Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 in væri ferhymt svæði við lóðir Á. Á. Johnsens assistents og Ás- gríms Guðmundssonar. Þóroddur var í góðu áliti. Hann var jafnan tilkvaddur af sýslumanni til að vinna að mælingum lóða um þess- ar mundir. Þóroddur bjó þarna í húsi sínu 1866. Bak við hús Örnólfs Þorleifs- sonar byggði Sigurður Andrésson smiður upp úr hjalli íbúðarhús. Það er nú Þvergata 3. Það átti Símon S. Alexíusson verzlunar- stjóri um skeið. Sigurður hefur líklega átt heima þarna 1866, en 1879 var hann enn að vinna að húsi sínu. Þama nálægt mun Aron Jónsson húsmaður hafa átt bæ. Austan við lóð Þórodds segla- saumara var Jóhanni Vedhólm veitingamanni mæld lóð 1861 fyrir Skytning eða gildaskála Isafjarðar. Að norðan takmarkaðist lóðin af túngarði Efstakaupstaðar, en Sundamegin af Brynjólfsbæ, sem Brynjólfur Guðmundsson púlsmað- ur átti. Byggði Vedhólm gildaskál- ann um þessar mundir og rak hann lengi. Varð hann fjörgamall. Enn- þá stendur gildaskálinn við Silf- urgötu 8, en allmjög breyttur. Árið 1861 kom brezkur maður Shepherd að nafni, til Isafjarðar. Gisti hann hjá Vedholm. Frá kom- unni þangað segir hann á þessa leið í ferðabók sinni í þýðingu séra Óla Ketilssonar: „Við vorum ekki lengi iað finna gistihúsið. Fyrir ofan dyrnar var mynd af skipi, sem var rétt að því komið að sigla á klettarif, en á rifinu var viti. Fyrir neðan var letrað stórum stöfum: Wedholm. Af þessu skildist okkur, að gisti- húsið héti Skipið og væri rekið af manni að nafni Vedholm. Er við gægðumst inn um einn glugg- anna komum við auga á borð og Ásgeir Ásgeirsson, skipherra. á því stóð svört flaska, sykurker, ölglös og leirkanna undir heitt vatn. Voru þetta augsýnilega drykkjuleifar. Þetta þótti okkur uppörvandi sýn og við knúðum all- harkalega á dymar. Brátt gegndi okkur syfjulegur maður; hann var ákaflega loðinn í andliti. Fylgdar- maður okkar sagði honum skil á okkur og gekk hann síðan með okkur inn í herbergið, þar sem voru gleðskaparleifarnar, sem við höfðu séð gegnum gluggann. Því næst hvarf hann á brott til þess að klæðast og vekja upp heimilis- fólk sitt svo að matreitt yrði fyr- ir okkur. Ekki leið á löngu þar til bæði kona hans og dóttir komu fram til okkar. Húsfreyjan var falleg og virðuleg kona, sjáanlega fædd og alin upp á menningarslóð- um og bersýnilega útlendingur. Dóttirin var yndisleg, bláeyg stúlka. Þegar búið var að seðja hungur okkar, var okkur vísað til sæng- ur í næsta herbergi við veitinga- stofuna. 1 því voru þrjú rúm og gengum við til hvíldar klukkan níu fyrir hádegi hinn 19. júní. Gestgjafinn hafði verið mjög skrafhreifinn. Meðal annars hafði hann minnst á surtarbrand (en það er steingeröur trjágróður), og sagði hann okkur, að til væru tvær tegundir af honum, önnur hvít en hin svört, og að myndarammar og og annað skraut væri smíðað úr honum. Hann sagði okkur einnig, iað í fjöllunum væru kolalög og silfurgrýtismolar hefðu líka fundizt.“ Vedholm var gamansamur ná- ungi. Á fyrri árum sínum á isa- firði nefndi hann sig ætíð Jóhann, en á seinni árum Jón. Sagðist hon- um svo frá, að móðir hans hefði eignazt tvíbura, sem hlutu í skírn- inni nöfnin Jóhann og Jón. Ann- ar tvíburinn dó ungur. Þeir hefðu ekki þekkst sundur og því væri óvissa á því, hvor þeirra hefði dá- ið. Ef það hefði verið bróðir hans, sem dó, héti hann Jóhann, en ef það hefði verið hann, sem dó, héti hann Jón. Vedholm sagði mönn- um, að hann tapaði 5 aurum á hverjum snapsi, sem hann seldi í veitingahúsinu, en samt græddi hann. „Det gör sgu Mængden,“ sagði hann. Hann græddi á um- setningunni ,eins og sumir slótt- ugir kaupmenn hafa gert. Vedholm lærði trésmíði í Hólm- inum í Kaupmannahöfn og tók hann sér því ættarnafnið hversu lengi hann var „ved Holrnen". Á fyrstu árum sínum hélt bæjar- stjórn jafnan fundi sína í gilda- skálanum hjá Vedholm. Árið 1866 var Vedholm orðinn 54 ára að aldri. Fyrri kona hans var dönsk, en seinni konan Ágústa Sigurðardóttir, dóttir Abigael ljós- móður. Austur af Þorsteinshúsi var Ás- grímsbær, sem enn stendur, þó stækkaður, og er Skipagata 7. Það hús keypti Finnbjörn Hermanns- son á nauðungaruppboði 1907 og býr þar enn. Árið 1866 bjó þar Guðrún Ein- arsdóttir, ekkja Ásgríms Guð- mundssonar skipstjóra og borgara. María, dóttir þeirra, giftist Sophus J. Nielsen assistent og síðar verzl- unarstjóra í Hæstakaupstaðnum. Bjuggu þau þar fyrst og lengi síð- an eftir að hann hætti verzlunar- sína frá svæði Jakobs Olsen, hafnsögumanns og Jónasar for- manns ofan að svonefndum Jóa- kimsbæ. Jakob Olsen hafnsögumaður hafði byggt sér hús, þar sem nú er Tangagata 4. Hann var nú dáinn, en 1866 bjó þar Mikkalína Eyjólfs- stjórn í Hæsta. Hann dó 1905. Seint á árinu 1869 sótti Sófus bók- haldari um leyfi til að stækka Ás- grímshúsið um 6 álnir í norður. Um þetta gerði byggingarnefnd svofellda bókun: 18. okt. 1866 hafði bygingarnefnd ánafnað götu þvert yfir Tangann að nafni Sjáv- argata, sem lað kom til að liggja fram hjá ofannefndu húsi, fast við norðurendann, og getur því ekki framvegis legið á sama stað leyfi byggingarnefnd lenging hússins í norður. Af því að ofannefndur S. Nielsen sýndi fram á ,hvað áríð- andi sér væri að lengja húsið, eins og umgetið er, áleit byggingar- nefnd ekki rétt að neita því, en ályktaði að ákveða seinna hvar og hvernig ofannefnd gata skyldi leggjast.“ Svona fór með skipulagninguna og fer á stundum enn. Skammt frá Ásgrímsbæ átti Guðbjartur Jónsson skipstjóri hús. Það er nú Skipagata 12. Guðbjart- ur var einn af fyrstu bæjarfulltrú- unum. Á næstu grösum átti líka Jón Sigurðsson assistent hús og bjó þar 1866. Á hólnum austur af þeim stað, sem nú er Skipagata 15, var Grímssonarbær. Þar bjó 1866 Bjarni Gi’ímsson húsmaður. Krist- ján nágranni hans orti einu sinni um Bjarna: Bjarni Grímsson fór á frakka, furða var að sjá. Horaður á húsgangsbakka hímir eins og strá. Stuttan spöl í norður frá húsi Guðbjarts var hús Jens Kristjáns Arngrímssonar klénsmiðs. Hann byggði það 1853. Það stendur enn og er nr. 2 við Smiðjugötu, sem ber nafn af smiðju Kristjáns. Hún var þar sem er Smiðjugata 4. Árið 1861 fékk Kristján viðbót við lóð dóttir, ekkja Ásgeirs Á. Johnsen kaupmanns, ásamt dóttur sinni önnu, en húsið var eign Þórðar Kristjánssonar. Á þessu svæði munu einnig hafa verið torfbæir þeirra Sæmundar Einarssonar formanns og Gests Sigurðssonar húsmanns og púls- manns, en ekki verður nú vitað hvar þeir stóðu. Mikið stapp varð um bæjarleyfi fyrir Gest. Synjaði bæjarstjórn honum um leyfi til að setjast að í bænum fyrir fátæktar sakir, en hann mun hafa virt það bann að vettugi. Einnig var á þessu svæði össurarbær, sem Öss- ur Magnússon ,smiður átti og bjó í. Þorvarður Brynjólfsson átti bæ, þar sem nú er Silfurgata 9, og bjó hann þar 1866 með konu og börn- um. Við Dokkuna voru nokkrir hjall- ar og verbúðir eða sjóbúðir. Egill V. Sandholt átti um þess- ar mundir hús, þar sem nú er Tangagata 8 og 8 A, og Brynjólf- ur Oddsson bókbindari og bæjar- fulltrúi, þar sem er Sundstræti 25 A. Árið 1858 keypti hann það af Páli Guðmundssyni sjómanni, ásamt fjósi, hlöðu, kál- og jarð- eplagarði fyrir 1000 ríkisdali, og fylgdi í kaupunum loforð um að seljandinn skyldi tjarga húsið að utan og mála alla gluga hvíta að utan. Á þessum árum var um allt land tízka að tjarga og mála hús með þessum hætti og höfðu hinir dönsku kaupmenn innleitt hana. Hér í nánd átti einnig Lúðvík E. Ásgeirsson skipstjóri hús. Hæstakaupstaðartún eða Riis- tún, eins og það var stundum nefnt, náði frá Silfurgötu eða Skólagötu, eins og hún hét áður en allt silfur bæjarsjóðsins fór í hana, og norður í Norðurtanga, niður undir Bakkana og að verzl- Framhald á bls. 16.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.