19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 18

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 18
18 3. TBL.1993 B OKMENNTA S YN Guðrún Helgadóttir rithöfundur og alþingismaður hefur orðið: Isíðasta tölublaði 19. júní var pistli hleypt af stokkunum um bók- menntir. í yfirskrift hans var sagt að „í honum muni menn skiptast á skoðunum um bókmenntir". Þessu hafði ég ekki veitt athygli þegar óskað var eftir orði í belg frá mér því hefði ég gert það hefði ég harðneitað. Ég hef ekki skrif- að um bækur síðan ég var í menntaskóla en þá skrifaði ég í Skólablaðið um ljóða- kvöld á Sal. Þá gat ég þess af lítillæti mínu að flest hefði nú þetta verið bull en þó gæti verið að skáld leyndist í þessum Hannesi Péturssyni sem þar hafði lesið upp! Þar sem þetta reyndist allgott hjá mér hef ég ekki tekið neina áhættu í fræðunum síðan. Fyrsti ges.tapenninn í Bókmenntasýn 19. júní var Elín Oddgeirsdóttir. Ég ætla að- eins að víkja að grein hennar sem nefndist „Að vera litterær dama“ og fjallar, eins og nafnið bendir til, um konur sem skrifa. Elín heldur því fram að bækur kvenna fái allt aðrar og verri viðtökur en bækur karla þó að konum sem skrifa fari æ fjölgandi. Ekki þykir mér sú staðhæfing vel rökstudd í greininni. Elín heldur því m.a. fram að bækur kvenna fái „oft annarlega umfjöll- un“. Ég er reyndar ein þeirra sem ævinlega les umfjöllun um bókmenntir í blöðum og tímaritum og í allri hreinskilni þá á ég erf- itt með að fallast á að þetta sé rétt. Elín vitnar í einn ritdóm um ljóðabók ungrar konu en séð hef ég aðra slíka um ljóð karla. Hún heldur því einnig fram að kon- ur eigi erfiðara með að fá bækur sínar gefn- ar út en karlar. Um þetta veit ég ekkert en þessi staðhæfing er heldur ekki studd nein- um rökum. Ég fæ ekki betur séð en að stór hópur kvenna sé, eða hafi verið, í fremstu víglínu í íslenskri skáldskapargerð á síðustu árum. Dæmi um það eru Vigdís Grímsdóttir, Fríða A. Sigurðardóttir, Jakobína Sigurðar- dóttir, Svava Jakobsdóttir, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Alfrún Gunnlaugsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Kristín Ómarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Þórunn Valdimarsdótt- ir, Kristín Steinsdóttir, Guðlaug Richter og Heiður Baldursdóttir. Allar eiga þessar konur það sameiginlegt að hafa hlotið mikið hrós og mikla umfjöllun um verk sín. Auðvelt væri að nefna töluvert stærri hóp kvenna sem hlotið hafa vinsamlegar móttökur en þessar konur hafa sannarlega „slegið í gegn“ eins og það er kallað. Mér er satt að segja til efs að ég gæti talið upp jafnstóran hóp karla sem vakið hafa sams konar athygli á síðustu árum fyrir skáld- skap en það kann að vera rangt. Ég held að mismunur á aðstöðu kynj- anna liggi ekki þarna. Staðreyndin er sú að konur skrifa minna en karlar og það á sér svo hversdagslegar skýringar að óþarft ætti að vera að nefna það. Konur hafa allt ann- að og meira á sinni könnu en karlar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það er t.d. eftirtektarvert að konur byrja miklum mun seinria að skrifa en karlar - oft þegar börnin eru úr höndum þeirra. Ungu kon- urnar gefa út meðan þær eru ennþá barn- lausar og jafnvel karllausar! Þetta er kann- ski álíka órökstutt og staðhæfingar Elínar í áðurnefndri grein - ég hef ekki rannsakað málið — en ég hygg að þetta sé ekki fjarri sanni. Mismunurinn felst einnig í því, og af sömu ástæðum, að karlmenn eru iðnari við að sækja bókmenntaráðstefnur og kynna verk sín heima og erlendis, duglegri að skrifa í tímarit og hittast og skeggræða hver við annan. Þannig myndast of bandalög rithöfunda sem skrifa hver um annan og muna betur hver eftir öðrum þegar gerð eru ársyfirlit yfir bókakostinn. Gagnrýn- endur sjá þá oftar og þekkja þá e.t.v. pers- ónulega þannig að úr verða klúbbar „litter- ærra herra“ sem hafa meiri áhuga á öðrum dömum en akkúrat „litterærum“. Þetta held ég að konur verði að búa við enn um sinn. Fæstar vildum við fórna börnum okkar og heimili á altari hinna fögru lista. Sé það virkilega svo að karlarnir kjósi fremur að gera konum börn en að lesa bækur þeirra þá er nóg af konum til að skrifa fýrir. Að ég tali nú ekki um börnin, þennan fjórðung þjóðarinnar sem fæstir taka mark á. Þegar allt kemur til alls er það ekki magnið sem skiptir máli heldur gæð- in, systur.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.