Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 25 Stjórnarskráin frá 17. júní 1944 er í meginatriðum samhljóða dönsku stjórnarskránni. Stjórn- arskránni verður því ekki með góðu móti kennt um hrunið, ekki hrundi Danmörk. Reynslan virðist þó sýna, að Íslendingar geti þurft strangari stjórnarskrá en Danir. Eftir á að hyggja hefði stjórnar- skráin þurft að girða fyrir langan aðdraganda hrunsins. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnarskrár- innar um vald forseta Íslands, úr því að valdheimildir hans sam- kvæmt stjórnarskránni eins og hún er dugðu ekki til. Valdmörk og mótvægi Valdi forsetans er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi fram- kvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds í samræmi við hug- myndina um þrískiptingu valds innan ramma þingræðisins. Mál- skotsréttur forsetans er að vísu skýr, en hann þarf að rýmka, svo að forsetinn geti vísað til þjóðar- atkvæðis ekki aðeins frumvörp- um, sem þingið samþykkir, svo sem nú er hægt, heldur einnig frumvörpum, sem þingið hafnar. Það væri nýjung. Forsetinn gæti þá vísað lagafrumvörpum utan- þingsstjórnar til þjóðaratkvæða- greiðslu fram hjá þinginu. Til- skilinn hluti kjósenda þarf einnig að geta vísað lagafrumvörpum til þjóðaratkvæðis. Trausti rúið Alþingi gæti þá ekki staðið í vegi fyrir framgangi mála vinsællar utanþingsstjórnar. Með því móti væri girt frekar fyrir getu Alþing- is til að ganga gegn vilja fólksins í landinu. Ég tek undir með Ólafi Jóhannessyni fyrrum forsætis- ráðherra, að setja þurfi sérstakt ákvæði í stjórnarskrána um rétt forseta til að mynda utanþings- stjórn, takist Alþingi ekki að mynda starfhæfa stjórn. Ég tel einnig koma til greina að veita for- setanum vald til að skipa ríkis- stjórn, svo að utanþingsstjórn að bandarískri og franskri fyrirmynd yrði reglan, ekki undantekningin, svo sem Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og Vilmundur Gylfa- son alþingismaður lögðu til fyrir löngu. Ýmsar útfærslur á sjónar- miðum þeirra koma til álita. Ýmis önnur ný ákvæði þarf í ljósi reynslunnar að setja í nýja stjórnarskrá, þar á meðal ákvæði til að skerða veldi stjórnmála- flokka og hagsmunasamtaka líkt og Ólafur Jóhannesson mælti fyrir til að koma í veg fyrir „ofbeldi ein- staklinga og félagsheilda“. Þá þarf ýtarlegri ákvæði um eignarrétt, þar á meðal eignarrétt yfir auð- lindum, og lögvernd hans, þannig að „einstakir menn auðgist ekki óhæfilega fyrir beinar aðgerðir hins opinbera“, svo að ég vitni enn í Ólaf. Kjördæmaskipaninni þarf að breyta, svo að landið verði eitt kjördæmi, þingmenn ekki fleiri en til dæmis 21 eða 35 og ráðherrar ekki fleiri en sjö eða átta og sitji ekki á þingi. ESB og stjórnarskráin Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu líta margir svo á, að stjórnarskráin leyfi ekki inngöngu Íslands í ESB. Ég hef hér í blaðinu fært lagaleg rök að því, að stjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir aðild að ESB, þar eð samþykkt Alþingis myndi duga, en rétt væri þó að bera málið undir bindandi þjóðaratkvæði. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 fól í reynd í sér umfangs- meira afsal valdheimilda en aðild að ESB myndi fela í sér nú til við- bótar, þar eð skrefið, sem þá var stigið, var stærra. Í lagalegu til- liti er aðild að ESB þó í eðli sínu ólík aðild að EES. Aðild að ESB þýðir, að stofnanir ESB fá laga- setningarvald á Íslandi og dóm- stóll ESB fær bindandi dómsvald, en hvorugu er til að dreifa innan EES. Hvort tveggja yrði að minni hyggju Íslandi til framdráttar líkt og öðrum aðildar löndum. Margir lögfræðingar og allir stjórnmála- flokkar landsins líta þó svo á, að eðlismunurinn á ESB og EES kalli á stjórnarskrárbreytingu. Sú stað- reynd knýr ásamt þeim atriðum, sem reifuð voru að framan, á um nýja stjórnarskrá. Hreint borð Þörfin fyrir nýja stjórnarskrá í hrundu landi helgast öðrum þræði af nauðsyn þess að byrja upp á nýtt, frá grunni, með hreint borð. Stjórnmálastéttin kallaði hrun- ið yfir landið ásamt meðreiðar- sveinum sínum í bönkum og útrás- arfyrirtækjum eins og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lýsir glöggt. Þjóðin þarf að byrja upp á nýtt með því að binda gagnger- ar breytingar á stjórnskipaninni í stjórnarskrá og nota tækifærið til að senda umheiminum skýr skila- boð um nýtt upphaf og nýja siði. Aðrar þjóðir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár við mikilvæg tíma- mót í sögu sinni. Þjóðverjar settu sér nýja stjórnarskrá eftir heims- styrjöldina síðari. Suður-Afríku- menn settu sér nýja stjórnarskrá við valdatöku svarta meiri hlutans eftir hrun aðskilnaðarstjórnarinn- ar 1994. Þessar tvær stjórnarskrár geta ásamt öðrum reynzt góðar fyrirmyndir. Mannréttindakaflar beggja skjala eru skínandi góðir. Stjórnlagaþingi er ætlað að end- urskoða stjórnarskrána eða semja nýja í beinu umboði þjóðarinnar og án atbeina stjórnmálaflokkanna. Til að vinna að framgangi þeirra hugmynda, sem ég hef lýst hér að framan, hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins. Byrjum með hreint borð Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG AF NETINU Svikamyllan Svikamylla ársins 2010 hlýtur að vera fundin. Baldvin Jóns- son, varaþingmað- ur Hreyfingarinnar, segist hafa verið plataður til að styðja frumvarp um að sturta peningum í hafnargerðina í Helguvík. Svo er að sjá að hann hafi ekki áttað sig á því að fram- kvæmdirnar stæðu í sambandi við álversdraumana á staðnum. Annað hvort er Baldvin mesti hrekkleysinginn á löggjafarsamkom- unni eða sá sem plataði hann til að skrifa undir klókasti svikahrappur þingsögunnar. kaninka.net/stefan Stefán Pálsson Gullkálfur berst í bökkum Enginn vafi er á því að Iceland Airwaves er gríðarleg búbót fyrir ferðaþjónustu í landinu utan háannatíma. Hátíðin er gríðarlega vítam- ínssprauta fyrir ferðamannaiðnaðinn yfir vetrarmánuðina. Hins vegar er hinn bitri veruleiki sá að þessi hátíð sem veltir vel á annan milljarð króna árlega hefur ekki bolmagn til að borga laun eins einasta starfsmanns í fullu starfi, en örfáir lágt launað- ir starfsmenn í hlutastarfi vinna að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Rekstur hátíðarinnar er í járnum og því óvíst hvort hátíðin verður haldin á næsta ári, nema til komi viðhorfsbreyting stjórnvalda til þessa mikilvæga viðburðar. http://www.pressan.is/pressu- pennar/Skuli_Helgason Skúli Helgason Þjóðin þarf að byrja upp á nýtt með því að binda gagngerar breytingar á stjórnskipaninni í stjórnarskrá og nota tækifærið til að senda umheiminum skýr skilaboð um nýtt upphaf og nýja siði. islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Fólk án atvinnu fær frystingu á húsnæðislánum Komdu og ræddu við ráðgjafa í næsta útibúi Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.