Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 33
en vélinda hefur engar slíkar varnir og er berskjaldað fyrir sýru. Eins og fyrr er sagt er heilbrigt vélinda mjög fljótt að hreinsa sýruskvettur frá maga til baka ofan í hann og sýran nær ekki að skaða vélindað. Þetta getur engu að síður valdið brjóstsviða, sem þá stendur stutt og er ekki mjög sár. Langflest brjóst- sviðaköst eru af þessum toga. Ef um er að ræða þindarslit eða slapp- an hringvöðva verður mun oftar bakflæði, sýran stendur lengur við og brennir sár í efstu lög þekjunnar í vélinda. Við þetta ástand slaknar á þeim hreyfingum í vélinda sem beina sýrunni aftur niður í maga. Þannig myndast vítahringur sem veikir vélindað enn frekar. Brjóst- sviðaköst verða tíðari og svæsnari og stundum kemur nábítur þegar bakrennsli nær alveg upp í kok. Það ætti að vera ljóst af framan- sögðu að brjóstsviði er mjög oft ná- tengdur röngum lífsháttum og það er heilmargt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir hann. Offita, sérstaklega ístra, er efst á blaði yfir áhættuþætti. ístra stuðlar að þind- arsliti og þrýstir síðan hluta af maganum upp í brjósthol. Þá er hringvöðvinn einn eftir til varnar gegn bakflæði. Megrun um örfá kíló getur bætt brjóstsviða verulega og hvetur þá oft til frekari megrun- ar. Reykingar eru næst á lista yfir áhættuþætti, en nikótín slakar á hringvöðvanum. Það veitist hins vegar mörgum erfitt að hætta að reykja og megra sig á sama tíma og því er ráðlegt að taka annað fyrir í einu. Mataræði er áhættuþáttur númer þrjú. Það hefur bein áhrif á brjóstsviða vegna þess að vissar matartegundir leiða til minni spennu í hringvöðvanum (kaffi, súkkulaði, feitmeti) og óbeint með því að stuðla að of- fitu. Þorramatur er illræmdur fyr- ir að valda brjóstsviða enda err slátur og svið mjög feitur matu: og ekki bætir úr skák ef harðfiskur með smjöri er hafður með. Enn- fremur má nefna pönnusteiktan og djúpsteiktan mat, majones og kok- teilsósu. Þeir sem fá brjóstsviða geta lært að lifa með kvill- ann þannig að einkenni verði þol- anleg. Þeir þurfa þá að skilja sam- Brjóstsviði er oft nátengdur röngum lífsháttum. Margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir hann. bandið á milli bakflæðis og ein- kenna og hvernig hægt er að hafa áhrif á bakflæði í daglegu lífi. Stór- ar máltíðir stuðla að bakflæði, jafn- vel í uppréttri stöðu, en sérstaklega ef lagst er útaf eða sest í djúpan stól fljótt á eftir. Þröng belti eða buxna- strengur geta stuðlað að brjóstsviða. Ef brjóstsviði truflar svefn þarf að forðast að borða skömmu fyrir svefn og oft hjálpar að hækka höfðalagið. Það er best gert með fleiglaga frauð- svampi. Flestum finnst betra að liggja á vinstri hlið vegna þess að maginn er vinstra megin í kviðar- holi og sýran liggur þá þar og leitar síður upp í vélindað. Þegar maginn hefur gengið mikið upp fyrir þind hættir að skipta máli á hvorri hlið- inni er legið. Það er hægt að draga úr maga- sýru með sýrubindandi lyfjum sem fást án lyfseðils. Sumum finnst ekk- ert slá jafnfljótt á brjóstsviða og sódavatn en vandinn er að sódi dregur magasýruna svo mikið nið- ur að bakslag kemur eftir 20-30 mínútur. Brjóstsviði bendir yfirleitt ekki til alvarlegs sjúkdóms. Margir geta náð tökum á honum með þeim ráð- um sem getið er hér að framan. Ef þau duga hins vegar ekki og brjóstsviði truflar dagleg störf og svefn er rétt að leita læknis, enn- fremur ef fram koma kyngingar- örðugleikar eða hósti, sérstaklega næturhósti, en það síðarnefnda get- ur stafað af bakrennsli sem fer nið- ur í lungun. Bjarni Þjóðleifsson læknir, Ph.D., er sérfræðingur i lyflækningum og melt- ingarsjúkdómum. Hann er yfirlæknir á lyflæknisdeild Landspitalans. Áður hafa birst greinar eftir Bjarna ( Heilbrigðis- málum, m.a. um gildi forvarna (4/ 1986) og glútenópol (2/1988). Feitu fólki er hættara en öðrum við brjóstsviða. Megrun um örfá kílógrömm getur bætt ástandið mikið. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.