Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 22

Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 22
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Hjá Actavis starfa rúmlega tíu þúsund manns víða um heim. Þar af voru hér 630 um síðustu áramót. Fyrirtækið hefur á árinu unnið að því að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði en við það mun framleiðslugetan hér aukast um helming. Samhliða því var gert ráð fyrir að ráða fimmtíu nýja starfsmenn á árinu. Þeir eru nú rúmlega 700 talsins og er búist við að þeim muni fjölga um í kringum fjörutíu á næstu mánuðum. Það jafngildir tæplega fimmtán prósenta fjölgun starfa. Aðallega hefur starfs- fólki fjölgað í pökkunar- og töfludeild, auk þess sem ráðið hefur verið í störf á gæðasviði og á fleiri sviðum í tengslum við stækkunina. HÖFUÐSTÖÐVAR ACTAVIS Rúmlega tíu þúsund manns vinna hjá Actavis. Þar af eru rúmlega sjö hundruð hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fjölga starfsmönnum hér um 15 prósent 20 Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja Haustráðstefna KPMG 28. október / Grand Hótel KPMG blæs til haustráðstefnu þar sem fjallað verður um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og er leitað í þekkingar- og reynslubrunn nokkurra áhugaverðra fyrirlesara. Ráðstefnan byrjar með hádegisverði klukkan tólf og dagskráin hefst formlega klukkan eitt. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. Skráning fer fram á www.kpmg.is Dagskrá Fjármálakreppan og aðlögun íslensks efnahagslífs Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Fjárhagsleg endurskipulagning – hvernig mætast sjónarmið fyrirtækja og kröfuhafa Michael Dance, sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu Lífið eftir endurskipulagningu Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips Reynslusaga af flóknu endurskipulagningarferli H. Ágúst Jóhannesson, KPMG Eru enn til staðar hindranir í endur- skipulagningu og viðreisn fyrirtækja? Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Pallborðsumræður Stjórnandi: Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Ráðstefnustjóri Auður Ósk Þórisdóttir, KPMG Claudio Albrecht, forstjóri Acta- vis, sest í stól stjórnarformanns eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Breyting- ar verða jafnframt á stjórn Acta- vis. Ný stjórn fundar í fyrsta sinn í byrjun næsta árs. Hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. Fjárhagslegri endurskipulagn- ingu á skuldum Björgólfs Thors Björgólfssonar, fráfarandi stjórnar- formanns Actavis, lauk í júlí í sumar. Samhliða því var unnið í málum Actavis. Samkvæmt uppgjöri Björgólfs sem greint var frá í sumar verð- ur hann áfram hluthafi í Acta- vis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögun- um, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu hins vegar fara upp í skuldir hans við innlenda og erlenda lánardrottna. Í sumar var jafnframt greint frá því að Björgólfur myndi sitja áfram í stjórn Actavis. Claudio Albrecht, sem settist í forstjórastólinn seint í júní, segir í samtali við Fréttablaðið að mikilvægt hafi verið að endur- skipuleggja skuldastöðu Actavis. Þótt núverandi rekstrarár stefni í að verða það besta frá upphafi hafi skuldir verið slíkar að það hefði verið þungur róður að greiða af lánum. Því hafi þurft að laga skuldastöðuna. Ekki liggur fyrir hvað felst í fjárhagslegri endurskipulagningu Actavis að öðru leyti en því að félagið var endurfjármagnað í sumar. Líklegt er að nánar verði greint frá breytingunni fljótlega. Fram kom í tilkynningu frá Acta- vis í júlí að fyrirtækið stefndi að frekari vexti, einkum í Suður-Evr- ópu, í Japan, Mið-Austurlöndum og í Norður-Afríku. Það myndi leggja áherslu á líftæknilyf, sem væru dýr í þróun og krefðust því sterkr- ar fjárhagsstöðu. Félagið vinnur nú að áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa á 51 prósents hlut í svissneska líftæknifyrirtækinu Biopartners og er gert ráð fyrir að henni ljúki um næstu mánaðamót. jonab@frettabladid.is Stefnir í met- ár hjá Actavis Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, verður stjórnar- formaður fyrirtækisins. Fjárhagslegri endurskipu- lagningu þess er lokið. Breytingar verða á stjórninni. MILLJARÐAR KRÓNA eru heildarútlán Íbúðalánasjóðs á fyrstu níu mánuð- um ársins. Það er tuttugu prósenta samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvufyrirtækinu Apple fór yfir þrjú hundruð Bandaríkjadali á hlut í fyrstu viðskiptum gærdagsins. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Það jafngildir því að eitt hlutabréf í Apple hafi við upphaf viðskiptadagsins vestanhafs í gær kostað 33.444 íslenskar krónur. Bandaríska dagblaðið Washington Post bendir á að gengi hlutabréfa hafi hækkað um 43 prósent á árinu. Þá er bent á að í desember árið 2003 hafi gengi hlutabréfanna staðið í tæpum tíu dölum á hlut. Miðað við gengið við upphaf viðskiptadagsins í gær hefur það hækkað þrjátíufalt á tímabilinu. Washington Post bendir á að helsta ástæðan fyrir velgengni Apple undanfarin ár sé farsæl markaðs- setning raftækja á borð við tónhlöðuna iPod, spjaldtölvuna iPad og snjallsímann iPhone. - jab Gengi hlutabréfa bandaríska tæknirisans Apple hefur aldrei verið hærra: Eitt bréf kostar 33.441 krónur FORSTJÓRINN Claudio Albrecht, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins, segir stefna í metafkomu á árinu. Fyrirtækið vinnur að enn einni yfirtökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.