Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 18
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Erlingur Þorsteinsson, fyrrverandi yfirlæknir (1911-2007), hefði orðið hundrað ára 19. ágúst 2011. Erlingur var sonur hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur Erlings og Þorsteins Erlings- sonar skálds. Hann var giftur Þórdísi Toddu Guðmundsdóttur skurðstofu- hjúkrunarfræðingi. Þau eignuðust tvö börn og eitt átti hann frá fyrra sam- bandi. Barnabörn Erlings eru sex. Erlingur var aðeins þriggja ára þegar faðir hans dó. Þorsteinn skírði piltinn sjálfur og orti til hans skírnar- sálm. Fyrsta erindið hljóðar svo: Nú var sú gersemi að vöggunni rjett með vonum og minníngum sínum, sem gott væri að fengi ekki brest eða blett í blessuðum lófunum þínum; sú gjöf á að vera svo vegleg hjá þjer og vera eins og skartgripur hvar sem hún fer. Skírnarsálmurinn endar á þessum ljóð- línum: Hann faðir þinn leiðir þig líklega skamt, en lánist sá arfur þá stendurðu samt. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík hóf Erlingur nám í HÍ í læknadeild haustið 1931. Erlingur útskrifaðist sem læknir 1937 með fyrstu einkunn. Í framhaldi lærði hann háls-, nef- og eyrnalækningar í Ny köbing á eyjunni Mors á Jótlandi. Þegar heim setti hann upp lækninga- stofu að Sóleyjargötu 5. Erlingur og aðstoðarstúlka hans mældu heyrn hjá sjúklingum, enda eignaðist Erlingur heyrnarmæli fyrstur lækna hér á landi. Haustið 1960 fór hann til Banda- ríkjanna að kynna sér nýjustu heyrn- arbætandi aðgerðir. Það sem hann ætlaði fyrst og fremst að læra voru aðgerðir við eyrnakölkun, otosclerosis, til að geta framkvæmt slíkar aðgerðir á Íslandi. Hann innréttaði lækningastofu að Miklubraut 50 og hafði þar sér- staka aðgerðastofu ásamt aðstöðu til heyrnar mælinga. Árangur aðgerðanna var framar öllum vonum og var hann útlistaður í Læknablaðinu 1972. Á meðan Erlingur var í Bandaríkj- unum kynnti hann sér starfsemi nokk- urra heyrnarstöðva. Hann reyndi að kynna sér eftir mætti mælitæki og annan búnað sem tíðkaðist við heyrnar- rannsóknir, einkum barna. Erlingur leitaði að stað fyrir heyrnar mælingar og var hann í sambandi við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Hinn 3. nóvember 1962 var fyrsta heyrnarstöð á Íslandi formlega opnuð þar. Næsta áratug hafði starfsemin margfaldast. 1980 var Heyrnar- og talmeina stöð Íslands opnuð formlega og var Erlingur yfirlæknir stöðvarinnar. Að undirlagi Erlings var fyrsta háls-, nef- og eyrnadeild á Íslandi tekin form- lega í notkun á Borgarspítalanum árið 1970. Forseti Íslands sæmdi Erling riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar árið 1976 fyrir læknisstörf. Hann var formaður Félags háls-, nef og eyrnalækna um árabil og var hann kosinn heiðursfélagi félagsins hinn 12. október 2001 vegna brautryðjenda- starfs á sviði lækninga og félagsmála. Aldarminning – Erlingur Þorsteinsson MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Baldvin Höskuldsson byggingarverkfræðingur, Álfaskeiði 73, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigrún Arnórsdóttir, Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn. Systir okkar, Jóhanna Hrafnfjörð ljósmóðir, Ásvallagötu 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Hrefna Hrafnfjörð, Kristín Hrafnfjörð. Klettaskóli, nýr sérskóli fyrir nem- endur með þroskahömlun, verður sett- ur í Perlunni í dag. Klettaskóli varð til við sameiningu tveggja sérskóla, Safamýrar skóla og Öskjuhlíðarskóla, og er til húsa í Suðurhlíð 9, þar sem áður var húsnæði Öskjuhlíðarskóla. „Við hlökkum mikið til að hitta allan hópinn í dag og spennandi að sjá hvern- ig nemendahópurinn spilar saman,“ segir Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri hins nýja Klettaskóla, en hún var áður skólastjóri Safamýrarskóla. „Stemningin er góð hjá starfsfólki, nemendum og foreldrum, og mín til- finning að allir ætli að leggja sig fram um að gera vel og jafnvel enn betur en áður. Því ríkir mikil tilhlökkun meðal okkar að skapa Klettaskóla sitt eigið skólastarf, hefðir og skólabrag,“ segir Erla. Í skólann setjast nú 94 nemendur. Flestir stunduðu áður nám í Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóla en einnig byrja tíu nýnemar í fyrsta bekk og níu nemendur úr öðrum grunnskól- um Reykjavíkur. „Nemendahópurinn hefur nú meiri breidd og til að mæta þörfum barna með mikla og samsetta fötlun hafa verið gerðar miklar breytingar á hús- næði skólans. Húsið er komið til ára sinna en er nú orðið nútímalegra með nýjum matsal, örvunarstofu og aðsetri sjúkraþjálfara. Þá hefur kennslustofu- kjarninn breyst til mikils batnaðar og aðgengi verið stórlega bætt fyrir börn í hjólastólum,“ segir Erla, og endurbót- um verður haldið áfram. Meginuppistaða í starfsmannahópi Klettaskóla eru starfsmenn sem störf- uðu við Safamýrar- og Öskjuhlíðar- skóla skólaárið 2010-2011. Aðstoðar- skólastjóri er Guðrún Gunnarsdóttir. „Í nýjum skóla er börnunum dýr- mætt að hitta aftur sína gömlu kennara og stuðningsfulltrúa. Starfsmannahóp- urinn er afar sterkur faglega og með mikla reynslu. Samstarf er mikið og í skólanum baksar enginn við neitt einn því mjög sterk hefð var fyrir samstarfi í báðum skólum áður,“ segir Erla. Hún segir kosti og galla fylgja stærri nemendahópi í sameinuðum sérskólum. „Aðstaðan í Safamýrarskóla var að sumu leyti betri, því þar var góður salur og sundlaug, sem skortir hér í Klettaskóla. Nemendur fá vitaskuld áfram kennslu í sundi og íþróttum en við viljum gjarnan að tími barna sé betur nýttur en að keyra þau út og suður í sundlaugar bæjarins. Því er næsta mál á dagskrá að fá sundlaug á lóðina. Kosturinn er síðan ótvírætt sá að í Klettaskóla höfum við sam- einað besta fagfólk landsins á sviði sérkennslu á einum stað,“ segir Erla, himin glöð við nýtt upphaf á stórum degi. thordis@frettabladid.is KLETTASKÓLI, NÝR SÉRSKÓLI Í REYKJAVÍK: VERÐUR SETTUR Í PERLUNNI Í DAG Besta fagfólkið á einum stað FYRSTI SKÓLADAGURINN Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, þar sem unnið var fram á síðustu stundu við að ljúka breytingum á húsinu. Hún segist hafa fyllst gleði yfir kappi, metnaði og krafti starfsfólks síns þegar enn virtist langt í land með óunnin verk innanhúss og það hafi eflst við hverja raun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þennan dag árið 1911 komust starfsmenn Louvre-safnsins í París að því að málverkinu Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci hafði verið stolið. Louvre- safninu var lokað í heila viku í kjölfar þjófnaðarins meðan rannsókn málsins stóð yfir. Franska ljóðskáldið Guil- laume Apollinaire, sem hafði eitt sinn viljað brenna Louvre- safnið, var fljótlega grunað um þjófnaðinn og var handtekið. Apollinaire benti hins vegar á vin sinn Pablo Picasso, sem var einnig yfirheyrður. Báðum var síðar sleppt. Málverkið var talið týnt að eilífu og fannst hinn raun- verulegi þjófur ekki fyrr en tveimur árum síðar. Það var starfs maður Louvre-safnsins, Vincenzo Peruggia, sem stal verkinu á opnunartíma safns- ins og faldi það í kústaskáp. Eftir lokun gekk hann síðan með Monu Lisu út úr safninu falda undir frakkanum sínum. Peruggia var ítalskur föður- landsvinur sem taldi að verki da Vincis skyldi skilað til Ítalíu og vera á safni í heimalandi listamannsins. Eftir að hafa geymt verkið í íbúð sinni í tvö ár varð Peruggia óþolinmóður og var að lokum gripinn þegar hann reyndi að selja það í listagallerí í Flórens. Monu Lisu var í kjölfarið skilað til Louvre-safnsins í París og er þar enn. Þjófnum var hampað fyrir föðurlandsástina á Ítalíu og sat í örfáa mánuði í fangelsi. Mörgum þótt verknaðurinn hins vegar dauðasök. ÞETTA GERÐIST: 22. ÁGÚST ÁRIÐ 1911 Hvarf Monu Lisu uppgötvað EIRÍKUR JÓNSSON er 59 ára í dag. „Hvað er skemmtilegra en að takast á við lífið?” Yrsa Þöll Gylfadóttir hlaut nýlega 500.000 króna styrk úr Hrafnkelssjóði til doktorsnáms í almennri bók- menntafræði við Sorbonne-háskóla í París og Háskóla Íslands. Þar hyggst hún sérhæfa sig í frönskum 19. aldar bókmenntum og velta upp nýstárlegu sjónarhorni á rótgróin fræði. Hún hefur áður lokið BA í bókmennta- fræði frá Sorbonne og MA í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands. Hrafnkelssjóður var stofnaður árið 1930 í minn- ingu Hrafnkels Einarssonar, sem fæddist 13. ágúst 1905. Hrafnkell lauk námi í hagfræði frá Háskólanum í Vínarborg og var að undirbúa doktorsverkefni sitt um fiskveiðar á Íslandi og útflutning fiskafurða er hann lést í nóvember 1927. Foreldrar hans stofnuðu sjóðinn í minningu hans. Þetta var fimmta úthlutunin úr honum, sú fyrsta var árið 2005. Skilyrði fyrir styrk úr sjóðnum er að umsækjandi hafi tekið íslenskt stúdentspróf og sé á leið í nám erlendis, annað hvort á meistarastigi eða til doktorsgráðu. Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður sjóðsstjórnar, afhenti Yrsu Þöll styrkinn. Nýtt sjónarhorn á rótgróin fræði ÚTHLUTUN Á HÓTEL HOLTI Yrsa Þöll er á miðri mynd. Með henni eru Yngvi Pétursson, Stefán Friðfinnsson, Lilja Dögg Jónsdóttir og Steinunn Einarsdóttir. ERLINGUR ÞORSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.