Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 36
12. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR4 ● pizza Hann fæddist nánast í eldofni einnar svölustu pizzugerðarsmiðju bæjarins, Eldsmiðjunnar á Bragagötu, og nú rekur hann eina ásamt foreldrum sínum, Eldofninn í Grímsbæ. „Mamma og pabbi, Eva Karls dóttir og Ellert A. Ingimundarson, voru meðal fyrstu starfsmanna Eld- smiðjunnar og það má segja að þar hafi ég alist upp með annan fót- inn. Nú rekum við öll Eldofninn í nafla Reykjavíkur, Grímsbæ,“ segir Evert Ellertsson og stend- ur staðfastur á þessum nýja nafla. „Hugmyndin að baki Eldofnin- um er afar einföld, hún snýst um að gleðja bragðlauka annarra með því að búa til bestu eldbökuðu pizz- urnar sem fólk hefur smakkað. Við búum allt til sjálf, deigið, sósurn- ar og olíurnar okkar tvær sem við erum afskaplega stolt af. Hér getur fólk slappað af á veitingastaðnum og borðað bökurnar með bjór eða léttu víni eins og rauðvíni eða hvít- víni eða tekið þær með sér. Í veitingasalnum getur fólk fylgst með bakstri og bökun og þaðan kemur rómantískur ljómi frá eldofninu sem yljar líka fólki. „Þá er eldhúsið opið, svo það er einn- ig hægt að sjá starfsfólkið vinna þar. Þetta skapar mjög skemmti- lega stemningu, það er líf og fjör á staðnum og mikil samskipti á milli viðskiptavina og starfsfólks. Þetta er svona ítölsk-íslensk stemning og sérstök fyrir staðinn. Eldofninn á núna tveggja ára afmæli og auð- vitað munum við halda upp á það svo eftir verður tekið, enda erum við einstaklega ánægð og þakklát fyrir viðtökurnar.“ Eldofninn sinnir bæði menning- arvitum og fótboltaáhugamönnum. Á veitingastaðnum eru reglulega myndlistarsýningar og á skjánum er boltinn í beinni. „Hvort tveggja hefur slegið alveg í gegn,“ segir Evert brosandi. En hvað skyldi honum nú finnast skemmtilegast í pizzageiranum? „Æ, ég veit að þetta hljómar væmið en mér finnst það vera viðskiptavinirnir og sam- skiptin við þá. Þau geta verið svo skemmtileg. Það er fátt sem gleð- ur jafnmikið og ánægður viðskipta- vinur.“ Gleður bragðlaukana Evert segir hugmyndina að baki Eldofninum einfalda: „Hún snýst um að gleðja bragðlauka með því að búa til bestu eldbökuðu pizzurnar sem fólk hefur smakkað.” Í ýmsu má slá heimsmet. Pitsur eru þar ekki undanskildar. Í heimsmetabók Guinness er að finna heimsmet sem sett hafa verið í pitsugerð. ● Dýrasta pitsan sem almenn- ingur getur fest kaup á er þunn- botna, eldbökuð pitsa sem fæst öðru hvoru á veitingastaðn- um Maze í London en eng- inn annar en kokkur- inn Gordon Ramsey er eigandi staðarins. Pits- an kostar lítil 100 pund eða 18.500 krónur. Ástæð- an er dýrindis álegg á borð við laukmauk, trufflumauk, fontina ost, baby mozzarellaost, nýsprottið miz- una-kál. Ofan á allt þetta er rifin hvít truffla sem er eitt dýr- asta hráefni heims. ● Sá maður sem búið hefur til stærsta pitsa- botninn á tveimur mín- útum er Tony Gemignani. Hann hnoðaði 500 g af deigi og bjó til pitsabotn sem mældist 84,33 cm í þvermál. Metið sló hann í verslunarmið- stöðinni Mall of America í apríl 2006. Tilefnið var sjónvarpsþátt- ur sem Food Network sjónvarps- töðin stóð fyrir í tilefni af viku Guinness-heimsmeta. ● Hæsta pitsabotnskastið á Joe Carlucci. Hann kast- aði 567 gramma pitsu- botni 6,52 metra upp í loftið í apríl 2006. ● Paul Fenech og fé- lagar hans í CanTeen Cha- rity og STA Travel eiga metið fyrir lengstu heimsend- inguna. Þeir skutluðust með pitsu frá veitinga- staðun- um Opera Pizza í Madrid á Spáni til Niko Apost- olakis í Well- ington á Nýja-Sjá- landi. Leiðin var 19.870 km. Hún hófst 28. júní 2006 og lauk 1. júlí. ● Sá staður sem sent hefur með flestar pitsur á einn stað er Papa John‘s. Hann afhenti 13.500 pits- ur í NASSCO skipasmíðastöðinni í San Diego í Kaliforníu 8. júní 2006. ● Lengsta pitsa í heimi mæld- ist 1.010,28 metrar. Hún var búin til af teymi kokka í Póllandi 29. ágúst 2010. ● Starfsfólk Domino‘s í Taft í Kali- forníu á metið yfir flestar pitsur sem búnar hafa verið til á sólarhring. Það bjó til 6.838 pits- ur 22. til 23. október 2010. ● Brian Edler hjá Domino‘s pizza í Ohio í Bandaríkjunum á metið í flestum pitsum sem búnar hafa verið til á klukkutíma. Brian bak- aði 26 pitsur hinn 9. desemer 2010. Lengsta, stærsta og dýrasta Pítsabotni hefur hæst verið kastað 6,52 metra upp í loftið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.