Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 14
92 MORGUNN þar sem hann smátt og smátt útilokar blekkingamöguleik- ana. Á þann hátt er vísindalegur sannleikur fundinn og sannaður. Það er þetta, sem dulsálfræðivísindin eru að gera og vinna að. Þannig hefur þeim nú þegar tekizt að sanna, að hin svo nefndu fjarhrif (telepathy) á milli lifandi manna eigi sér stað, þótt órafjarlægðir séu á milli þeirra. 1 því sambandi hafa ýmsir haldið því fram, að þrátt fyrir þetta, sé um enga sönnun að ræða fyrir því, að það sem við köllum sál eða anda, sé til, heldur geti hér verið um að ræða eins kon- ar geislun eða rafeindabylgjur, sem berist frá frumum eins mannsheila til annars um langan veg, líkt og útvarpsbylgja, og því geti þetta verið algerlega efnislegt fyrirbæri, og sé engin sönnun þess, að maður hafi sál. Til þess að reyna að ganga úr skugga um þetta, hafa menn, sem þegar höfðu verið reyndir að því að geta senzt á hugsunum um langan veg, verið lokaðir inni í rambyggileg- um skápum, gerðum úr þvílíkum efnum, sem sannprófað var, að ekki gátu hleypt í gegnum um sig neinum þeim bylgjum eða geislum, sem menn þekkja. Niðurstaða þessara tilrauna varð sú, að enda þótt mennirnir væru þannig inni byrgðir, gátu hugsanir hindrunarlaust borizt á milli þeirra. I öðru lagi er þess að geta, að reynsla sýnir, að fjarlægðir draga úr áhrifum hvers konar sveifina. Þess vegna heyrist verr í útvarpi í mikilli fjarlægð frá sendistöð. Hins vegar sýna tilraunir um hugsanaflutning eða telepathy, að fjar- lægðir hafa þar ekkert að segja. Bendir það til þess, að ekki sé hér um efnisbylgjur að ræða. Eins og mörgum er kunnugt, hefur hinn heimskunni dul- sálfræðingur dr. J. B. Rhine, prófessor við Dukeháskóla í Carolina í Bandaríkjunum, meðal annars gert afar víðtæk- ar tilraunir á mörgum þúsundum manna, er blátt áfram sýna og sanna vald sálarinnar eða hugans yfir efninu og orku hennar til þess að ráða að meiru eða minna leyti hreyf- ingu efniskenndra hluta. Við þessar tilraunir notar hann sérstaka vél eða rafknúið hjól, sem hann lætur í teninga,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.