Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 35

Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 35
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 viðburðar að fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar allra helstu landa heims sóttu heim vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans. Enda er það svo að á þessum viðburðum þar sem vélað er með heimskapítalið safn- ast fólk saman til mótmæla. Hluti föruneytis Íslands fylgdist með því og gerði góðlátlegt grín á föstudegi þegar mótmælendur hópuðust að bíl sendiráðsins íslenska því þar inni sat Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og verður seint tal- inn fulltrúi alþjóðakapítalsins. Lét hann reyndar eftir sér hafa að mót- mælendur vestra hafi verið ólíkir því sem ráðamenn fengu að reyna í búsáhaldabyltingunni, því þótt þeir hafi hópast að bílnum og horft inn, þá snerti enginn bílinn, ólíkt því sem hér gerðist. Vestra komust því allir ólemstr- aðir frá mótmælendum en fjármála- ráðherra og föruneyti brá heldur í brún þegar þeir komu aftur heim á hótel síðdegis, því þá var búið að „tékka þá“ út af herbergjum og henda persónulegum munum þeirra. Þó áttu þeir bókuð herbergi í þrjá daga. ÓVÆNT VERKEFNALEYSI Úr þessari fléttu leystist, menn fengu herbergi sín á ný og smám saman sína persónulegu muni. Gengur ferðin nú stóráfalla- laust fram á sunnudag þegar til stóð að fara heim. Fljúga átti frá Washington til Boston og þaðan áfram heim til Íslands. Á síðustu stundu aflýsti Delta Airlines flug- inu og þótti félagið standa sig held- ur slælega í að finna út úr áfram- för þeirra sem með þeim áttu að fara til Eplisins stóra. Hluti hóps- ins fór til New York með öðru flugfélagi en fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans urðu eftir í Washington. Þaðan héldu þeir svo ekki fyrr en daginn eftir, mánudag, aftur með Delta og til New York og heim þar sem biðu úrlausnarefni tengd kjarasamningum. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokk- uð gott – ráðherrann og hans maður fengu góðan nætursvefn í Washing- ton þar sem dagskráin var tæmd og komu því væntanlega endurnærðir í slaginn heima. K R A R Á Ð A M A N N A Í A N N A R S Á R A N G U R S R Í K R I F E R Ð T I L B A N D A R Í K J A N N A Lilja Alfreðsdóttir hefur verið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum síðan í ágúst 2010. Hún er skipuð af ís- lenskum stjórnvöldum og starf- ar á skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. „Og hérna verð ég þangað til í byrjun árs 2013,“ segir Lilja, sem tók frá nokkrar mínútur til að setjast niður með blaðamanni þrátt fyrir miklar annir við að skipuleggja fundi og afla gagna vegna heimsóknar ís- lenskra ráðamanna í tengslum við vorfund AGS og Alþjóðabankans sem lauk núna á sunnudag. „Þessa skrifstofu skipa átta sér- fræðingar frá ríkjunum átta sem mynda kjördæmið,“ segir hún, en 24 slík kjördæmi mynda fram- kvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Í þeim tilvikum þar sem mörg lönd deila kjördæmi skiptast þau á um að veita því forsæti og verma stól kjördæmisins í fram- kvæmdastjórninni. „Til dæmis eru Bandaríkin eitt kjördæmi og hafa 16,5 prósenta vægi atkvæða í framkvæmdastjórninni, meðan við höfum að mig minnir 3,4 pró- sent. Kjördæmin eru mynduð út frá efnahagslegri vikt ríkjanna í heimsbúskapnum,“ útskýrir Lilja. Stærstu hagkerfin hafa því einn stól hvert um sig, meðan smærri ríki þurfa að sameinast um stóla. „Okkar starf felst í því að fara yfir þá vinnu sem er í gangi og mál sem kynnt eru fyrir fram- kvæmdastjórninni,“ segir Lilja og kveður flest mál sem fyrir framkvæmdastjórnina fara vera samþykkt þar. „Menn eru búnir að undirbúa mál þannig að sam- staða og sátt sé um þau.“ Þegar kemur að fundum á borð við nýafstaðinn vorfund þá segir Lilja starfið að stórum hluta snú- ast um að greiða leið stjórnvalda, svo sem við að koma á fundum með öðrum framkvæmdastjórum hjá AGS. „Og eins að liðka til og hafa milligöngu um samskipti við annað starfsfólk sjóðsins.“ Lilja, sem áður var á alþjóða- skrifstofu Seðlabankans, hefur fjölskyldu sína hjá sér úti . Eiginmaður hennar er í fram- lengdu fæðingarorlofi, en er í leyfi frá fjármálaráðuneytinu þar sem hann annars vinnur. Þegar blaða- maður hitti Lilju var hún nýkomin frá því að skila öðru tveggja barna þeirra í dagvistun í leikskóla sem AGS er með fyrir starfsfólk sitt í aðalstöðvum sjóðsins í Washington. Pólitískri óvissu um stöðu efna- hagsáætlunar Íslands hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum var að nokkru eytt um síðustu helgi þegar ís- lenskir ráðamenn fóru til fundar við kollega sína frá öðrum lönd- um á vorfundi sjóðsins í Wash- ington D.C. í Bandaríkjunum. Þar kom fram að áætlunin nyti enn stuðnings Norðurlandaþjóða og ekki merki um að viðsemjendur landsins í Icesave-deilunni ætl- uðu að reyna að bregða fæti fyrir áætlunina. Julie Kozack, yfirmaður sendi- nefndar AGS á Íslandi, segir engu að síður mat á hugsanlegum afleið- ingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave standa yfir hjá starfs- fólki sjóðsins. Ekki sé þó annað að sjá en að efnahagsáætlunin geti haldið áfram og fimmtu endur- skoðun hennar verði lokið innan fárra vikna. „Einna helst horfum við til þess hver áhrifin kunna að verða á áætlunina um afnám gjaldeyrishafta,“ segir hún. Ekki þurfi hins vegar að endurskoða áætlunina sjálfa, fremur að huga að tímasetningum og því hversu hratt hún nái fram að ganga. „Við þurfum að sjá hvort upphafleg- ar væntingar um tímasetningar standa, því tímasetningar í afnámi gjaldeyrishafta ráðast að stórum hluta af getu ríkissjóðs til að fjár- magna sig á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum.“ Hún segir hins vegar almenna ánægju með áætl- unina sjálfa. Skynsamlegt sé að byggja hana ekki á niðurnegldum tímasetningum heldur hafa hana árangurs- og þrepaskipta. Þá segir Julie Kozack að einnig þurfi að greina hvort neitun í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um Ice- save kunni að hafa efnahagsleg- ar afleiðingar, svo sem á viljann til beinnar erlendrar fjárfesting- ar á Íslandi. „En við vitum af tölu- verðri fjárfestingu í pípunum og sjáum ekki að breytingar verði á þeim áætlunum. Það er frekar að við horfum til áhrifa á nýjar fjár- festingar, en þær ráðast náttúru- lega að stórum hluta á fjármögn- unarkostnaði.“ Julie segir ljós í myrkrinu hvað matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Moody‘s varðar að þau hafi ekki lækkað lánshæfi Íslands strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna líkt og þau höfðu boðað. „Mér virðist allir ætla að taka sér tíma til að meta hverjar mögulegar afleiðing- ar atkvæðagreiðslunnar kunna að verða.“ Almennt er hins vegar litið svo á að afar vel hafi gengið í efna- hagsáætlun Íslands, þó svo að einstakir áfangar hafi tafist. „Meginmarkmið áætlunarinnar hafa náðst og eru að nást. Ef horft er á stóru myndina og fram hjá Icesave þá sést hversu mikill ár- angur hefur í raun náðst á tveimur og hálfu ári. Tekist hefur að stöðva gengissveiflur krónunnar, Grettis- taki hefur verið lyft í fjármálum ríkisins og skuldum almennings komið í sjálfbæran farveg. Stýri- vextir hafa lækkað og stórstíg- ar breytingar orðið í átt til minni verðbólgu,“ segir hún og kveður jafnframt hafa náðst góðan árang- ur í endurskipulagningu fjármála- kerfisins þótt þar séu enn allnokk- ur verk eftir. „Víða hafa góðir sigr- ar unnist þótt enn séu hlutir sem fást þarf við, svo sem slagurinn við atvinnuleysið.“ Enn er lítið farið að ræða hvað tekur við að efnahagsáætlun- inni lokinni, en henni á að ljúka í ágúst næstkomandi. Vinna bæði ís- lenskra stjórnvalda og AGS miðar hins vegar við að áætluninni ljúki þá. Julie bendir á að AGS verði enn með annan fótinn á Íslandi eftir að áætluninni lýkur, því tvisvar á ári er farið yfir mál þjóða sem skulda sjóðnum peninga. Enn er verið að meta möguleg áhrif kosninganna um Icesave Yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi segir að koma verði í ljóst hvort Icesave-kosningin hafi áhrif á afnám gjaldeyrishafta og erlenda fjárfestingu. LILJA ALFREÐSDÓTTIR Á skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem mynda eitt kjördæmi þeirra ríkja sem að AGS standa starfar Lilja Alfreðsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Starfar á kjördæmisskrifstofu okkar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum JULIE KOZACK Yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi hafði í nógu að snúast vegna vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans sem hófst í síðustu viku og lauk á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Töluverðar vangavelt- ur eru innan AGS um hver kunni að verða af- taki framkvæmdastjóra sjóðsins, Dominique Strauss-Khan, en kjör- tímabil hans hjá sjóðn- um rennur út á næsta ári. Þrálátur orðrómur er um að hann hyggist bjóða sig fram til for- seta í Frakklandi (og þá vænt- anlega á móti Evu Joly, sem Ís- lendingum er að góðu kunn). Strauss-Kahn varðist hins vegar fimlega spurn- i ng u m u m má l ið á blaðamannafundum og í viðtölum sem hann veitti í tengslum við vorfundinn í síðustu viku. „Aðalmálið núna er að vara við sinnu- leysi varðandi þau verk- efni sem þjóðir heims standa frammi fyrir í efnahagsmálum,“ sagði hann og kvaðst ekki ræða önnur mál en þau sem sneru að vorfundinum og AGS. Fimlega varist Þrátt fyrir vangaveltur ræðir Strauss-Kahn ekki önnur mál en að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum snúa. DOMINIQUE STRAUSS-KHAN Á vorfundi AGS var töluvert rætt um þær breytingar sem orðið hafa á vinnubrögðum þar og vangaveltur um breytt hlutverk hans í heiminum eftir lausafjár- kreppuna 2008. Enda var það svo að á fundi fulltrúa 20 helstu hag- kerfa heimsins (G20) var ákveðið um helgina að sjóðurinn hefði sér- stakt eftirlit með skuldastöðu og efnahagshorfum í mikilvægustu hagkerfum heimsins. Þar eru undir lönd á borð við Bretland, Þýskaland, Bandaríkin, Japan, Kína og evrusvæðið í heild. Þá er Ísland dæmi um viðsnún- ing hjá sjóðnum þegar kemur að beitingu gjaldeyrishafta, en þau eru nú viðurkennt verkfæri í efnahagsstjórnun ríkja, í það minnsta tímabundið. Sjóðurinn stendur hins vegar í mörgum erfiðum verkefnum og virðist sem erfiðleikar séu að aukast fremur en hitt í mörg- um löndum, svo sem á Írlandi, í Grikklandi, Portúgal og á Spáni. Hjá sjóðnum eru því nokkrar væntingar um að hampa megi að minnsta kosti einni farsælli áætlun þar sem hlutir hafi geng- ið upp, en það er áætlun Íslands. Herma heimildir blaðsins því að jafnvel þótt Hollendingar eða Bretar hefðu hug á því að reyna að leggja stein í götu efnahags- áætlunar Íslands vegna fram- göngu landsins í Icesave-deil- unni (sem reyndar hefur ekki heyrst af) þá yrði lítil stemn- ing fyrir því innan AGS og hjá starfsmönnum sjóðsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.