Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 35
3 Þróunarverkefnið var unnið í meðalstórum leikskóla í Reykjavík á árunum 2001– 2004. í leikskólanum, sem við nefnum hér Sjávarborg, dvöldu samtímis um það bil sex­tíu börn. Þar voru sex­tán starfsmenn, þar af tveir af erlendum uppruna. öll börnin og allt starfsfólkið tók þátt í verkefninu. Á þessum árum voru að meðaltali um það bil tólf börn af erlendum uppruna í leikskólanum, eða í kringum 18% barnanna, og þau töluðu 10–12 tungumál. Til samanburðar má geta þess að í leikskólum Reykjavíkur voru á þeim tíma um það bil 9% barnanna af erlendum uppruna (Leikskólar Reykja- víkur, 2004). í Sjávarborg var nokkuð löng reynsla af því að þar dveldu börn af erlend- um uppruna en þeim hafði ekki verið sinnt markvisst nema að litlu leyti. Börnin sem tóku þátt í þróunarverkefninu voru með ólíkan bakgrunn. Sum voru íslensk í húð og hár og mátti ætla að gildismat og reglur leikskólans væru lík viðhorf- um sem tíðkuðust á heimilum þeirra. önnur áttu annað eða bæði foreldri erlend og þá gat verið meiri munur á gildismati og uppeldisviðhorfum. í ljósi kenninga Bernsteins (1990) og Bronfenbrenners (1979) mátti gera ráð fyrir að aðlögun þeirra að leikskólan- um gæti reynst erfiðari en hjá þeim börnum sem voru af íslensku bergi brotin. Leikskólinn er hinn sameiginlegi vettvangur allra barnanna og hér verður fyrst gerð grein fyrir nokkrum þáttum í hugmyndafræðinni sem þar er ríkjandi. Eins og leikskólastjórinn lýsti starfinu byggir hugmyndafræði leikskólans á því að barnið fái tækifæri til að blómstra sjálft, sýna fram á hvað í því býr, og að ekki megi ganga of langt í að trufla hið sjálfsprottna þroskaferli. Verksvið leikskólakennara og starfsfólks er að skapa börnunum tækifæri til að þroskast sjálf og því á íhlutun kennara að vera leiðbeinandi en ekki of stýrandi. Umönnun, samskipti og leikur eru í brennidepli og áhersla lögð á að barnið læri með því að leika sér. Starfsfólkið telur nauðsynlegt að börnunum finnist þau vera örugg, elskuð og virt og að þau fái að læra í samræmi við áhuga sinn og getu. Enn fremur er talið mikilvægt að byggja upp sjálfsmynd barna, efla sjálfstraust þeirra og vísa þeim veginn til að vax­a og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Eins og bent var á hér að framan (Rodriguez og Olswang, 2003) eru mismunandi gildi ríkjandi á ólíkum menningarsvæðum. í sumum löndum asíu er meira lagt upp úr gildi hópsins eða fjölskyldunnar en einstaklingsins og þykir áhersla Vesturlanda- búa á upphafningu einstaklingsins blátt áfram óviðeigandi (Durkin, 1995; Banks, 2003). ýmsum er það einnig illskiljanlegt að nám barnsins fari fram í gegnum leikinn, þeir álíta að til þess að börn læri þurfi þau að fá beina kennslu (Brooker, 2002). Stjórnendur leikskólans höfðu áhuga á því að sinna betur börnum af erlendum upp- runa og kynna sér hvað fælist í fjölmenningarlegum vinnubrögðum. Samkomulag varð um að þróunarverkefnið hefði eftirfarandi markmið: 1. að öll börn í leikskólanum læri að fólk er ólíkt en samt jafnmikils virði. 2. að leikskólastarfið endurspegli fjölmenningarlegt samfélag. 3. að gera heimamál og heimamenningu að sjálfsögðum og virtum þætti í leik- skólastarfinu. 4. að starfsfólkið auki þekkingu sína og færni til að sinna fjölbreyttum hópi barna og foreldra. anna ÞorBjörg ingó­lfs­dó­ttir, els­a s­igríð­Ur jó­ns­dó­ttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.