Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 15
kalkgjafi. Mjólkurostar eru kalkrík- ustu fæðutegundir sem völ er á. I mjólkurdufti og undanrennudufti er mikið kalk. Þegar þessum afurð- um er bætt í vörur eins og jógúrt hækkar kalkinnihald nokkuð. Mjólkuriðnaðurinn leggur til ómissandi afurðir til að uppfylla kalkþörf þjóðarinnar. Það er eink- um fituinnihald sem skerðir nær- ingargildi margra kalkgjafa úr mjólkurflokknum. Þó eru á boðstól- um nokkrir fitulitlir kalkgjafar. Skyrmysa er bæði kalkrík og fitu- laus og því næringaríræðilega séð ein verðmætasta mjóikurafurðin. Því er slæmt hve stórum hluta hennar er hent. Kjöt og fiskur eru í eðli sínu ekki kalkríkar fæðutegundir en nokkrir þættir geta aukið kalkinnihaldið. Bein eru mjög kalkrík. Ef smábein eru til staðar, eins og í sardínum, er kalkinnihald umtalsvert. Við súrs- un getur kalk úr mysu farið yfir í súrmat. Kalk í súrsuðum blóðmör og súrsaðri lifrarpylsu mæiist þess vegna hærra en í ósúrsuðum afurð- urn. Annar þáttur sem eykur kalk- innihald kjötvara er blöndun með mjókurdufti. Af grænmeti er dökkgrænt blað- grænmeti kalkríkast. Mikið er af kalki bæði í spínati og grænkáli en ekki er þó alit sem sýnist. Bæði magn kalks í fæðu og nýt- ing þess í líkamanum skiptir máli. Aðeins hluti kalksins í fæðu frásog- ast í meltingarvegi og nýtist til starfsemi líkamans. Þekkt er að kalk nýtist mjög illa úr spínati. Skýringin er sú að í spínati er oxal- sýra sem bindur kalk. Hún er í ýmsum öðrum fæðutegundum, eins og rabarbara, kakói, súkkulaði og kakómjólk. Ekki virðist þó vera nógu mikið af oxalsýru í kakómjólk til að draga verulega úr nýtingu kalks. Trefjaefni og fýtinsýra geta einnig dregið úr nýtingu kalks. Fýt- ínsýra er í kornmat en í brauði má þó reikna með að fýtínsýra hafi brotnað niður. Ef fæðuval er nógu fjölbreytt hafa þessi efni ekki mikil áhrif á nýtingu kalks. Mjólkursykur getur stuðlað að bættri nýtingu kalks. Mögulegt er að mjólkursýra hafi sömu áhrif. Kalk í mysu ætti því að vera mjög vel nýtanlegt. Talið er að kalk nýtist vel úr mjólkurafurðum og ostum og sýnt hefur verið fram á að það nýtist jafnvel úr gerilsneyddri og fitusprengdri nýmjólk og úr ógeril- sneyddri mjólk. í ljós hefur komið að kalk nýtist vel úr þurrkaðri mysu og beinum. Nefna má að D- vítamín er nauðsynlegt til þess að kalk nýtist eðlilega. Ekki er ljóst hvort hægt er að draga úr hættu á beinþynningu með því að taka kalktöflur umfram ráðlagða dagskammta. Ef neytt er mikils magns af kalki getur dregið úr nýtingu annarra steinefna eins og járns, zinks og magníums. Því er betra að fullnægja kalkþörf með fæðu frekar en töflum. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er mikill munur á kalki eftir fæðutegundum. Nefna má til fróð- leiks að til þess að ná hæsta ráð- lagða dagskammti af kalki þarf að borða um 150 grömrn af Gouda osti (26%), drekka urn einn lítra af mjólk eða mysu, borða tæp tvö kílógrömm af heilhveitibrauði eða 30 kílógrömm af kartöflum. Ólafur Reykdal er efnafræðingur og matvælafræðingur og starfar á fæðu- deild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Hann hefur skrifað ítarlega grein um sama efni í Fréttabréf Rann- sðknastofnunar landbúnaðarins. Kalk Milligrömm í 100 grömmum (meðaltal nokkurra mælinga) Ostar: Gouda (11%) 1050 Gouda (17%) 980 Brauðostur 950 Gouda (26%) 815 Blokkostur 750 Léttostur 570 Brie 545 Smurostur 435 Gráðaostur 345 Mysingur 260 Rjómaostur 82 Kotasæla 57 Mjólkurvörur: Fjörmjólk 141 Mysa 121 Undanrenna 120 Léttmjólk 116 Nýmjólk 111 Skyr 110 Rjómi 68 Smjör 17 Ýmis matvæli: Sardínur 420 Grænkál 180 Spínat 130 Heilhveitibrauð 64 Ýsa 11 Lambakjöt 5 Kartöflur 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.