19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 38

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 38
38 3. TBL.1993 „Samstaða kvenna víðs vegar í heiminum mikil“ í sögu Kvenréttindafélags íslands er einnig fjallað um starf félagsins á alþjóðavett- vangi. „Samstaða kvenna um allan heim hefur verið mjög sterk í gegnum tíðina og þau mál sem við höfum verið að berjast fyrir eru ekki ólík þeim málum sem kyn- systur okkar eru að berjast fyrir annars staðar. Frá því að KRFÍ gekk í Alþjóða- samtök kvenréttindafélaga 1910 hafa tengsl verið við félög sem berjast fyrir réttinda- málum kvenna víðs vegar um heiminn. Kvenrétdndafélagið hefur átt stjórnarmenn í þessum samtökum og haft áhrif á starf þeirra með ýmsum hætti auk þess sem samtökin hafa haft áhrif á viðfangsefni fé- lagsins hér heima,“ segir Sigríður. Hún segir að Kvenréttindafélagið hafi jafnan borið mikinn svip þeirra kvenna sem þar hafi gegnt formennsku á hverjum tíma. Einkum hafi þetta átt við á fyrstu áratug- um aldarinnar þegar formenn sátu alla jafna lengi í einu. „Starf félagsins hefur verið mjög viðamikið í gegnum tíðina. Arsritið 19. júní hefur verið gefið út frá ár- inu 1951 auk margra smárita. Þá hafa verið haldnar fjölmargar ráðstefnur og þeim ver- ið fylgt eftir með útgáfu á erindum," segir hún. „Menntun fylgir sjálfstraust“ En hvað er efst í huga höfundar að lokinni ritun sögu Kvenréttindafélags íslands? „Efst í huganum eru vissulega þau mörgu mál sem konur hafa komið til leið- ar með þrotlausri baráttu í gegnum tíðina. Að mínu mati er hið aukna sjálfstraust sem konur hafa nú til að bera það dýrmætasta sem áunnist hefur í réttindabaráttunni á þessari öld. Miklu fleiri konur eru nú menntaðar og menntun fylgir sjálfstraust," segir hún að lokum. Saga Kvenréttindafé- lagsins íslands er í kringum 500 blaðsíður, með um 500 ljósmyndum. í viðauka er skrá yfir lög og stefnuskrá félagsins, við- fangsefni landsfunda, yfirlit yfir stjórnir KRFÍ frá upphafi, ritstjórnir 19. júní og Menningar- og minningarsjóðs kvenna og skrá yfir konur sem setið hafa á Alþingi, sem aðalmenn og varamenn frá upphafi. Elísabet Cochran er grafískur hönnuður bókarinnar. Myndaritstjóri er Björg Ein- arsdóttir, rithöfundur, sem einnig skrifaði myndatexta. í útgáfustjórn áttu sæti Aslaug Ottesen, Berglind Ásgeirsdóttir, Ester Guðmundsdóttir og Sólveig Ölafsdóttir. Þá starfaði Inga Jóna Þórðardóttir, formað- ur Kvenréttindafélagsins, með nefndinni. Konur sóttu um 350 milljónir til atvinnuskapandi verkefna Atvinnleysi undanfarinna missera hefur komið harðar niður á konum en körlum alls staðar á landinu. / sumar þegar atvinmdeysi mœldist 3,2% yfir landið allt var at- vinnuleysi meðal kvenna 4,6%. A hófuðborgarsvceðinu var atvinnuleysi á þessum tíma 5,1% hjá konum en 2,5% hjá körlum. Mest var atvinnuleysið meðal ófagherðra kvenna, skrifstofukvenna og kvenna ífiskiðnaði. Auk meira atvinnuleysis hjá konum hefur það einnig sýnt sig að framlög hins opinbera til atvinnuskapandi verkefiia nýt- ast konum mun verr en körlum. Af þessum sökutn auglýsti samstarfihópur um at- vintmmál kvenna, á vegutn félagsmálaráðuneytisins, í sumar eftir umsóknum um styrki til atvinnuskapandi verkefiia jýrir konur og voru 60 milljónir króna til ráð- stöfunar. Marktnið starfshópsins við úthlutun styrkjanna var að atvinnulausar konur hefðu forgang til starfa sem sköpuðust. Að sögn Huldu Finnbogadóttur, for- manns hópsins, bárust ríflega 150 um- sóknir um styrki. I heild voru umsóknirn- ar að upphæð hátt í 350 milljónir króna. Þar af voru umsóknir frá einkaaðilum að upphæð 247 milljónir en sveitarfélög sóttu einnig um. „Þegar starfshópurinn fór að kanna atvinnumálin kom í ljós að mikið verra ástand var í atvinnu- málum kvenna „ Sveitarfélögin sóttu aðallega um styrki til aðhlynningarstarfa en umsóknir frá einkaaðilum voru um allt á milli himins og jarðar. Sem dæmi ná nefna umsóknir um styrki til að setja á laggirnar kvenna- smiðju þar sem fram færi sala og vinnsla á staðnum,“ segir hún. „ Þá bárust umsóknir um styrki til að stofna leirkerasmiðju, saumastofur og skinnaverkun þar sem meðal annars var fyrirhugað að verka gæru, hreindýraskinn og fiskroð,“ segir hún. Þá bárust umsóknir um styrki til þró- unar og markaðssetningar á mörgum hlut- um, eins og íslenskum jurtum og leikföng- urn úr tré. Loks má nefna umsóknir um styrki til þjónustustarfa. Ekki var búið að kynna félagsmálaráð- herra tillögur um úthlutanir styrkjanna þegar 19. júní fór í prentun. Að sögn Huldu yrði við úthlutun einkum tekið til- lit til þess hve styrkir gætu fjölgað stöðu- gildum mikið. Þá yrði séð til þess að styrkirnir skiptust á milli landshluta. * ►

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.