Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 86

Morgunn - 01.06.1952, Side 86
80 MORGUNN gerðum og bæn lækningafélagsins. Hin sjúka kona var þá þegar í stað rannsökuð. Hér var um undur að ræða, sem skeði fyrir augum vísindamannsins. Ár eftir ár eiga þessi undur sér stað fyrir handaálagningu og snertingu karla og kvenna, sem virðast vera kölluð til miskunnarverka. Oft eru þau smá í heimsins augum, þessar systur vorar og bræður. En því meir hljóta þau að vera metin af Guði, fyrst hann trúir þeim fyrir slíkum náðargjöfum.“ Einar M. Jónsson. Andlegar lækningar. Brezka stórblaðið Daily Express er að opna umræður í dálkum sínum um andlegar lækningar. Tveir af biskup- um biskupakirkjunnar hafa heitið stuðningi sínum og lýsa yfir, að þeir telji nauðsyn, að rannsaka málið, og með þeim einn af höfuðprestum kirkjunnar. Innan sjálfrar biskupakirkjunnar hefur verið lögð stund á trúarlegar lækningar, og munu biskuparnir tveir og ýmsir aðrir merkir kirkjumenn í Bretlandi telja árangur- inn svo athyglisverðan, að ekki megi þegja um hann. Daily Express hvetur lækna og sjúka, sem fengið hafi bata af slíkum lækningum, til að taka þátt í umræðunum í blaðinu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.