Samtíðin - 01.05.1934, Síða 18

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 18
VIÐ BflRM NflTTÚRUNNflR Það er sagt, að mannkærleikur sé öllum dygðum æðri. Ég dáist að þessum mannkærleika og veit vel, að hann ber vott um göfugt hjartalag. En sál mín er ekki nógu þroskuð og hugsanir mínar of lágfleygar til þess að ég kom- ist nokkru sinni svo hátt að ég fái höndlað hann, og ég verð að játa það, að því eldri sem ég verð, því fjær færist ég tindum hugsjónarinnar. Ég lygi, ef ég segði, að ég elskaði alt mann- kynið. En ég elska dýr, kúguð og hædd dýr, og ég læt mig einu gilda, þó að hlegið sé að mér, þegar ég held því fram, að ég samrýmist þeim betur en flestum þeim mönnum, sem verða á vegi minum. Þegar ég hefi talað við mann svo sem hálftíma, er ég venjulega búinn að fá nóg. Mig langar þá mest til að hverfa frá, og ég er mjög undrandi yfir því, að sá sem ég hefi verið að tala við, skuli ekki vera orðinn leiður fyrir löngu. — En mér leiðist aldrei, þegar ég er með vingjarnlegum 14 EFTIR flXEL MUNTHE tiundi, og það enda þótt hann þekki mig eins lítið og ég þekki hann. Það kemur oft fyrir, þegar ég mæti húsbóndalausum hundi á götu, að ég nem staðar og spyr, hvert hann sé að fara, og venju- lega spjöllum við þá eitthvað saman. Enda þótt ekki verði mik- ið úr samræðunum, þykir mér gaman að horfa á hann og reyna að lesa í augu hans. Ilundarnir standa mönnum að því leyti miklu framar, að þeir geta ekki hræsnað, og öfugmæli (paradox) Talleyrands, að málið hafi orðið til, svo að maðurinn geti falið hugsanir sínar, á ekki við um hundana. Ég get setið hálfan daginn úti á akri og horft á nautgripina, sem eru á beit; og það er eitt af allra skemtilegustu viðfangsefn- um sálfi’æðings, að sökkva sér niður í svipbrigði lítils asna. En það eru aðeins lausir asnar, sem eru skemtilegir, tjóðraður asni er ekki nærri eins ódulur eða eðlilegur eins og sá asni, sem

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.