Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 28
MARKAÐURINN20. APRÍL 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxt- ur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent. Niðurstaðan þykir sýna að að- gerðir stjórnvalda til að kæla hag- kerfið, þar á meðal snarpar stýri- vaxtahækkanir, gangi hægt, eins og Alistair Thornton, hagfræð- ingur IGS Global Insight, sem sérhæfir sig í greiningum í efna- hags- og atvinnumálum, bendir á. Breska viðskiptadagblaðið Fin- ancial Times segir hagtölurnar vísbendingu um að stjórnvöld í Kína muni draga úr aðhaldi á lánsfjármarkaði og lækka verð- bólgu. Aðgerðir stjórnvalda hafi fram til þessa ekki dregið úr að- gangi fólks að lánsfé. Bankar lán- uðu 680 milljarða júana, jafnvirði 11.800 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði. Það er 27 prósenta aukning á milli mánaða. Þrátt fyrir hita í kínverska hag- kerfinu lofaði Wen Jiabao for- sætisráðherra í ræðu sinni í lið- inni viku að stjórnvöld myndu áfram gera fólki kleift að eignast ódýrara húsnæði. - jab Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heimin- um. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann stýrði fyrir hönd auglýsingastofunnar herferð- inni Inspired by Iceland, samvinnuverkefni á vegum ríkis og borgar auk fyrirtækja í ferðaþjónustu. Her- ferðinni var hleypt af stokkunum í júní í fyrra til að vekja athygli á landi og þjóð og vinna á móti stórkost- legri fækkun ferðamanna vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli. Í fyrravor stefndi í að ferðamönnum myndi fækka um 22 prósent á milli ára yrði ekkert að gert. Herferðin er nú komin í úrslit í Global Effie-keppn- inni, sem er ein virtasta viðurkenning sem markaðs- fólki í heiminum getur hlotnast og litlu við að jafna í auglýsingageiranum öðru en Óskarsverðlaununum. Keppnin er haldin einu sinni á ári og verða verðlaun- in afhent í New York í Bandaríkjunum í júní. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan fengið fimm til- nefningar í erlendum samkeppnum, og ein verðlaun, fyrir herferðina auk þess að fara með heim tvenn verð- laun á ÍMARK-hátíðinni fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir bestu herferðina. Ljóst er að Íslenska auglýsingastofan er komin í lið með stóru strákunum en undantekningalítið hafa stærstu stofur heims farið heim með gull, silfur eða brons úr Global Effie-keppninni síðustu ár. Þar á meðal eru Leo Burnett, TBWA, Ogilvy & Mather, Grey Global, JWT og DDB. Herferðirnar sem hlotið hafa verðlaun í gegnum tíðina eru matvörurisinn Kellogg‘s, hrein- lætisvörufyrirtækið Dove, skyndibitakeðjan McDo- nald‘s, íþróttavöruframleiðandinn Adidas og tækni- fyrirtækið Apple. Herferðirnar sem tilnefndar eru til Global Effie- verðlaunanna eiga það sammerkt að hafa náð til nokkurra landa en skilyrðið fyrir tilnefningu er að þær hafi farið fram í að minnsta kosti fjórum lönd- um og í tveimur heimsálfum. Þá er ekki síður horft á strategíska innsæið en árangur herferðarinnar. „Hér er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þann hluta sem fór ekki fram á Íslandi. Íslendingar sáu í raun minnst af herferðinni, kannski fimm prósent,“ segir Kristján og bendir á að bæði hafi verið horft til skemmri og lengri tíma með herferðinni. Skamm- tímamarkmiðið sneri að því að fjölga ferðamönnum í fyrrasumar. Langtímamarkmiðið var að vekja athygli á landi og þjóð með notkun samfélagsvefja, almanna- tengsla og heimasíðu herferðarinnar. Icelandair greindi frá því í síðustu viku að áætlað sé að erlendum ferðamönnum hér muni fjölga um fimm- tán til tuttugu prósent á milli ára. Það merkir að sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í sumar. Það er hundrað þúsund fleiri ferðamenn en í fyrra og mesti vöxtur í ferðaþjónustu á einu ári frá því mælingar hófust. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu átaki sem er einstakt í Íslandssögunni. Ferðamönnum fjölg- ar enn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa þjóðar- búinu eru mikils virði,“ segir Kristján. Inspired by Iceland í flokki með risum Íslenska auglýsingastofan er komin í úrslit í Global Effie- keppninni fyrir átak til að fjölga ferðamönnum hér. STÝRIMAÐUR INSPIRED BY ICELAND Íslenska auglýsinga- stofan hefur fengið fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis, fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bandarískir banka ættu að fara að hætti breskra og skilja áhættusaman rekst- ur frá annarri starfsemi að mati Sheilu Bair, stjórnar- formanns bandarísku inni- stæðutryggingastofnunar- innar. Bair vill herða reglur banka og fjármálafyrir- tækja. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times bendir á að eftir- litsnefnd um banka og fjármála- fyrirtæki í Bretlandi hafi ein- mitt lagt þetta til í síðustu viku. Tillagan felur í sér að ríkið eða eftirlitsaðilar sem telja fjármálafyrirtæki orðin of stór geti krafist þess að þau verði brotin upp. Í skýrslu FDIC sem kom út á mánudag eru birtar nýjar reglur um yfirtöku og slit á fjármálafyrir- tækjum. Ef þær hefðu gilt hefði breski bankinn Barclays getað tekið yfir fjárfestingarbankann Lehmans Brothers um miðjan sept- ember 2008. Þá hefðu kröfuhafar litlu sem engu tapað og slitin tekið styttri tíma en raun varð á. - jab Vill brjóta upp bankana SHEILA BAIR BEÐIÐ EFTIR VIÐSKIPTAVINI Matvöruverð hefur hækkað mikið í Kína. Landsmenn virðast hafa nóg fé á milli handanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,25%A 11,25% 11,2% Vaxtaþrep 1,90% 11,20% 11,2% Vaxtareikningur 1,15%B 11,20% 11,20% MP Sparnaður 9,50 til 2,00% 11,15% 11,15% PM-reikningur 11,10 til 2,05% 11,15% 11,20% Netreikningur 2,10% C 11,45% 11,40% Sparnaðarreikningur 2,10% 10,20% Ekki í boði. Bankarnir ausa út lánsfé ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 4 /2 01 1 Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörk- uðum víðs vegar um heim í gær. Fyrst lækkuðu verðbréf á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu og í kjölfarið fylgdi lækk- un á mörkuðum í Asíu. Markað- irnir voru þó ekki lengi að ná sér eftir tíðindin. Í gær urðu góðar fréttir af hagnaði bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs til þess að þeir tóku við sér að mestu. Fréttirnar urðu hins vegar einnig til þess að olíuverð lækk- aði á heimsmarkaði, sem skýrist af því að aukin óvissa er bæði um framhald hagvaxtar og hver eftirspurn eftir hráolíu verður á næstunni. Barack Obama Banda- ríkjaforseti viðurkenndi í gær að vaxandi skuldabyrði ríkissjóðs geti valdið alvarlegu tjóni í land- inu. Hann sagðist ætla að draga úr ríkisútgjöldum, en þó án þess að draga úr útgjöldum til mennta- mála, orkumála og vísinda. - gb Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu UPPNÁM Í KAUPHÖLLINNI Verðbréfa- miðlarar í kauphöllinni í New York stuttu eftir að Standard & Poor‘s tilkynnti um lækkað lánshæfismat. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.