Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 6
Vinna og heilsa Þáttur vinnunnar fyrir almenna heilbrigði Grein eftir Pétur Pétursson í umfjöllun um áhrif vinnunnar á heilbrigði og sjúkleika verður okk- ur læknum jafnan tíðræddara um hina neikvæðu þætti en þá já- kvæðu. Þar er raunar af ýmsu mið- ur kræsilegu að taka og eru gagn- stæðir hagsmunir þar oft í veði. Höfum við þar látið þvæla okkur í aðstöðu, sem engan veginn er til þess fallin að efla starfsfullnægju okkar, því segja má, að læknar hafi hjálpað til að breyta sjúkdómshug- takinu í vitund þjóðarinnar, eink- um í sambandi við vottorðagjafir, en Jaað er nú önnur saga. Ég ætla því einkanlega að gera vinnunni skil sem uppsprettu heil- brigði og hamingju í lífi fólks, og af þeim sökum tel ég langvarandi at- vinnuleysi geta haft válegar afleið- ingar fyrir þjóðarheilsuna, og þeir, sem auka á það að nauðsynjalausu af kredduþjónkun einni saman, eru að vinna félagsleg hryðjuverk, og slíka stjórnarhætti verð ég að kalla heilsufjandsamlega. Nokkrir þættir skipta augljóslega umtalsverðu máli fyrir andlega, lík- amlega og félagslega heilbrigði. Sem heimilislækni er mér þýðing hinnar félagslegu heilbrigði aug- ljós, því rót Iíkamlegra einkenna getur oftlega legið í skorti á sam- heldni, gagnkvæmri virðingu og uppbyggilegum tjáskiptum innan fjölskyldu, á vinnustað eða í félags- og tómstundastarfi ellegar óhollum lífsháttum og öðru því, sem hindr- ar einstaklinginn í að ráða lífi sínu og hafa áhrif á þroskaferil sinn. Þetta kallast skortur á félagslegri heilbrigði, sem síðan grefur undan sjálfstrausti, sjálfsvirðingu og ör- yggistilfinningu eins eða fleiri fjöl- skyldumeðlima og vítahringur skapast. Afleiðing þess getur orðið sú, að viðkomandi einstaklingar njóta sín ekki, samskiptin innan fjölskyldunnar fara að bera keim af trúnaðarbresti, varnarþráhyggju, árásargirni og sundurlyndi, og andrúmsloftið á heimilinu verður lævi blandið, ef fjölskyldumeðlimir bera ekki gæfu til að greiða úr flækjunni í tæka tíð. Þetta hefur að sjálfsögu ill áhrif á andlega líðan og eykur á innri spennu, jafnvel hjá ómálga börnum. Og þá er stutt í hvers kyns sállíkamlega kvilla, svo sem höfuðverki, brjóstsviða, vöðva- verki, bakveiki, kviðverki, hægða- tregðu, offitu, svefntruflanir og sí- þreytu. Viðbrögðin verða oft þau, að fólk sér ekki orsakasamhengið og leitar til heilbrigðisþjónustunnar í þeirri von, að takast megi að slá á einkennin með skjótvirkum og þægilegum lausnum svo sem lyfj- um eða einhverjum aðgerðum, sem ekki krefjast neinna óþægilegra fórna af þeirra hálfu. Líkamleg ein- kenni eru líka fullgildur aðgöngu- miði að heilbrigðisþjónustunni og sjúklingshlutverkið getur verið flótti með fullri reisn frá óþægileg- um veruleika. En snúum okkur nú að vinnunni Þeir sem auka atvinnuleysi eru að vinna félagsleg hryðjuverk. Sjálfsvirðingin er forsenda heilbrigði og hamingju, auk þess sem hún auðveldar okkur ákaflega mikið að taka farsælar ákvarðanir í lífinu. Heiðarleg vinna getur stuðlað að auknum lífsþroska, ef við höfum heilbrigða afstöðu til hennar. Þau ungmenni, sem fara á mis við atvinnuþátttöku, kynnast ekki af eigin raun hreyfiafli þjóðfélagsins eða forsendum fyrir afkomu samfélagsins. og jákvæðum áhrifum hennar. í fyrsta lagi skapar vinnan okkur fé- lagslegt og tilvistarlegt öryggi, því umbun hennar, verkalaunin, gerir okkur kleift að fullnægja ýmsum frumþörfum og framfleyta okkur og fjölskyldum okkar. Sé eftirtekjan ríkuleg, þá gefst okkur færi á að auðga líf okkar á þann veg, sem við sjálf kjósum. Það getur orðið okkur bæði hamingju- og heilsugjafi, enda þótt margur verði af aurum api. En það er ekki sök vinnunnar, þótt við spilum stundum illa úr þeim spil- um, sem okkur eru gefin. Þýðing vinnunnar fyrir almenna heilbrigði verður hvað ljósust, þegar hún er ekki lengur til staðar og atvinnu- leysið er farið að brjóta niður hina félagslegu heilsu með þeim afleið- ingum, sem ég lýsti áðan, auk þess sem fjöldi rannsókna hefur sýnt, að á atvinnuleysistímum fjölgar sjálfs- morðum og öðrum mannlegum harmleik verulega. / annan stað þvingar vinnan okkur og hvetur til reglubundimm lífshátta; fara á fætur á ákveðnum tíma, mat- ast, hvílast og taka á okkur náðir eftir ákveðinni tímaáætlun. Það tel ég vera mjög heilsusamlegt allri lík- amsstarfsemi. Afleiðingar hins gagnstæða sjáum við hjá vakta- vinnufólki, sem oft fær magasár. Að sönnu getur það verið örvandi fyrir hugsun og framtakssemi að bregða öðru hvoru út af vananum eða taka sér stutt frí, en fyrir líkam- ann er reglusemi í lifnaðarháttum yfirleitt af hinu góða, nema í þeim fáu tilvikum, þegar vinnan er hreinlega of erfið eða skaðvænleg á einhvern hátt. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá, sem eiga erfitt með svefn eða eru veikir fyrir áfengi og öðrum vímugjöfum. Reglubundin hreyfing og áreynsla er nauðsynleg fyrir líkama og sál, eflir þrótt, eykur vellíðan og seinkar hrörnun. Því rniður hefur þróunin orðið sú hjá okkur Islendingum, að æ fleiri vinna kyrrsetustörf og njóta því ekki þeirrar hollustu, sem 6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.