19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 20

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 20
20 3. TBL.1993 Verðum að leggja harðar að okkur en nokkur karl Alþjóðleg sjávarútvegs- sýning var haldin í Laugardalshöll í septem- ber síðastliðnum og hefur hún líklega farið fram hjá mörgum konum. Sjávar- útvegurinn tilheyrir „karlaheiminum" finnst okkur flestum og kannski þess vegna er það sér- staklega eftirtektarvert að það skuli vera kona sem Patricia Foster var framkvœmdastjóri Is- lensku sjávarútvegssýningarinnar 1993. stjórnar þessari viða- miklu sýningu - og það ekki í fyrsta sinn heldur fjórða. Patricia Foster heitir hún þessi kona og er bresk. 19. júnt lék for- vitni á að vita hvernig hún komst í þessa stöðu og hvernig konum í Bret- landi gengur yfirleitt að hasla sér völl í viðskipta- heiminum. Texti: Bryndís Kristjánsdóttir örusýningar höfðu lengi hcill- að mig og mig langaði að komast að öllu í sambandi við jTæf; hvernig þær yrðu til, hver væri upp- hafsmaður þeirra, hvernig þær væru settar saman, o.s.frv. Og mig langaði til að vinna við að selja íyrirtækjum bása á svona sýningar. Ég hafði rekið fyrirtæki með manninum mínum í 12 ár þegar ég ákvað að fara að vinna við sýningar. Þetta var árið 1978 og ég sótti um starf hjá Reed Exhibition Companies, sem ér fýrir- tækið sem sér um Sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll. A þesum tíma voru þar engar konur í stjórnunar- eða sölustörfum og eina leiðin inn var sem ritari. Ég réð mig til árs og að þeim tíma liðnum var ég orðin dauðleið og eiginlega á leiðinni út þegar staða ritara sölustjóra fyrirtækisins, John Legate, losnaði. Hann var stjórnandi sex alþjóðlegra sýninga og náði starf hans yfir allt sviðið sem tilheyrir því að koma upp sýningu. Sem ritari hjá John lærði ég fljótt allt sem þurfti til að koma sýningu á laggirnar. Ég fór fljótlega að gera ýmislegt sem enginn hafði gert áður á sýningum. Skrifstofur sýningarstjórnarinnar voru yfir- leitt mjög óvistlegar og með forljótum tepp- um. Ég fékk sýningaraðila til að lána okkur ný teppi á meðan á sýningunum stóð, skreytti veggina með myndum og gerði margt fleira sem setti fágaðra yfirbragð á sýningarnar. Núna þykir þetta sjálfsagt og er gert á öllum sýningum.“ * Fannst ég eiga iieimtingu á sölustjórastarli „Þegar ég hafði unnið með John í þrjú ár lést maðurinn minn. Þá þrengdist svo fjárhagurinn hjá mér að ritaralaunin dugðu ekki. Það hafði losnað staða sölu- stjóra einnar af sýningum fyrirtækisins. Mig langaði virkilega að fá þetta starf og var komin með mjög góða reynslu eftir að hafa aðstoðað John í þessi ár. Mér fannst ég því eiga heimtingu á að fá starf- ið, almennileg sölustjóralaun og minn eig- in bíl. Auk þess hafði ég lagt miklu harð- ar að mér en nokkur annar en það er það sem við verðum að gera til að komast áfram — og það borgar sig að lokum. Ég

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.