Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 61

Morgunn - 01.06.1952, Page 61
„Þessi heimur og hinn “ Nýleg bók. ★ 1 Englandi kemur árlega út allmikið af bókum um sál- arrannsóknamálið, sumpart endurprentun á höfuðritum og sumpart nýjar bækur. Á liðnu ári kom út bók eftir hjónin Phoebe Payne, sem er skyggnimiðill og guðspek- ingur, og eiginmann hennar, sálfræðinginn dr. L. Bendit. Bókin heitir „This World And That“, og hefur hennar verið getið í blöðum spíritista í Englandi, einkum í Light, sem getur hennar lofsamlega, þótt höfundar gagnrýni tals- vert þjálfunaraðferðir spíritistanna við miðlana og bendi á ýmislegt, sem þeim finnst varhugavert innan hreyfing- arinnar. Fullyrðir Light, að margar þær aðfinnslur séu á fuilum rökum reistar. Þótt MORGNI hafi enn ekki borizt þessi bók, birtir hann hér eftir sænska timaritinu Spiritualisten tvær frásagnir af reynslu frúarinnar. Fyrri frásögnin vottar þá reynslu, sem áður er af mörgum dæmum kunn, að maðurinn get- ur haft vitund um sjálfan sig á tveim stöðum samtímis, og er á þessa leið: „Fyrir mörgum árum kom fyrir mig merkilegt atvik. Ég hafði þá um skeið brotið heilann allmikið um vissa tegund sálrænna vandamála, og var að velta því fyrir mér, hvort enginn vina minna kynni að hafa næga þekk- ing og reynslu í þessu efni, til þess að geta hjálpað mér. Þá kom mér til hugar maður, sem bjó langt í burtu, á meginlandi Evrópu. Sjálf var ég stödd í heimili mínu í Englandi, glaðvakandi og með fullri vitund, en samstund- is fannst mér eitthvað af sjálfri mér leggja af stað og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.