Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 6
6 14. október 2010 FIMMTUDAGUR NEYTENDUR Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið hefur undan- farna daga fengið fyrirspurnir frá tveimur heildsölum um aukn- ingu á innflutningskvóta á kjúkl- ing. Ástæðan er skortur á innlend- um kjúklingi á landinu sem hefur verið viðvarandi sökum skæðrar salmonellusýkingar sem herjaði á kjúklingabú í vor. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri framleiðslu- og markaðsskrif- stofu sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytisins, segir ráðuneytið fyrst hafa heyrt af skortinum á þriðjudag og staðfestir að hann sé til kominn vegna sýkingarinn- ar í vor. Hann segir þessa viku vera sérlega bágborna hvað varð- ar framboð en telur líklegt að jafn- vægi komist á aftur í næstu viku miðað við framleiðsluspár fyrir- tækjanna. „Að því gefnu að ekkert komi upp á er líklegt að framboðið verði orðið eðlilegt í næstu viku,“ segir Ólafur. Hann telur ekki ástæðu til þess að endurskoða núverandi toll- kvóta á kjúkling sökum þessa og breytingar á þeim taki fleiri vikur. Hann segir engar verslanir hafa haft beint samband við ráðuneytið sökum skortsins. Vegna fréttar á forsíðu Frétta- blaðsins í gær vill Matthías Hann- es Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Reykjagarðs, árétta að hann hafi ekki sagt í samtali við blaðið að fyrirtækið hafi getað afgreitt allar pantanir. Hann hafi sagt aðspurð- ur að fyrirtækið hafi verið í vanda- málum vegna salmonellusýkingar en ástandið væri að lagast. Að því leyti væri ekki fyrirsjáanlegur skortur hjá Reykjagarði. - sv Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur ekki ástæður til að endurskoða tollkvóta á kjúkling: Líklegt að ástandið lagist í næstu viku KJÚKLINGAR Í REYKJAGARÐI Ráðuneytið segir að miðað við framleiðsluspár mun framboð á kjúklingi aukast á ný í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kitlar bragðlaukana Framboðum til stjórnlagaþings skal skilað til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12 á hádegi næstkomandi mánudag, 18. október. Nánari upplýsingar á kosning.is og landskjor.is. Kosið verður 27. nóvember. Stjórnlagaþing kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið EFNAHAGSMÁL Miðað við álagn- ingarskrá 2010 eru heildarskuld- ir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna. Langflestir eru þannig settir að skuldir vegna íbúðarkaupa eru lægri en fasteignamat viðkomandi eignar. Í um tuttugu prósentum til- vika er veðsetningarhlutfallið hins vegar hærra en fasteignamat. Svo háttar til um skuldir sem nema samtals 519 milljörðum króna. Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem lagðar hafa verið fram í samráðsferli stjórnmálanna og hagsmunaaðila um lausn á skulda- vanda heimilanna. Á þeim sést að hjá 1.360 heim- ilum er skuldahlutfallið meira en 200 prósentum umfram fast- eignamat. Í þeim tilvikum nema skuldirnar samtals 49 milljörðum króna, eða rúmlega 36 milljónum á heimili. Sé litið til þeirra sem búa við skuldahlutfall á bilinu 100 til 110 prósent yfir fasteignamati er meðalskuldin tæplega 22 miljónir króna. bjorn@frettabladid.is Eitt af hverjum fimm heimilum yfirveðsett Heildarskuldir heimila með veði í fasteignum eru 1.201 milljarður króna. Fasteigna- skuldir 20 prósenta heimila eru hærri en fasteignamat eignarinnar. Hjá 1.360 heimilum er skuldahlutfallið meira en 200 prósentum umfram fasteignamat. REYKJAVÍK Mörg heimili eru skuldsett langt umfram fasteignamat eignar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skipting lána eftir teg- undum og lánveitendum Sundurliðað eftir tegund lána Gengisbundin lán 119,6 ma. kr. Verðtryggð lán 1.116,9 ma. kr. Óverðtryggð lán 96,2 ma. kr. Samtals 1.332,8 ma. kr. Sundurliðað eftir lánveitanda Bankar og sparisj. 512,6 ma. kr. Íbúðalánasjóður 645,1 ma. kr. Lífeyrissjóðir 175,1 ma. kr. Samtals 1.332,8 ma. kr. Heimild: Seðlabankinn Fjöldi skuldara með yfirveðsettar eignir Skuldahlutfall Fjöldi Skuld 100-110 5.166 112 110-120 4.565 104 120-130 3.184 77 130-140 2.114 55 140-150 1.404 39 150-160 889 26 160-170 644 20 170-180 456 15 180-190 337 12 190-200 293 10 yfir 200 1.360 49 Samtals: 20.412 519 Fjárhæðir skulda eru í milljörðum króna. Heimild: Fjármálaráðuneytið heimila eru með veðsetn- ingarhlutfallið hærra en fasteignamat. 20% Bindur þú miklar vonir við komandi stjórnlagaþing? Já 27% Nei 73% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú fylgst með björgun námuverkamannanna í Síle? Segðu þína skoðun á visir.is SAMFÉLAGSMÁL Stígamót og Skotturnar, samstarfs- vettvangur íslensku kvennahreyfingarinnar, efna til mikils söfnunarátaks sem hefst í dag. Er átakið í kjölfar þess að loka þurfti þjónustu- miðstöðvum Stígamóta utan höfuðborgarsvæðis- ins vegna niðurskurðar, en þjónusta á Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi, Borgarnesi, Akranesi og Grundarfirði lagðist af. „Það var alveg hræðilegt að klippa á þá vinnu sem var í gangi. Við erum þegar að fara af stað aftur, treystandi á fjármagn,“ segir Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta. Nú stendur til að opna stofnanirnar á ný. En auk þess er stefnt að því að auka þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu með sólarhringsþjónustu, flytja Stígamót í stærra húsnæði og útbúa athvarf fyrir konur sem eru að brjótast út úr vændi. „Það er viðurkennd þörf fyrir slíkt athvarf,“ segir Guðrún. „Þar sem útilokað er að fjármagna vinnuna á þessum tímum, munu Skottur deila henni á kvöld- in og um helgar í sjálfboðavinnu.“ Skotturnar munu hefja söfnunarátakið á morgun og selja kynjagleraugnanælur fram yfir helgina á 1.000 krónur stykkið og er markmiðið að selja 17.000 nælur. - sv Skotturnar og Stígamót standa fyrir söfnunarátaki sem hefst í dag: Skottur selja kynjagleraugu KYNJAGLERAUGUN Merkið er hannað af Hrafnhildi A. Jónsdóttur og Tinnu Brá Baldvinsdóttur. Þær unnu opna hönnunarsamkeppni Skottanna um barmmerki. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.