Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 11
11 Markmið þessarar greinar er, eins og áður sagði, að greina megineinkenni íslenskrar umönnunarstefnu með því að bera hana saman við stefnu annarra Norðurlanda sl. 60 ár, eða frá árinu 1944. Upphaf tímabilsins markast af fyrstu tillögum að lögum um dagvistarmál á alþingi. Rannsókn á stefnumótuninni á tímabilinu 1944–1984 var unnin í tengslum við rannsókn á þróun íslenskrar fjölskyldustefnu. í þeirri rannsókn var m.a. lögð áhersla á að greina öll frumvörp sem lögð voru fram á alþingi um opin- beran stuðning vegna umönnunar barna (Guðný Björk Eydal, 2005a). Til viðbótar við skjalagreininguna var aflað ritaðra heimilda um stefnuna annars staðar á Norðurlönd- um. Sams konar aðferðafræði var beitt við greiningu á stefnunni frá 1984, en sá hluti greiningarinnar og samanburður við hin löndin hefur verið unninn í tengslum við rannsókn á áhrifum hinna nýju íslensku fæðingaorlofslaga. Með því að beita hvoru- tveggja í senn, samanburðarsjónarhorni og sögulegu, má greina hvað ísland hefur átt sameiginlegt með hinum Norðurlöndunum og að sama skapi að hvaða leyti löndin hafa farið ólíkar leiðir. Þar sem dagvistarþjónusta er fyrst og fremst verkefni sveitarfélaga getur verið mikill munur á þjónustu sem sveitarfélög í sama landi veita (Hanssen og Elvehøj, 1997; kröger, 1997). Hér verður eingöngu fjallað um megineinkenni stefnu einstakra landa en stefnmótun einstakra sveitarfélaga ekki skoðuð. Tölfræðigögn, þ.e. gögn úr ársskýrslum Norrænu ráðherranefndarinnar um tölfræði velferðarmála, eru einnig notuð til að meta umfang og einkenni réttinda. 1944–1972: fruMVörp til laga uM dagVistarMál og fæð­ingarorlof Hugmyndir um að setja þyrfti lög um dagvistarmál og fæðingarorlof voru fyrst kynntar á alþingi á fimmta áratug síðustu aldar. Árið 1946 flutti katrín Thoroddsen, þingmaður Sósíalistaflokksins, frumvarp þar sem hún mælti m.a. fyrir uppbyggingu dagvistar fyrir ung börn. katrín rökstuddi þörfina fyrir slík úrræði og sagði m.a.: „Það verður því all mikið fé sem þessi dagheimili kosta. En þá vaknar spurningin um það hvort borgi sig að leggja fram svo stórkostlegar fjárhæðir til hluta sem gefa ekki beinan arð. Ég vil halda því fram að engu fé sé betur varið en því sem fer til að manna, hlúa að og ala upp hina verðandi þjóðfélagsþegna….“ (Alþingistíðindi 1946, 66. löggjafarþing C. Umræður:280). katrín benti á að breyttir lifnaðarhættir þjóðar- innar og þéttbýlisþróun kallaði á ný úrræði fyrir börnin en engu líkara væri en það hefði gleymst að gera ráð fyrir börnum í kaupstöðunum. Hún lagði fyrst og fremst áherslu á þarfir barnanna en benti einnig á mikilvægi dagvistarstofnana fyrir útivinn- andi mæður, ekki síst einstæðar mæður. Frumvarpi katrínar var vísað til nefndar en var ekki afgreitt úr nefndinni og var því ekki útrætt (Alþt. 1946, 66. lögþ. C:278–284). Þó að ekki hafi orðið af lagasetningu veitti ríkið starfandi dagvistarheimilum styrki á fjárlögum, en fyrsta dagheimilið hafði verið stofnað af barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1924 (Sumargjöf, 1974). Þörfin fyrir lög um dagvist barna var rædd aftur á sjöunda áratugnum af þingmönn- um alþýðubandalagsins, þeim Einari Olgeirssyni og Geir Gunnarssyni, sem fluttu gUð­ný Björk ey­dal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.