19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 21

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 21
3. TBL. 1993 21 fór því til forstjórans og sagði honum að þeir væru vitlausir ef þeir réðu mig ekki í þetta starfl Eg var ráðin og John varð bál- reiður, ég held hann hafi ekki talað við mig í þrjár vikur. En þetta var löngu áður en við giftumst. Upphaflega var það John sem kom til íslands til að sjá um fyrstu Sjávarút- vegssýninguna. Hann skipulagði hana en það var ég sem sá um söluna og alla vinn- una í kring um hana - og hef svo séð um hana síðan. Fyrsta sýningin var 1984, næsta 1987, þá 1990 og svo núna 1993. Seinna varð ég sýningarstjóri og að lokum framkvæmdastjóri. Ég hef því unnið við sjávarútvegssýningar í 10 ár en á þessum 10 árum hefur allt gjörbreyst! Eins og ég sagði, þá var engin kona í stjórnunarstöðu í fyrirtækinu þegar ég kom þángað fyrst. Núna má eiginlega segja að fyrirtækið sé rekið af konum þó að það séu enn bara karlar sem eru í æðstu stöðunum.11 — Heldurðu að konur eigi eftir að ná þessum stöðum? „Ekki þar sem ég vinn - og satt að segja veit ég ekki hvað þarf að gerast til að svo muni verða. Sérstaklega núna þeg- ar verið er að draga reksturinn saman vegna kreppu á markaðnum. Þar sem konum gengur virkilega vel og þar sem þær eru í æðstu stöðum er í fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna. Fjölmargar konur hafa farið af stað með eigin fyrirtæki og tekist að gera þau að stórgróðafyrirtækjum á örskömmum tíma - tökum sem dæmi konuna sem stofnaði Body Shop. Konur eru að sækja á alls staðar en það er bara erfiðara fyrir þær en karla að fá þessar stöður og einn þáttur þar í er að karlar hafa með sér samskiptanet, svokölluð „The Old Boys Net“, sem auðveldar þeim að komast að því hvar góða stöðu er að fá og styðja þeir hverjir aðra.“ — Eru engin sams konar kvennanet í gangi í Bretlandi? „Ég get ekki um það sagt því ég hef ekkert þurft á slíku að halda. En ég held það sé einhvers konar net í gangi. Dóttir mín hefur t.d. ýmiss konar sambönd í gegnum skólagöngu sína og vinnu í Aust- ur-Evrópu sem hún getur nýtt sér ef hún er í atvinnuleit. En þetta eru ckki nærri því jafn öflug tengslanet og þau sem karl- arnir hafa komið sér upp.“ Eitt af livcrjum þreniur liiónabönduiii endar ineð skilnaði — Hvernig fara saman barneignir og starfsframi? „Ég fór ekki að vinna úti fyrr en elsta barnið var fjórtán ára. Ég vann þá í eigin fyrirtæki og gat unnið á rneðan börnin voru í skólanum. Samt fannst mér þetta erfiðasti tíminn sem ég hef upplifað því auðvitað þurfti ég að sinna heimilisstörf- ununr og börnunum þegar ég kom heim úr vinnunni. Ég er líka af þeirri kynslóð sem var kennt að það þyrfti að þrífa hús- ið á hverjum einasta degi en nú höfurn við konur lært að það er ekki nauðsynlegt og við getum gert heilmikið til að gera okkur þessa vinnu auðveldari. Þetta væri auðveldara ef karlmennirnir litu á það sem sína skyldu líka að taka þátt í heimil- isstörfunum og barnauppeldinu en þeir eru afar fáir sem virðast geta gert það. Taka karlar á íslandi þátt í heimilisstörf- unum?“ — Það var gaman að geta svarað Patr- iciu því að flestir karlmenn innan við afa- aldurinn tækju virkan þátt í heimilishald- inu, en gefum Patricu orðið á ný: „I Bretlandi má segja að opinber barna- gæsla sé ekki til og það þarf að greiða dagmæðrum mjög há laun - hjá mörgum fer meira en helmingur Iaunanna í barna- gæslu. Hér áður fyrr biðurn við og söfn- uðurn þangað til við áttum fyrir hlutun- um en núna er allt keypt á afborgunum og fólk eyðir langt um efni fram. Þetta hefur átt þátt í því að konur hafa farið út að vinna á meðan börnin eru enn rnjög lítil. Það hefur sýnt sig að börnum í okk- ar þjóðfélagi líður alls ekki nógu vel - að ekki sé minnst á alla skilnaðina. A Bret- landi endar eitt af hverjum þremur hjóna- böndum með skilnaði! Ég held það væri skynsamlegra að konur velji: að vinna og byggja upp starfsframa sinn og eignist börnin síðar en vera þá hjá þeim einhvern tíma. 1 staðinn fyrir að eignast barn og fara að svo að vinna eftir tvær til þrjár vikur eins og margar gera - það er hræði- legt! Við höfum sex mánaða barnsburðar- leyfi en margar hálaunakonur í góðum stöðum eru hræddar um að missa spón úr aski sínum ef þær taka sér barnsburðar- leyfi.“ — Hvað tekur við hjá þér þegar þú ferð frá íslandi? „Ég hefði átt að fara á eftirlaun í fyrra en þá var staða Johns hjá fyrirtækinu lögð niður. Ég fékk aftur á móti tilboð um að sjá um sýninguna núna - og þar sem mér þykir mjög vænt um ísland sló ég til. Ég fer á eftirlaun hjá Reed eftir tvær vikur og fer þá að vinna með John í fyrirtækinu hans. Ég geri þó ráð fyrir að leitað verði til mín þegar kemur að næstu sýningu, því þeir hafa engan annan, engan sem þekkir til hér á íslandi. En mest langar mig til að taka mér frí í heilt ár og eyða því í húsinu okkar á Mallorka. Ég er búin að planta óteljandi blómlaukum í garðinn og mig langar til að sjá þá alla springa PUNKTA- FRÉTTIR Stúlkur fá ekki Rannsóknir hafa leitt nóg 1 ljós að íjórða hver íslensk unglingsstúlka fær ekki nægjanlcgt kalk úr fæði sínu. Kalk- skortur eykur hættu á beinþynningu og bein- brotum síðar meir. „íslendingar eru 1>að er niðurstaða heiðarlegt félk“ ^ndariskrar konu sem býr 1 herstöðinm á Keflavíkurflugvelli. Hún lýsir í lesendabréfi þeirri reynslu þegar hún og fjölskylda hennar festu bíl sinn í skafli í Bláfjöllum í fyrravor. Þegar bíllinn hafði losnað, með góðri hjálp, átt- aði konan sig á að hún hafði tapað veskinu sínu. Leit og eftirgrennslan bar engan árangur og sá konan sína sæng upp reidda, hún tilkynnti her- lögreglunni að hún hefði tapað öllum sínum persónuskilríkjum og hugsaði til alls umstangs- ins við endurnýjun þeirra, greiðslukorta o.s.frv. með hryllingi. Upphringing frá lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli um að cinhvcr íslendingur hefði komið með veskið hennar og skilið það eftir hjá verðin- um í hliðinu við flugvöllinn segir hún hafa end- urnýjað trú sína á mannkynið. Og við engu hafði verið hróflað í veskinu. Konan hefur búið m.a. í Austurlöndum og á Ítalíu og segir: „Héð- an í frá mun ég alltaf minnast íslendinga'sem heiðarlegs fólks.“ Fréttir hafa um langa hríð snúist mestmegnis um hrakandi siðferði þjóðarinnar og engu hefur verið líkara en hugtakið heiðarleiki sé ekki leng- ur til. Er ekki hughreystandi að komast að því að sumir hafa ekki gleymt því? Stríðsfréttaritarar: Stanslausar fréttir af Konur öðruvísi friðsiit',kum illcslum . . heimshlutum dyn a a en karlar almenningi sem hugs- ar lítið um í hvílíka hættu fréttamenn setja sig við fréttaöflunina. Athyglisverð grein í ensku blaði um ólík viðbrögð karla og kvenna í þessu starfi vakti athygli. í upphafi lýsir fréttakonan því þegar hún lendir í skothríð leyniskyttu í Sarajevo þar sem hún er undir stýri en tveir starfsbræður hennar voru aftur í bílnum. Hún var að velta fyrir sér hvort betra væri að snúa við eða halda áfram og sneri sér við í sætinu til að ráðfæra sig við félaga sína. Mikil var undrun hennar þegar hún sá þá liggjandi á gólfinu. Vanir stríðsfréttaritarar segja viðbrögð karla og kvenna í slíkri aðstöðu afar ólík. „Konurnar verða yfirleitt yfirvegaðri, karlarnir áhyggju- fyllri,“ segir einn. Fréttamatið er líka álitið ólíkt. Konurnar leitist frekar við að kynna sér áhrifin á mannlegt líf óbrcyttra borgara. En stríð er álitið karlaheimur fremur en kvenna og þekkt ensk blaðakona, sem hefur mikið fylgst með stríðsátökum, segir: „Þegar við vinnum við hlið hermanna taka þeir okkur kon- urnar ekki alvarlega og eiga það til að gera lítið úr okkur. Það hentar mér ágætlega vegna þess að þeir halda að ég sé alger asni og eru ekki eins varkárir í tali. Þá gefa þeir mér ágætar tilvitnan- ir.“

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.