Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 18
18 20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR Fjöldi öryrkja hefur orðið fyrir umtals-verðum skerðingum á örorkulífeyris- greiðslum hjá allmörgum lífeyrissjóðum í nokkur ár og hafa margir öryrkjar misst þær alveg. Hér er ekki átt við þær almennu skerðingar sem komu í kjölfar bankahrunsins heldur skerðingar sem lagst hafa þungt á öryrkja sérstaklega og hófust í góðærinu þegar lífeyrissjóðir fóru að taka mið af greiðslum frá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) við útreikning á greiðslum. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) höfðaði prófmál fyrir hönd öryrkja sem við tekju- athugun 2007 varð fyrir verulegri skerð- ingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi Reykjavíkur vannst varnarsigur í málinu en Hæsti- réttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð, sem voru mikil vonbrigði fyrir öryrkja sem höfðu orðið fyrir svipuðum skerðingum. ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því hvenær það verður. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum með hliðsjón af Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Skerðingar hófust árið 2007 Greiðslur í lífeyrissjóð eru lögbundnar sem ákveðið hlutfall af launatekjum. Þeir sem verða óvinnufærir að hluta eða öllu leyti geta sótt um örorkubætur frá þeim lífeyrissjóði/um sem þeir hafa greitt í. Ef örorkulífeyrissjóðsgreiðslur eru undir ákveðnum viðmiðum fær fólk örorkubæt- ur frá TR. Í áraraðir tóku lífeyrissjóðir ekki mið af tekjum frá TR við útreikning greiðslna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar margir lífeyris- sjóðir fóru að taka mið af örorkubótum frá TR við útreikning örorkugreiðslna til sjóðsfélaga. Ekki var tekið tillit til þeirra öryrkja sem voru með bótaflokka frá TR til að mæta kostnaði sem tengdist fötluninni sérstaklega. Raunverulegt dæmi um skerðingar lífeyris- sjóðsgreiðslna til öryrkja 2007-2010* 2007 Örorkulífeyrir lækkaði úr kr. 70.014 í kr. 26.277, sem er 65% lækkun. Víxlverkun TR bætti skerðinguna að hluta, sem leiddi til enn meiri skerðinga. 2010 Örorkulífeyrir er kominn niður í kr. 9.601** á mánuði. Lækkun í krónutölu um 86,3% frá 2007. *Upphæðirnar miðast við mánaðarlegar greiðslur fyrir skatt. ** Skerðingin er í raun meiri, þar sem örorkulífeyrir er upp- reiknaður skv. vísitölu. Það segir sig sjálft að þegar lífeyris- sjóðir og TR skerða greiðslur með hlið- sjón hvort af öðru leiðir það á endanum til þess að örorkugreiðslur frá lífeyris- sjóðum lækka eða falla alveg niður. Eina leiðin til að binda enda á slíkar skerðing- ar er að setja lög sem koma í veg fyrir slíkt. Fjöldi öryrkja sem hefur orðið fyrir skerðingum Á árunum 2007 til 2009 urðu fjölmargir örorkulífeyrisþegar fyrir skerðingum á greiðslum frá sínum lífeyrissjóði eða misstu þær alveg, eins og sjá má í með- fylgjandi töflu. Fjöldi öryrkja og skerðingar/niðurfellingar lífeyrissjóðsgreiðslna 2007-2009* 2007 1.600 öryrkjar 2008 1.009 öryrkjar 2009 2.047 öryrkjar *Hluti öryrkja varð fyrir skerðingum oftar en einu sinni. Hlutfall þeirra sem fengu samtímis bætur frá TR og úr lífeyrissjóði lækkaði úr tæplega 60% árið 2006 í rúmlega 51% árið 2009. Eðlilegra hefði verið að þeim hefði fjölgað þar sem fleiri greiða í lífeyr- issjóð en áður. Þess skal getið að öryrkjar með bætur frá TR voru samtals 14.500 árið 2009. Kostnaður ríkisins hefur aukist Aðför lífeyrissjóðanna hefur leitt til verulegrar skerðingar á framfærslu fólks sem hefur í góðri trú talið að greiðslur í lífeyrissjóð kæmu sér vel ef það yrði óvinnufært. Þá hafa þessar aðgerðir líf- eyrissjóðanna aukið kostnað ríkisins því margir sem hafa orðið fyrir skerðingum hafa fengið skerðinguna bætta hjá TR, en einungis að hluta. Sú sárabót hefur í kjölfarið leitt til þess að lífeyrissjóðs- greiðslur hafa lækkað enn frekar. Það var augljóst hvert stefndi og spurning hver var tilgangurinn með slíkum aðgerðum. Þá er vert að geta þess að lífeyrissjóð- irnir fá á fjárlögum umtalsverðar fjár- hæðir til að bæta þeim þá „örorkubyrði“ sem þeir hafa orðið fyrir. Þessi fjárhæð hefur hækkað frá ári til árs sl. 4 ár. Þrátt fyrir hækkandi framlög ríkisins hafa margir lífeyrissjóðir farið þessa leið. Hver er vilji stjórnvalda til úrlausna? En hver er vilji stjórnvalda til að leysa lífeyrissjóðsmálið? Hinn 30. desember 2010 gerðu félags- og tryggingamálaráð- herra (nú velferðarráðherra) og Lands- samtök lífeyrissjóða samkomulag um ofangreint mál. Í samkomulaginu kemur fram m.a. að lífeyrissjóðirnir munu út árið 2013 ekki skerða greiðslur til sinna sjóðsfélaga þó að bætur almannatrygg- inga hækki almennt, sem er jákvætt. Í kjölfar samkomulagsins var samið frum- varp sem hefur verið lagt fyrir Alþingi og verður tekið til afgreiðslu á næstunni. Hvorki í frumvarpinu né í samkomu- laginu kemur fram hvernig mál þeirra sem þegar hafa orðið fyrir skerðingum eða misst sínar bætur verði leyst, sem er grafalvarlegt mál. Mun sá hópur sitja eftir úti í kuldanum án úrlausnar sinna mála? Er eina von þessa fólks að bíða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins? ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum. Skerðingar á lífeyri öryrkja – hvað vilja stjórnvöld? Velferðarmál Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ÖBÍ Þöggun, kúgun, misbeiting á valdi, já og foringjaræði – allt frekar kunnugleg orð í ræðu og riti þessi misserin. Og það er dapurlegt að þurfa að taka sér þau í munn þegar maður talar um starfsemi fjöldahreyfingar eins og knatt- spyrnuhreyfingin er. Skyldi fjöld- anum standa á sama eða kemur honum það barasta ekki við? Við borðið sitja þeir sem ráða og láta sér í léttu rúmi liggja hverja ákvarðanir þeirra hitta fyrir eða hvernig. Rétt er og heiðarlegt að taka fram strax að málið er mér skylt og ég því líklegast vanhæfur til að tjá mig. Sem sagt hlutdrægur en það sem við mér blasir, þótt ég setji upp hlutleysisgleraugun, er að í boði KSÍ er tveggja fóta tækl- ing notuð til að klippa niður bróður minn, Jóhannes Valgeirsson, einn besta knattspyrnudómara landsins til fjölda ára. Og skyldi nú einhver fá áminningu, tiltal eða jafnvel rautt fyrir svo lúalegt brot? Neibb, það var yfirdómarinn sjálfur sem tæklaði og viti menn, hann er besti vinur aðal. Engin áminning Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Jóhannesi verið sparkað. Fyrst var sagt að hann hefði sjálfur sagt upp og þegar því var vísað þráðbeint til föður- húsanna og menn beðnir að sýna þá formlegu uppsögn kemur ný ástæða: Margra ára samskipta- vandi milli Jóhannesar og hluta dómaranefndar, já og dómaranna sjálfra, samstarfsmanna og vina Jóhannesar. Enginn geti unnið með honum. Gott og vel, gefum okkur að þetta sé rétt. Þeir sem þekkja Jóhannes vita að hann liggur ekki á skoðunum sínum og getur verið gagnrýninn. Fyrst liggur svo sem við að spyrja hvort það væri samt ekki bara allt í lagi, hvort menn eigi ekki alveg að þola gagnrýni? Gagnrýnir menn geta haft jákvæð áhrif. En ef menn þola ekki gagn- rýnina liggur næst við að spyrja hversu margar viðvaranir, já eða áminningar, svo talað sé tungu- mál sem menn ættu að eiga auðvelt með að skilja, hefur Jóhannes feng- ið? Fyrst samskiptavandinn hefur staðið í mörg ár spyr maður hversu oft hafi honum þá verið settur stóllinn fyrir dyrnar? Hversu oft hefur verið sagt: „Eitt orð í viðbót og þú ferð í sturtu“, eða „ein upp- ákoma enn og við neyðumst til að sýna þér rauða spjaldið“? Svarið er ekki flókið. ALDREI. Þvert á móti hafa menn umbunað honum vel unnin störf með metnaðarfullum verkefnum á sviði dómgæslunnar, klappað honum á bak fyrir dugnað, metnað og ósérhlífni. Að öðru leyti hafa samskipti verið lítil. Flekklaus dómaraferill En hvaða viðkvæmni er þetta? Ræður ekki dómaranefnd? Hefur hún ekki heimild til að vera á móti þeim sem hún vill og vald til að reka þá sem hún vill? Eflaust er það svo en það sem er bara svo ljótt í málinu er aðferðin og sú staðreynd að Jóhannes fær enga skýringu og hinn almenni knatt- spyrnuáhugamaður ekki heldur. Dómarinn er skilinn eftir úti í kuldanum og almenningur stend- ur eftir gapandi, eitt spurningar- merki. Hreyfingin er stór og flestir vita hver maðurinn er, ferill hans sem dómari er flekklaus. Þess meiri líkur eru til þess að brotið hljóti að vera alvarlegt. Menn geti ekki verið reknir fyrirvaralaust með slíkan feril nema vegna mjög alvarlegs brots og því hljóti málið að vera þess eðlis að það þoli ekki dagsljósið. Ég hef átt fjölda símtala við menn um málið og spurt hvað það kunni að vera sem ekki þoli dags- ljósið. Jóhannes er bróðir minn en ég hef samt leyft mér að efast. Hann hljóti eitthvað að hafa gert af sér, annað en einhvern veginn að vera fyrir þeim sem ræður. Sá sem veit vill ekki ræða, aðrir þekkja málið einungis af afspurn, þykir málið leitt og muldra eitthvað um að sagan segi að til séu ljótir tölvu- póstar eða SMS sem Jóhannes kunni hugsanlega að hafa sent frá sér. Slíkt muni jafnvel hafa meitt svo illa að ekki verði aftur tekið. Ekki fylgir sögunni hvert þetta á að hafa verið sent og hvers vegna. Jóhannes þverneitar slíkum Gróu- sögum. Háttvísi? Knattspyrnusamband Íslands er ekki bara einhver samtök úti í bæ eins og sagt er. Þetta er fjölda- hreyfing þar sem tugir þúsunda taka þátt, flestir hinna fylgjast með. Vertíðin fer að byrja og allir bíða spenntir. Það er sorglegt að svo stór hreyfing, sem ætlast til að hún sé tekin alvarlega, skuli ekki ganga í svona mál og leysa, ég leyfi mér að segja sjái ekki sóma sinn í að taka fram fyrir hendur manna sem gera mistök. Dómaranefnd er eflaust skipuð vönduðum mönnum. Suma þekki ég persónulega og af góðu einu. Einhvers staðar hljóta menn bara að hafa farið fram úr sér, boltinn hefur undið upp á sig og stolt einhverra kemur í veg fyrir að menn sættist. Ég skora á KSÍ, sem veitir verðlaun sem kennd eru við háttvísi, að láta sig málið varða. Knattspyrnan þarf á kröftum Jóhannesar að halda og hann vill eflaust endurheimta áhugamál sitt og æruna. Tveggja fóta tækling í boði KSÍ Íþróttir Svanur Valgeirsson rekstrarstjóri Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is með Miele kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Tango Plus er vinsælasta ryksugan frá Miele Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Care Collection ryksugupokar og ofnæmissíur eru sérstaklega framleidd fyrir Miele ryksugur Farðu alla leið með Miele
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.