Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR8 Það er fólkið á Norður-Jótlandi sem ákveður hvernig á að eyða peningunum í því héraði. SUSANNE KIRKEGAARD SÉRFRÆÐINGUR DANSKA EFNAHAGSRÁÐUNEYTISINS Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2011. Mótið verður haldið mánudaginn 29. ágúst á Keilisvellinum í Hafnarfirði og hefst kl. 10.00. Allir núverandi og fyrrverandi skipstjórnarmenn velkomnir ásamt fjölskyldumeðlimum og gestum. Keppt verður um titilinn GOLFKAPTEINN ársins. Nándarverðlaun á par 3 brautum. Um er að ræða punktakeppni með forgjöf. Léttar veitingar í mótslok. Skráning á ab@skipstjorn.is eða í síma 5201280. Mótsgjald kr. 2000 Hittumst hress og eigum góða stund saman. M.b.kv. Golfdeild FS EVRÓPUMÁL Danir hafa í rúman áratug unnið skipulega að því að bæta nýtingu styrkja Evrópu- sambandsins, sem merktir eru atvinnumálum eða ætlaðir hinum dreifðari byggðum. Þeir hafa fækkað milliliðum og lágmarkað það fé sem fer í stjórnsýsluna sjálfa. Ákvarðanir um fjárveitingar eru teknar úti á landi en ekki í höfuðborginni. Gangi Ísland í ESB mætti gera svipaða hluti þar, að mati Susanne Kirkegaard, sem er sérfræðingur danska efnahagsráðuneytisins í atvinnu- og byggðastefnu ESB. „Við höfum leitað leiða til að laga þessar fjárveitingar að þörf- um landsins sjálfs,“ segir Susanne, sem heimsótti íslensk stjórnvöld á dögunum og lagði til ráð í aðildar- viðræðunum. Hún segir að stund- um miðist styrktarsjóðir ESB helst við aðstæður stórra ríkja. Ísland sé hins vegar ekki stórt ríki. „Þá þarf að spyrja hvort þetta borgi sig. Hvort peningarnir fari ekki bara allir í breytingar í stjórnsýslu frekar en verkefnin,“ segir Kirkegaard. Hún hefur því skoðað hvernig megi stýra þessum fjárveitingum landinu til hagsbóta og innan ramma ESB. „Atvinnu- og byggðastefnan er ekki eins og ein flík sem á að passa öllum. Fjárfesting sem gengur vel í Rúmeníu gengur ekki endilega vel á Jótlandi,“ segir hún. „Þess vegna höfum við sett ákvarðanatökuna í hendurnar á byggðunum. Það er til dæmis fólk- ið á Norður-Jótlandi sem ákveður hvernig á að eyða peningunum í því héraði. Við skiptum Danmörku í héruð og settum upp vaxtarráð í hverju og einu. Vaxtarráðin útdeila síðan fénu. Þannig mætti tryggja á Íslandi að peningunum yrði ekki öllum eytt í Reykjavík,“ segir hún. Kirkegaard segir að í slíkum ráðum sitji fólk sem búi á svæð- inu, fulltrúar úr ýmsum geirum samfélagsins, t.d. fulltrúar bænda, menntastofnana, úr bæjarráði og svo framvegis. „Þetta fólk þekkir best styrk og veikleika síns heimasvæðis og getur ákveðið hvaða áherslur það vill hafa hverju sinni í vaxtaráætl- un. Það veit hvað er sérstakt við svæðið og úr hverju þarf að bæta og ef t.d. þarf að gera átak í heilsu- gæslu er það bara auglýst og svo er öllum opið að sækja um verkefnið.“ klemens@frettabladid.is Fénu verði ekki ráð- stafað fyrir sunnan Sérfræðingur danska efnahagsráðuneytisins leggur til að á Íslandi verði sett á fót ráð á hverju svæði til að ákveða hvernig eigi að eyða peningum úr byggða- og atvinnusjóðum ESB. Heimafólk sé hæfara til þess en stjórnsýslan fyrir sunnan. MIÐLAR REYNSLU Susanne Kirkegaard Brodersen hefur skoðað síðustu ár hvernig best megi nýta ýmsa uppbyggingarstyrki ESB í Danmörku og nú miðlar hún reynslu sinni til Íslendinga. Þessir sjóðir eiga að draga úr efnahagslegri misskiptingu og auka samkeppnishæfni og atvinnu á einstökum svæðum innan ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGSMÁL Gistiheimili verður opnað í húsinu við Hafnarstræti 98 á Akureyri á næsta ári. Húsið hefur staðið autt lengi. „Við ætlum að opna næsta sumar,“ segir Geir Gísla- son, framkvæmdastjóri Akureyri Backpackers, sem er systurheimili Reykjavík Backpackers á Laugavegi. Nú er unnið að því að fá öll tilskilin leyfi og að því loknu verður hafist handa við endurbætur. Húsið við Hafnarstræti var friðað í nóvember 2007. Þá hafði staðið til að rífa það. Árið 2008 keyptu KEA og Saga fjárfestingarbanki húsið með það að mark- miði að gera það upp. Í fyrra var greint frá áhuga Foss- hótela á því að starfrækja hótel í húsinu. Fosshótel ætluðu að nýta byggingarétt fyrir aftan húsið en það hyggst Akureyri Backpackers ekki gera. „Við ætlum að nota húsið eins og það er,“ segir Geir. Á gistiheimilinu verður pláss fyrir 102 gesti í tveggja til átta manna herbergjum. Þá verður rekin upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn á jarðhæð og þar verður einnig kaffihús. Geir segir gistimöguleika af þessu tagi lengi hafa vantað á Akureyri. Gistiheimili og upplýsingamiðstöð muni bæta fjölbreytileika bæjarins sem ferðamanna- staðar. - þeb Hús sem staðið hefur autt lengi á Akureyri fær nýjan tilgang á næsta ári: Gistiheimili við Hafnarstræti HAFNARSTRÆTI 98 Húsið leit illa út þegar ákveðið var að friða ytra byrði þess árið 2007. Nú verður það gert upp og tekið í notkun sem gistiheimili. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRUNN DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn fyrir sér- staklega grófa líkamsárás sem átti sér stað við veitingastaðinn Boston á Laugavegi í október 2010. Mennirnir þrír, sem allir eru á þrítugsaldri, eru sakaðir um að hafa slegið fórnarlambið með glasi í andlitið, slegið mann- inn ítrekað í höfuð og líkama og sparkað nokkrum sinnum í hann þar sem hann lá á götunni eftir að hann hafði fallið á flótta undan ákærðu. Við árás mannanna hlaut fórnar lambið djúpan skurð fyrir ofan hægri augabrún, djúpan skurð á nefi sem náði að auga- brún, litla skurði á enni hægra megin, sem saumaðir voru með alls 25 sporum, svo og eymsli víða í líkama. Ríkissaksóknari krefst þess að þremenningarnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir maðurinn sem ráðist var kröfu um að árásar- mennirnir greiði honum nær eina milljón króna í skaðabætur. - jss Fórnarlamb krefur þrjá menn um nær eina milljón króna í skaðabætur: Þrír réðust á einn og stórslösuðu FYRIR DÓM Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSINDI Grænlandsjökull hefur bráðnað hraðar í ár en vísinda- menn höfðu reiknað með. Talið er að bráðnunin árið 2011 verði meiri en áður hefur þekkst. Þetta sýna mælingar á Mittiva- kat-jökli, sem fylgst hefur verið með lengur en nokkrum öðrum jökli á Grænlandi. Sambærilegar mælingar hafa fengist frá öðrum jöklum landsins. Alls hefur Mittivakat-jökull hörfað 1,3 kílómetra frá því fyrsta ljósmyndin af honum var tekin árið 1931. - gb Grænlandsjökull minnkar: Bráðnun aldrei verið meiri LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun greinir frá því að í júlí var tíðni kamfýlóbaktersmits í kjúklingum í sögulegu lágmarki. Reynslan sýnir að á sumrin er smithættan mest en með auknum smitvörnum á alifuglabúum, til dæmis flugna- neti á loftinntökum fuglahúsa, tókst alifuglaframleiðendum að halda smithættu í lágmarki. Eftir nokkuð háan topp í maí á þessu ári datt tíðni smits snöggt niður aftur. Í júlí var tíðni kamfýló bakters í heilum kjúk- lingum á markaði einungis þrjú prósent og hefur hún ekki verið lægri síðan skráningar á slíkri tíðni hófust árið 2007. - shá Kamfýlóbakter í lágmarki: Smit í kjúklingi lítið í júlí Á LEIÐ Í VERSLUN Góður árangur hefur náðst í baráttunni við vágest. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höruðborgarsvæðinu hefur ákært þrjá karlmenn á milli tvítugs og þrítugs fyrir fíkniefnalagabrot. Mönnunum er gefið að sök að hafa í desember á síðasta ári haft í vörslum sínum tíu kannabis- plöntur, 113 grömm af kanna- bislaufum, rúm 700 grömm af kannabisstönglum og rúm 350 grömm af maríjúana. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ræktað plönturnar og ætlað fíkniefnin til dreifingar og sölu. - jss Þrír karlmenn fyrir dóm: Ákærðir fyrir kannabisrækt EFNAHAGSMÁL Verðbólga fer hækkandi næstu mánuði og verð- ur orðin sex prósent í október, gangi spá greiningar Íslands- banka eftir. Verðbólgan stendur nú í fimm prósentum. Spáin var kynnt í Morgun- korni Íslandsbanka nýverið. Sam- kvæmt henni fer verðbólga úr 5,0 prósentum í 5,4 í ágúst og svo yfir sex prósent í október. Þá er búist við því að hún haldist yfir sex prósentum fram yfir áramót en fari svo að lækka. Helstu ástæður hærri verð- bólgu á næstunni eru taldar vera hækkunaráhrif vegna sumar- útsöluloka og verðhækkanir á íbúðamarkaði. - mþl Spá greiningar Íslandsbanka: Verðbólgan stefnir yfir 6% TÆKNI Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegn- um netbanka. Meniga er vefur sem er sér- hannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármál- unum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best. Meniga flokkar sjálfkrafa færslur af reikningum og kredit- kortum. Þá geta notendur borið útgjöld sín í hverjum útgjalda- flokki saman við útgjöld annarra. Loks setur vefurinn upp fjár- hagsáætlun fyrir notendur byggt á útgjöldum hvers og eins. - mþl Ný kynslóð heimilisbókhalds: Meniga nú í Arion banka 1 Hvaða lið mættust í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu um helgina? 2 Hver sigraði í fatahönnunar- keppninni Reykjavík Runway á fimmtudag? 3 Hvað létust margir í ofsaroki í Belgíu fyrir helgi? SVÖR: 1. Valur og KR. 2. Harpa Einarsdóttir. 3. Fimm. Fá gömlu nöfnin Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú tekið við þeim tveim togurum sem fylgdu með í kaupum Samherja hf. á eignum Brims. Sólbakur EA 1 fær aftur sitt gamla nafn Kaldbakur EA 1. Mars RE 305 fær einnig sitt fyrra nafn, Árbakur EA 5. SJÁVARÚTVEGUR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.