Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 25
Tómas Jór Markmið menntunar á að vera að þroska hæfileika fólks til gagnrýni og til að vinna markvisst gegn hroka og þröngsýni, blekkingum og bábyljum. í heild, en einnig andlegu lífi manna og velferð, uppeldi, mann- legum samskiptum, menningu og listum. Slíkar sveiflur milli trausts og vantrausts og fjölda annarra and- stæðna í tilfinningalegri afstöðu eru vel þekkt fyrirbæri á frumbernsku- skeiði barna, en illt er þegar það mótar líf hins fullorðna manns. Þó menn leggi ekki alltaf skýrt hugsaða merkingu í hugtakið menning, mun enginn í alvöru draga í efa gildi og nauðsyn menn- ingar. En sérkennilegir fordómar endurspeglast oft í yfirlætislegu og háðslegu tali um svokallaða menn- ingarvita, það er að segja listamenn og áhugafólk um menningarmál. Af þessari umræðu um marg- slungna flokkadrætti fordómanna má ráða að án dómgreindar getur sjálf menningin orðið menningar- fjandsamleg, framfarirnar skaðleg- ar og tæknin banvæn. Hér er brýnt að hafa í huga að mikill blæbrigða- munur er á notkun orðsins menn- ing í þessum tveimur tilvikum og í raun róttækur merkingarmunur svo einkennilegt sem það kann að virðast. Merkingin er annars vegar ytri neyslumenning, en hins vegar menning með áherslu á andleg og siðræn gildi. Slíkur merkingarmun- ur er leynt og ljóst nýttur í for- dómasmíðinni. Trúarhugtakið er annað dæmi um misnýtingu merkingarmunar. Orðið trú getur annars vegar merkt að trúa í þeim skilningi að taka eitt- hvað algjörlega fyrir gefið sem maður veit samt engar sönnur á. Hins vegar merkir trú það að treysta og vona. Þessi merking skír- skotar þá til viðurkenningar á mannlegum vanmætti og smæð og þeirrar afstöðu að það megi reyna að setja traust sitt á eitthvað æðra og meira en sjálfan sig - þrátt fyrir allt. Þessi síðari túlkun er í hnot- skurn ein af uppistöðum kristin- dómsins. Trúarfordómar eru al- gengir og beinast stundum að trúnni sjálfri sem fyrirbæri. Ef til vill er það að einhverju leyti vegna þess að trúin, eða raunar öllu held- ur trúarbrögðin, hafa því miður ekki alltaf látið gott af sér leiða og einnig vegna rangrar túlkunar á trúarhugtakinu. Yfirleitt er talað um fordóma sem afleiðingu af vanþekkingu og ótta við breytingar og nýjungar og nán- ast sem birtingarform íhaldsamrar andstöðu gegn öðru en ríkjandi kröfum og viðhorfum. En málið er ekki svona einfalt. Fordómar birtast líka sem andstaða gegn íhaldsemi, að minnsta kosti vissri íhaldsemi. Þessi öfgakennda róttækni gegn Af umræðu um margslungna flokkadrætti fordómanna má ráða að án dómgreindar getur menningin orðið menningarfjandsamleg, framfarirnar skaðlegar og tæknin banvæn. íhaldsemi er oft barnaleg nýjunga- girni eða vanhugsuð oftrú á breyt- ingum - eða niðurrifi - undir fölsku flaggi umbóta. Athyglisvert er að oft mætast þessar tvær gerðir fordóma og tengjast í harla merki- legum faðmlögum flókinna eigin- girnissjónarmiða, hroka og þoku- mekki sem erfitt er að sjá í gegnum. Ef til vill er hér ekki um neinar djúptækar andstæður að ræða, heldur sýndaríhald og sýndarrót- tækni sem enginn munur er á. Þverpólitísk valdasamtrygging er oft á bak við sýndarágreininginn. Frekju og yfirgang getur verið til- valið að hjúpa hæfilega margræð- um hugtökum. Þau deyfa og slæva. Brýnt er að gera sér grein fyrir því að fordómur er eðli málsins samkvæmt hvorki skýrt meðvitað- ur né viðurkenndur sem slíkur. Ef svo væri mundi sá sem hann hefur vera kominn í innri mótsögn sem væri alvarleg ógnun við þann ávinning sem fordómurinn hefur veitt honum. Sjálf mannkynsagan og bókmenntirnar eru að sjálfsögðu samfelld keðja af dæmisögum um þetta. ITér hefur verið stiklað á stóru um fordóma og nokkur helstu af- brigði þeirra, einkenni og afleiðing- ar. Fordómafulla og einstrengislega afstöðu virðist mega rekja til eða tengja nokkrum meginfyrirbærum og eru þessi helst: Oljósar skilgrein- ingar í hugum manna, pólitískar grillur, frumstæðir varnarhættir og viðbrögð og loks almennt sinnu- leysi og smásálarháttur - hina víðfeðmu þröngsýni mætti kalla það. Magnús Skúlason er sérfræðingur í geðlækningum og starfar við gcðdeild Landspítalans. ítarlegri grein um sama efni hefur birst i tímaritinu Geðvernd. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.