Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 8
störf, garðyrkja, skógrækt, kennsla og uppeldisstörf, hjúkrunarstörf og ýmis aðhlynning. Það verður seint ofmetið, hversu mikla þýðingu slík vinna hefur fyrir uppvaxandi ein- staklinga. Það er engum hollt að fá alla hluti fyrirhafnarlaust upp í hendumar, þar með talin prófskír- teinin. Þau ungmenni, sem fara á mis við atvinnuþátttöku, kynnast ekki af eigin raun hreyfiafli þjóðfé- lagsins eða forsendum fyrir af- komu samfélagsins. Þau læra ekki að bera ábyrgð og hrekjast því frek- ar út á brautir afbrota og þjóðfé- lagslegrar andstöðu, ef þau lenda í vondum félagsskap. Mér leikur gmnur á, að of lítil vinna afbrota- unglinga ráði miklu um ógæfu þeirra og agaleysi, þótt fmmorsök- in liggi í ófullnægjandi uppeldisað- stæðum. Neikvæð áhrif vinnunnar em vissulega fyrir hendi en ég tel varla þörf á að fjölyrða um þau, svo ágæt skil sem þeim hafa verið gerð í æsi- fréttum fjölmiðla og með ýmsum átakanlegum harmkvælalýsingum í ævisögum gengins erfiðisfólks. Eg kemst þó ekki hjá því að benda á, hversu illa langur vinnudagur for- eldra getur komið niður á uppfóstr- an barna þeirra. Þótt fjarvistir for- eldris frá heimilinu skipti vemlegu máli, þá hygg ég, að þyngra vegi andleg líðan þeirra, þegar heim er komið. Betri eru stuttar og upp- byggilegar samvistir en langvinnar og niðurdrepandi. Enn má geta þess, að margir nota vinnu sína sem afsökun til að flýja heimili sitt og þau vandamál, sem þar er við að etja. Niðurstaða mín er sú, að vinnan sé langoftast vemlega mikilvægur þáttur í félagslegri, andlegri og lík- amlegri heilbrigði okkar, og við læknar lítum á hana sem meðferð- arúrræði. Þegar vel tekst til, sam- einar hún marga þá jákvæðu þætti, sem ég hef getið hér á undan, og er þá jafnframt gjöful uppspretta hamingju í lífi okkar. Pétur Ingvi Pétursson læknir starfar á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Grein þessi er byggð á erindi sem hann flutti ( vor á ráðstefnu þjóðmálanefnd- ar þjóðkirkjunnar, „Berið hver annars byrðar." Vakin athygli á mikilvægi skólamáltíða í fyrravor var skipaður starfs- hópur á vegum Manneldisráðs til að koma með einfaldar ábendingar um mat í skóla og ræða um raunhæfar lausnir á matarmálum nemenda. Abend- ingar hópsins hafa nú litið dags- ins ljós en þess er vænst að hver og einn skóli finni sína lausn á þessum málum hér eftir sem hingað til. Það sem fyrir hópn- um vakti var að setja niður á blað mikilvægustu atriðin í sambandi við matarmál nem- enda og styðja þannig skóla- stjómendur í sínu starfi við að koma góðu lagi á þessi mál. Raunar gera sumir skólar nú þegar nákvæmlega það sem hér stendur. Eins geta ábendingarn- ar vonandi verið grundvöllur fyrir umræður í foreldrafélög- um um matar- og nestismál. Manneldisráð hefur gefið þessar ábendingar út á spjaldi sem auðvelt er að hengja upp í skólastofunni eða á öðrum áber- andi stað. Spjöldin verða send í alla skóla og til foreldrafélaga og hvetja væntanlega til um- ræðu og endurbóta þar sem þeirra er þörf. L.S. Allir nemendurfái mntarhlc um það hil 2-3 klukkuslundum eftir að skólatími hefst eða á cðlilegum matmálstíma miðað við hcfðir í þjóðfélaginu. Nemendur haft nægan tfma til að matast. í það minnsta 15 mínúlur. Leitast skal viðað búa nemendum cins þtegilcga aðstöðu og hægl cr. Umsjón sé mcð nemendum mcðan þeir malast þannig að matmálstfminn geti verið notaleg stund sem veitir tilbreytingu frá ððru skólastarfi. Nememlur hjili greiðan aðgang að góðu drykkjarvatni. Allir skólur bjtiði léttmjólk til sölu. Ef aðrir drykkir eru seldir í skólanum skal lcilast við að bcina ncyslunni lil mjólkur, meðal annars nteð því að bjóða hana á vægu verði. Skólar hati á boðstólum ávexti og smurðar samlokur scm eru úlbúnar á sinðnum fyrir þá nemcndur sem ckki koma mcö nesti að hcintan. Að sjálfsögðu gcrist þessa ckki þörf þar scm hcitur mulurcr framrciddur í mötuneyti. Ef kcnnsla hefst á tímabilinu II árdegistil 12:30 hafi iiemendui aðslöðu til að matast í skólanum áður en skólastarf hefst. Starfshópur á vtgtim Manneldisráfls ForeldroMinitökin, Ileimili oí; skóli, Kennaraháskóli Islaiuls, Menntainálaráfiuneytii). Skálastjárafélaf> íslands. 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.