans tveir firðir, þ. e. Súg- andafjörður að norðan og Dýra- fjörður að sunnan. Við minni fjarðarins eru sæbrött fjöll á báða bóga, Sauðanes að norðanverðu og Barði að vestanverðu. Mynda fjöll að mestu samfelldan fjallahring umhverfis fjörðinn. Á stöku stað skerast dalir inn í fjöllin, þó hvergi svo að fjallabrúnin skerð- ist verulega nema upp af Bjam- ardal, en þar upp af er Gemlufalls- heiði ca 300 m. á hæð. Er hún greiðfærust vega úr firðinum og tengir saman önundarfjörð og Dýrafjörð. Undirlendi er lítið framan til í firðinum, þar til kemur á móts við Flateyri. Þar fyrir innan vex und- irlendið stöðugt og í fjarðarbotni er talsvert jarðnæði. Flateyri er um miðbik fjarðar- ins og liggur í honum norðanverð- um. Hefur hún hlaðist upp af sjávarmöl. Úthafsaldan hefur átt mestan þátt í myndun eyrarinnar. Sjávarmölin, sem flutzt hefur ut- an úr firðinum hefur fundið fyrir- stöðu og orka sjávarins þá borið hana út í fjörðinn meðfram kamb- inum. Er eyrin í stöðugri um- byggingu, og lengist hún stöðugt út í f jörðinn. Jafnframt hefur bor- ið á því, að í krikanum utanverð- um (Bótinni), þar sem eyrin teng- ist föstu bergi, hafi land rýrnað mjög. Verði lítil hindrun á þeirri þróun, má sjá þar fyrir eyðingu eyrarinnar. Upphaf byggðar á Flateyri. önundur Víkingsson nam land í önundarfirði. Nefndi hann bæ sinn Eyri. Stóð bærinn upp af Flateyri á svonefndum Eyrarhjöll- um. Allt frá þeim tíma var Flat- eyri hluti þeirrar jarðar. Útræði hefur framan af öldum verið mikið í önundarfirði en mest stundað frá Kálfeyri, sem er utar í firð- inum. Var útræði þaðan allt fram yfir síðustu aldamót. Upphaf byggöar á Flateyri má rekja til þess atburðar, að verzl- un á íslandi var gefin frjáls öll- um þegnum Danakonungs árið 1788. Áttu Önfirðingar áður að sækja verziun yfir Gemlufalisheiði til Þingeyrar. Við þessa aukningu á frjaisræði í verziun við lands- menn fóru lausakaupmenn, eink- um norskir, að venja komu sína til önundarfjarðar. Varð það til þess, að kaupmenn á Þingeyri létu reisa hús á Flateyri og hófu þar verzl- un. Mun það hafa verið árið 1792. Um 1820 kom til Flateyrar kaup- maður að nafni Svendsen. Var hann íslenzkur og hét réttu nafni Friðrik Jónsson. Lét hann þegar reisa sér hús, sem enn stendur og fékk síðar nafnið Torfahús. Svendsen kaupmaður var um margt merkur maður. Rak hann útgerð á Flateyri og lét smíða þil- skip á staðnum. Er talið að hann hafi átt mikinn þátt í því, að Flat- eyri var löggiltur verzlunarstaður 31. maí 1823. Torfi Halldórsson. Við lát Svendsen kaupmanns ár- ið 1856 fluttist til Flateyrar Torfi Halldórsson. Keypti hann eignir dánarbúsins og þar með nokkum hluta úr landi Eyrar. Torfi, sem var sonur bóndans í Arnamesi, kom frá ísafirði. Hafði hann nokkru áður verið valinn til þess að fara utan og læra sjómanna- fræði ,svo hann gæti kennt öðrum. Varð lítið úr kennslu hans, þar sem efni til skólahalds reyndust lítil. Nokkru eftir komu Torfa til Flateyrar fékk hann í félag við sig Hjálmar Jónsson og skyldi hann annast verzlun á staðnum. Fékk hann afnot af fremsta hluta eyrar- innar (eyraroddann) og var leigu- samningur gerður til 99 ára og ár- gjald ákveðið 100 krónur. Torfi starfaði mjög að eflingu útgerðar á Flateyri, jafnframt því sem hann annaðist verzlunina í fjarvem Hjálmars, en hann var jafnan ytra á vetrum. 1883 seldi Hjálmar Ásgeiri Ásgeirssyni kaup- manni á Isafirði, verzlunina. Fylgdi það með í kaupunum, að Torfi Halldórsson skyldi vera verzlunarstjóri verzlunarinnar. Fór það eigi eftir, því ári síðar var honum sagt upp starfi. Urðu þessi þáttaskil í lífi Torfa til þess, að hann snéri sér af al- hug að eflingu útgerðar á Flat- eyri. Tók hann til sín unga og efni- lega menn í firðinum, kenndi þeim sjómannafræði og setti þá fyrir skipum sínum. Þrátt fyrir áhuga Torfa á eflingu útgerðar, tók hún brátt að dragast saman. Olli því hin mikla bylting í atvinnuháttum Flateyringa, er varð þá verk- smiðjurekstur hófst á Sólbakka um 1890. Torfi Halldórsson and- aðist á Flateyri 83 ára gamall ár- ið 1906. Sólbakki. Upphaf verksmiðjureksturs á Sólbakka, sem er innan til við Flateyri í landi Eyrar, verður þeg- ar norskur maður, Hans Ellefsen, byrjar að starfrækja þar hvalveiði- stöð 1890. Varð það mjög fyrir atbeina Torfa Halldórssonar og sonar hans, Páls. Varð verksmiðjurekst- urinn brátt mjög umfangsmikill og dró að sér vinnuafl hvaðanæfa af landinu. Oft voru hópar er- lendra manna við störf í verk- smiðjunni. Þegar mest var, voru gerðir út frá Sólbakka 7 gufu- knúnir hvalveiðibátar. Þrjú flutn- ingaskip voru í ferðum landa á milli til flutninga á afurðum verk- smiðjunnar á erlendan markað og til aðdráttar á rekstursvörum. Var hið stærsta þeirra 750 tonn að stærð. Ekki standa nein hús eftir frá tímum hvalveiðistöðvarinnar utan stórt hús ofan við núverandi veg, sem þá var íbúðarhús starfsmann- anna. Ellefsen lét byggja sér mik- ið hús á Sólbakka, en þar dvald- ist hann jafnan á sumrum. örlög þessa húss urðu þau ,að við brott- för sína frá Sólbakka gaf hann Hannesi Hafstein, ráðherra, hús- ið, lét rífa það og flutti það til Reykjavíkur. Hannes Hafstein bjó í því og seldi síðan ríkinu húsið. Er það nú bústaður forsætisráð- herra við Tjarnargötu. Verksmiðjuhúsið á Sólbakka brann árið 1901 ,en þá hafði Ellef- sen ákveðið að hætta starfrækslu hvalveiðistöðwarinnar á Sólbakka, vegna mjög minnkandi veiði út af Vestf jörðum. Reyndar hóf hann árið 1902 undirbúning að bygg- ingu nýrrar stöðvar að Hólsnesi, innar í firðinum. Byggði hann þar skorstein, sem ennþá stendur og flutti þangað ketil, en árið eftir flutti hann alfarinn á brott og tók með sér allt það lauslegt, er hann mátti. Er talið að byggingar- framkvæmdir Ellefsen á Hólsnesi hafi orðið til fyrir þau skilyrði, sem honum voru sett um útborg- un vátryggingarfjár verksmiðj- unnar, sem brann, að hann notaði það til byggingar á annari verk- smiðju í sama firði. Ellefsen reisti Flateyrarkirkja

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.