Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 38
12. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR6 ● pizza Pitsa er að því leytinu svo skemmtilegt fyrirbæri að það er endalaust hægt að leika sér með áleggið ofan á og gera tilraunir. Það þarf ekki síður að eiga við um pitsubotninn. ● Mjög grófur botn. Margir vilja aldrei neitt annað en hvítan hveiti- botn undir pitsuáleggið sitt en það er áskorun sem kemur mörgum á óvart að prófa mun grófari mjöl- og korntegundir í heimagerðu pitsuna. Ekki er nauðsynlegt að finna til nýjar uppskriftir held- ur má nota hefðbundnu heimilis- uppskriftina en hveitimagninu er þá einfaldlega hægt að skipta út fyrir grófara mjöl, svo sem heilhveiti, spelt, bókhveiti, hrís- grjónamjöli, maísmjöli, möndlu- mjöli og svo framvegis. Ofan á grófa pitsubotna getur komið vel út að sleppa rauðri sósu og skvetta í stað þess ólífuolíu og sjávarsalti yfir botninn og svo áleggi þar ofan á. Laukur, grænn aspas og svartar ólífur passa sér- staklega vel saman. ● Áleggið tekur meira pláss en botninn. Marga rétti, sem ekki endilega er ætlað að sitja ofan á pitsabotni, getur verið gaman að máta ofan á pitsadeig. Má þar nefna ýmsa sjávarréttadiska sem samanstanda af ýmis konar góð- gæti og grænmeti. Í staðinn fyrir að bera þá fram á hvítum diski er sniðugt að baka einfaldan pitsu- botn, skreyta hann jafnvel með sesamfræjum og stilla svo matn- um ofan á. Rækjur, túnfiskur, humar og smá kavíar er samsetn- ing sem kæmi vel út á pitsubotni. ● Beyglur fyrir hraðframleiðslu. Beyglur eru vinsælar hérlend- is en þá einkum í brauðristina og smurðar með smjöri og osti. Þær geta hins vegar komið mjög vel út í smá hraðframleiðslu á pitsum. Þá er pitsusósu einfaldlega skellt á þær, osti og jafnvel smá kjötá- leggi. Beyglan þarf ekki að vera nema nokkrar mínútur inni í ofni, eða þar til osturinn er bráðinn. ● Ristaður pitsubotn. Öðruvísi nálgun á pitsubotninn er að baka hann án áleggs og rista síðan í sneiðum í brauðristinni sem gefur honum stökka áferð. Hver og einn raðar þá áleggi ofan á sína sneið. Gott getur verið að sleppa þá pitsu- sósu en leyfa ostum, olíu og græn- meti að leika stórt hlutverk. Nokkur tilbrigði við pitsabotn og álegg Girnilegur ristaður pitsubotn. Pitsubeygla er einföld og fljótleg í fram- leiðslu. Það getur verið skemmtilegur leikur að láta áleggið taka meira pláss en pitsubotninn sjálfan. Falleg litasamsetning áleggs ofan á grófari gerð pitsubotns; aspas, svartar ólífur og laukur. ● PITSA MEÐ NÝGIFTUM HERTOGAHJÓNUM Brúðkaup Vil- hjálms Bretaprins og Kate Middleton varð mörgum að innblæstri, eins og bresku pitsakeðjunni Papa John‘s sem stóðst ekki mátið og bjó til sína eigin konunglegu pitsu með mósaíkmynd af brúðhjónunum úr deigi, osti og áleggi með hjálp snjalls matarlistamanns. Þannig er slör Kate gert úr sveppum, kjóllinn úr osti og klæði Vilhjálms úr salamipylsu og paprik- um. Allt úr fyrsta flokks hráefni og að sögn Papa John‘s hin ljúffengasta máltíð. Sannarlega vel gert og svipmikið. ● MEIRI OST Á PITSUNA, takk! Aukaostur er vinsæl beiðni pitsu- unnenda og þriðja vinsælasta pitsuálegg heims. Mozzarella er hinn eini sanni pitsuostur, en æ fleiri pitsugerðarmenn eru farnir að spreyta sig á fleiri ostategundum ofan á pitsur, enda allt undursamlega ljúffengt. Vin- sælir ostar í bland við mozzarella eru provolone, ricotta, romano, gor- gonzola og parmesan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.