19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 10

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 10
10 3. TBL.1993 Tunguinálið hindrnn Og Hólmfríður lagði áherslu á að það væri afar mismunandi hversu létt fólk ætti með að tileinka sér íslenska tungu eftir því frá hvaða málsvæði heimsins það kæmi. I heiminum eru mörg stafróf auk þess sem uppbygging mála er í grundvallaratriðum ólík. í vestrænum málum eru oftast mis- flókin beygingarkerfi en í Suðaustur-Asíu er fjöldi tungumála byggður á tónakerfi sem veldur því að fólk sem kemur þaðan, án þess að hafa áður kynnst vestrænu máli, á í miklum erfiðleikum með að tileinka sér íslensku. Hún sagði frá bandarískri rann- sókn sem hefði borið saman tvo hópa inn- flytjenda, annars vegar Víetnama og hins vegar Puertoríkana. Puertoríkanarnir voru verr settir félagslega en þeir gátu náð valdi á enskri tungu svo bærilegt væri á 1-2 ár- um. Víetnamarnir þurftu hins vegar 5-7 ár til þess að ná svipuðum árangri þótt þeir væru betur staddir félagslega. Hún sagði að það væri mjög mikilvægt að aðrir landsmenn gerðu sér grein fyrir þessum erfiðleikum nýbúanna og legðu eitt- hvað á sig til að hjálpa þeim að komast inn í málið. Það væri best gert með því tala við þá á íslensku, skýrt og einfalt mál, og sýna þeim umburðarlyndi og þolinmæði í við- leitni þeirra við að tala okkar tungu. Og í niðurlagi máls síns sagðist hún óska þess að Islendingar litu ekki á nýbúana sem vanda- mál eingöngu, heldur einnig sem guðsgjöf. Að gefa og liiggja Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, kallaði erindi sitt: Að gefa og þiggja: Samskipti við nýbúa frá Asíu. Reynsla Guðrúnar af starfi með nýbúum er að mörgu leyti lík reynslu Hólmfríðar, enda hefur verið náið samstarf milli Rauða krossins og Námsflokkanna. Hún lagði líka áherslu á þann mikla grundvallarmun sem er á málkerfum Vesturlanda og Aust- urlanda. Þar við bætist að menningararf- leifð, hugsunarháttur og orðatiltæki fólks byggist fyrst og fremst á sögu og trúar- brögðum sem speglast í málfari þjóðanna. Það væri því síður en svo auðvelt að brjóta tungumálaísinn milli asíumáls og íslensk- unnar. Flestir Filipseyingar sem hingað koma hafi vald á ensku og það auðveldi samskiptin við þá en hjá öðrum Asíubúum sé enskukunnátta miklu minni og fátíðari. í hlulverki kúgarans íslendingurinn og Asíubúinn sem ætla að fara að deila lífskjörum eru því á ótraustum ís, sagði Guðrún. Sú hætta er ævinlega fyrir hendi að annar aðilinn kúgi hinn eða vanræki og það liggur í augum uppi að í flestum tilfellum lendir íslend- ingurinn í hlutverki kúgarans ef samband- ið tekst illa. Það er hann sem hefur málið á valdi sínu og þekkir lög og reglur samfé- lagsins og það er auðveldara að detta inn í hlutverk kúgarans en deila ábyrgð og ákvörðunum með aðila sem maður getur ekki talað við að neinu gagni. Hún telur það því merki urn vel heppnað samband þegar konur fara í íslcnskunám og segir að sem betur fer sé það algengast. Gallinn sé aðeins sá að of oft sé látið staðar numið þegar konan hefur fengið lágmarks orða- forða. Börn í erliöleikiiiii Guðrún sagðist ekki geta látið hjá líða að benda á einn hóp nýbúa sem ætti sér- staklega í vök að verjast en það væru stálp- uð börn sem kæmu með konum frá Asíu- löndum. 8-10 ára börn væru með mál- þroska barns á sínu móðurmáli og næstu ár færu í að tileinka sér frumdrög íslenskunn- ar sem gæti þýtt að þau misstu af þeim hugtakaþroska sem jafnaldrar þeirra öðlast á þessum árum. Og hún vakti athygli á því að í Námsflokkum Reykjavíkur hefðu þau stofnað miðdeild til þess að styðja sérstak- lega við nám þessa aldurshóps í íslensku og samfélagsgrei n um. Guðrún lagði ríka áherslu á að fákunn- átta nýbúa í íslensku væri ekki aðeins þeirra vandamál, heldur einnig vandamál < samfélagsins. Samfélagið hefði ekki efni á

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.